Leita í fréttum mbl.is

Hreinsa til.

Alveg er það með eindæmum hversu mikið af dóti maður getur safnað í kringum sig, þetta hús sem ég bý í núna er reyndar afskaplega vel til þess fallið að bæta meiru og meiru við, þannig að nú tók ég þá ákvörðun að losa mig við alveg slatta af dóti bæði mublum, fatnaði, skóm og alls kyns leikföngum, sem búið er að vera í geymslu í óratíma sumt af því en annað ekki.

Í dag er búið að fara með 1 fullan ruslapoka af yfirhöfnum, 1 fullan ruslapoka af skóm og 3 fulla pappakassa af leikföngum á rauða krossinn hér í bæ, allt er þetta mjög heillegt og vel með farið, nú er bara vonandi að einhver njóti góðs af þessu öllu saman.

Jafnframt fór ég í gegnum þetta allt saman og fór fullur bíl að allskyns dóti í gámana sem ég tel að ekki sé neinum til góðs eða nýtilegt.

Eins ætla ég að selja slatta af dóti og er það þá aðallega mublur og lítil heimilstæki sem ég aldrei nota, eins og steikarsteina, kaffivél, blandara, rúm, sófa sófaborð, skenk og skrifborð og eitt stykki borðstofuborð.

Og svo er von til þess að litlu kisurnar fari líka í dag og þá fer þetta nú að verða fínt. Mér finnst ágætt að drífa mig í því að losna við þetta dót því þá verður bara minna fyrir mig að flytja þegar að því kemur og þar sem ég veit að ég mun ekki flytja í svona stórt húsnæði aftur þá er um að gera að drífa sig bara í þessu ekki satt.

Kúti varð að ósk sinni og er komin með þessa heljarinar flensu, var komin með 39 stiga hita í gærkv og þegar honum var sagt það voru hans fyrstu viðbrögð að seigja við mig og rétta um lófan, je give me five mamma hahahahahahaha. Hann er bara tærasta snilld þessi drengur, en það er hins vegar ekki víst að hann verði jafnkátur ef hann verður orðin frískur fyrir mánudag þegar ný skólavika byrjar.

Það er sko alveg á hreinu að ekki yrði títlan svona glöð ef hún veiktist, annars hefur hennar fyrsta vika í gamla skólanum gengið alveg meiriháttar vel og ekki hefur hana skort félagsskapinn þessa daga, enda hefur breyting til batnaðar átt sér stað hjá henni og nú líður henni vel.

ADIOS DARLINGSHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 10.1.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég ánægð að heyra hvað þú gafst mikið í RK, gangi þér vel í tiltekt.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:19

3 identicon

Hæ elsku Helga mín.

Mikið er gott að herya frá þér. Það skiptast alltaf á skin og skúrir hjá okkur. Það er flott að þú gafst til RK en það er að sama skapi mjög sárt hjá syni þínum að vera með flensu. Við skulum vona að flensan verði ekki langvinn og að hann verði komin á ról áður en langt um líður.

Hafðu það gott elsku bloggvinur og vinur.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:02

4 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Um að gera að gefa í RK.Ætla sjálf að fara taka til í geymsluni,er búinn að safna strákafötum fyrir 3,4 ára sem eg vil gefa einhverjum sem vantar.Annars er þessi flensa VÍST MJÖG SLÆM,,Vonum að stráksi fari vel úr henni

Sædís Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Helga skjol

 já stelpur Það er alltaf af nógu að taka þegar 3 börn eru annars vegar og sem stækka alltof hratt fyrir mína peningabuddu

Helga skjol, 11.1.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband