Leita í fréttum mbl.is

Löt að blogga en sakna ykkar allra.

Nú fer að róast hjá mér aftur því vel hefur gengið hjá mér að flytja, yndisleg mágkona mín hefur verið mér innan handar og hjálpað mér mikið, takk elsku mágkona.

Málið með þetta eilífa flutningsbrölt á mér er einfaldlega það að í þetta sinn réðum við ekki orðið við leiguna þar sem allur pakkinn var komin uppí 180.000 og það er ekki manni bjóðandi þannig að ég sé mér ekki annað færten að flytja héðan og í töluvert ódýrara húsnæði, sem betur fer er það þó húsnæði sem mér stendur til boða að vera í til frambúðar ef ég kæri mig um og ég er alvarlega að hugsa um að taka því þegar þar að kemur, ég hef 1 ár til þess að hugsa mig og ef allri fjölskylduni líkar vel þarna þá er aldrei að vita nema maður kaupi sér búeturétt þarna, en það byggist nú líka svolítið á því hvort verðið lækki hjá þeim eins og er að gerast hjá öllum öðrum, ég vona það.

 Í dag er svo tekinn stefnan á að flytja eitthvað af stóru hlutunum og svo verður klárað á morgun, Tvær yndislegar vinkonur mínar eru búnar að bjóða fram aðstoð sína og þáði ég það með þökkum, eins mun einn bróðir minn hjálpa líka og gaurinn minn þannig að þetta ætti að ganga fljótt og vel fyrir sig.

Ég get alveg viðurkennt það að ég er orðinn hrikalega þreytt að þessu veseni með að vera alltaf að flytja og vildi ég óska þess að mínir fyrri leigusalar hefðu getað haldið sig við sinn saming okkar á milli þá væri ég ekki í þessari stöðu í dag, en svona er þetta þegar maður er að leigja á frjálsum markaði, það er ekki á allt kosið og af tvennu íllu er ég þó þakklát fyrir það að hafa ekki keypt mér fasteign þegar ég flutti heim frá Norge á sínum tíma, því þá hefði ég ekki boðið í ástandið í dag.

Sem betur fer þurfa krakkarnir ekki að skipta um skóla þar sem nýji skólinn er ekki tilbúinn því verið er að byggja hann þannig að rótið er sem betur fer minna fyrir vikiið.

Knús á ykkur elskurnar mínar og megi dagurinn verði ykkur yndislegurHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Helga mín.

Það er ekkert mál þó að þú bloggir ekki á hverjum degi. Mér finnst alltaf gott að koma hérna inn á síðuna þína þó að þú bloggir ekki nema örfáu sinnum í viku. Það finnst mér allavega.

Hafðu það virkilega gott Helga mín og gangi ykkur familíunni rosalega vel. Ég hugsa til þín elsku Helga mín og ganktu hægt um gleðinnar dyr.

Bestu kveðjur og knús.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:19

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Auður Proppé

Gott að heyra frá þér Helga mín og gangi ykkur vel í lokaátakinu

Ljós í daginn þinn

Auður Proppé, 29.1.2009 kl. 08:35

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú glöð að heyra að þið séuð nú lokksins komin í það sem þið getið verið í til frambúðar. Vildi að ég gæti hjálpað þér elskan, en sendi þér bara hlýjar kveðjur í staðin.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 09:21

5 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir hlýjar kveðjur elskurnar mínar

Helga skjol, 29.1.2009 kl. 09:46

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gangi þér sem best elsku Helga mín,

Anna Margrét Bragadóttir, 29.1.2009 kl. 12:50

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ganngi þér vel elsku Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.1.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Líney

Hvert ertu að flytja  mín kæra? sammáal með að flutningar eru  ekki það skemmtilegasta? Knúsiknús  og smá orka  til þín

Líney, 29.1.2009 kl. 18:45

9 Smámynd: Helga skjol

Takk elskurnar, Líney mín ég er að færa mig yfir í nýja hverfið hérna í bænum, Naustahverfi

Helga skjol, 29.1.2009 kl. 20:16

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi tér vel mín kæra ad flytja mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 30.1.2009 kl. 09:03

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Smá mistök í texta.

Gudrún Hauksdótttir, 30.1.2009 kl. 09:04

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gangi þér sem allra best :)

Erna Friðriksdóttir, 30.1.2009 kl. 14:31

13 identicon

Gangi þér vel Helga mín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband