Leita í fréttum mbl.is

Já við skelltum okkar saman í bio

ég og kútur og fannst honum nú ekki leiðinlegt að fá einn tíma með mömmu sinni, hann er reyndar búin að vera ansi trekktur í gær og í dag, er að gefa frá sér alls kyns hljóð (eða óhljóð) fannst það algjört möst að henda poppi í stelpurnar á bekknum fyrir framan okkur en sem betur fer náði ég nú að stoppa það áður en það tókst. Hann þrufti líka að hlægja mann hæst í bioinu og endurtaka setningar sem sagðar voru í myndini og það ekki á lágu nótunum.

Annars erum við bara nokkuð góð hérna megin utan við eitt og annað sem ekki er skrifað hér. Á  morgun byrja svo flutningar eina ferðina enn, (já ég veit ) enda er ég að verða svo sjóuð í þessu að ég get pakkað og flutt sofandi, en vonandi er þetta næst síðasta skiptið sem ég flyt og já ég seigji næstsíðasta vegna þess að draumaíbúðinn er í byggingu og þangað vill ég fara þegar þar að kemur og þá verður það til frambúðar, annars gæti það allt eins farið svo að mér myndi líka svo vel í nýju íbúðini að ég verði bara þar áfram, því mér stendur það til boða en það mun allt skýrast á þessu ári.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, hann er bara svo æðislegur Helga mín, hann kútur þinn. Hann er bara svo einstakur eins og þú hefur lýst honum fyrir okkur. Ertu ekki sammála því? Hann minnir um margt á mig þegar ég var yngri að ég held. Ég var svona svolítið öðruvísi og hegðun mín var líka svolítið öðruvísi. Það er nú bara þannig sem þetta er.

Hafðu það ROSA gott Helga mín, dúllan mín og gangi þér sem allra, allra best. Þú ert æði, mundu það.

Bestu óskir um að allir dagar framundan verði þér og börnum þínum góðir og skemmtilegir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn elsku sys, gaman fyrir ykkur að fara saman í bio. Vonandi fer að rætast ur þessu öllu hjá þer, ykkur. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 06:43

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Alltaf skemmtilegt ad fara í bíó.Sídast sá ég Mamma mía á íslandi í nóv.Ædisleg mynd.

Gangi tér svo vel í flyttningunum og vonandi líkar tér svo vel í tessari íb. ad tú ákvedjur bara  ad vera til frambúdar.

Knús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 26.1.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Auður Proppé

Gangi þér sem allra best í flutningunum og ég vona að nýji staðurinn veiti ykkur hamingju

Auður Proppé, 26.1.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel í öllum þessum verkefnum.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 12:42

6 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

haha fer oft með minn í bíó og hann lætur svona,en gangi ykkur vel í flutningunum

Sædís Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 22:27

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg er ekki hissa á að þú getir flutt sofandi,svona var þetta hjá mér einu sinni,ég þurfti bara orðið nokkra klukkutíma til að pakka og flytja,en sem betur fer er þetta liðin tíð.

'Eg kannast líka við svona bíóferðir,minn ofvirki var svona líka,fólk horfði stunum á okkur og sussaði líka stundum,þegar hann byrjaði næstum að hrópa upp setningar úr myndinni,kreisti upp hrossahlátur og henti poppi,stundum meira segja gekk hann svo langt að frussa gosinu yfir þá sem sátu fyrir neðan hann,meira segja einu sinni fór hann upp á sviðið og stóð fyrir tjaldinu

Hafðu það gott Helga mín

Anna Margrét Bragadóttir, 26.1.2009 kl. 23:42

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel og til hamingju með nýja staðinn

Jónína Dúadóttir, 27.1.2009 kl. 06:46

9 Smámynd: Dóra

Neikvæð athygli er betri en enginn hjá blessuðum börnunum...

Kærleikur til þín Dóra

Dóra, 28.1.2009 kl. 07:45

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gangi ykkur vel

Birna Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband