Leita í fréttum mbl.is

Þann 18 mars kl 10.01 árið 1993 fæddist mér

yndislega fallegur rauðhærður gaur sem strax varð augasteinn mömmu sinnar. Hans fyrstu ár einkenndust af því að leika sér með dýr, hann hreinlega elskaði öll dýr enda hafði hann svosem ekki langt að sækja það þar sem pabbi hans er bóndi.

Aldrei klikkaði það að hann færi í sveitina aðra hverja helgi og nánast í öllum fríium líka, það dugði oftast nær að verðlauna hann eins og með einni kýr eða einu dóta lambi og þá var minn sáttur í marga daga á eftir.

Þessi elska hefur ávallt verið rosalegur mömmustrákur og höfum við ævinlega verið mjög háð hvort öðru, hann er sem betur fer einn af þeim sem getur talað við mig um nánast alla hluti og alltaf höfum við saman komist að niðurstöðum úr því sem við höfum þurft að glíma við saman.

Árinn okkar í Noregi urðu okkur erfið og höfðum við nánast bara hvort annað til að halla okkur að, gekk það nú yfirleitt vel hjá okkur, í dag og þann tíma sem liðinn er frá því að heim var komið höfum við gengið mörg erfið skrefinn saman en sem betur fer hefur alltaf birt upp um síðir og er það frábært.

Í dag mun hann svo fara í sinn fyrsta ökutíma og er mikill kvíði í mínum manni, en ég veit að hann á eftir að standa sig eins og hetja þar sem og annar staðar í lífinu, hann ætlar sér stóra hluti og ég veit að ef hann leggur sig fram þá mun honum takast þeir hlutir.

 ELSKU KALLINN MINN INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÁRINN ÞÍN 16 OG MEGI ÞESSI DAGUR VERÐA ÞÉR SEM ALLRA BESTUR. ÉG ELSKA ÞIG HeartWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Til hamingju með soninn  , falleg færsla hjá þér um móðurástina

Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með strákinn Helga mín. Hann er flottur.

Anna Guðný , 18.3.2009 kl. 12:43

3 identicon

Innilega til hamingju með strákinn þinn Helga mín. Innilega til hamingju.

Þetta verður án efa mjög góður dagur hjá þér og ykkur.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Unnur R. H.

Til hamingju með guttan, svei mér þá, mér finnst ekki svona langt síðan hann fæddist..Svona hleypur tíminn frá okkur

Unnur R. H., 18.3.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með gæjan hann er bara flottur.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 19:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með drenginn þinn Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:15

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með unga manninn

Jónína Dúadóttir, 19.3.2009 kl. 06:31

8 identicon

Til hamingju bæði

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:47

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með sveininn þinn og vonandi gengur vel í ökutímunum :)

Erna Friðriksdóttir, 20.3.2009 kl. 00:56

10 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 25.3.2009 kl. 13:23

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Innilega til hamingju með drenginn

Birna Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 14:22

12 Smámynd: Líney

Til hmaingju með guttanskil þig   mætavel Minn  gutti verður  16  í maí og farin að tala  um bílprófið líka

Líney, 29.3.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband