Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Föstudagur, 31. október 2008
Það eru ekki einungis við í lifenda tölu sem
eru búin að gefast upp sjáið bara sjálf.......................................................
Meira að seigja Jóni Sigurðsyni finnst nóg um efnhagsástandið......
Landsbankinn hækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 31. október 2008
Loksins loksins
JÁKVÆÐAR FRÉTTIR.
Innilega til hamingju með daginn allar saman.
Íslensku fjórburarnir tvítugir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. október 2008
Stundum.....................
Stundum...
þegar þú grætur.....
sér enginn tárin þín
Stundum.....
þegar þér er illt...
sér enginn að þér sé illt.
Stundum.....
þegar þú hefur áhyggjur...
sér enginn þín áhyggjefni.
Stundum...
þegar þú ert hamingjusamur....
sér enginn að þú brosir.
-
-
-
En REKTU VIÐ bara EINU sinni
Og allir vita það!!!!
Þarna plataði ér þig!!
Þú hélst að þetta væri ein af öllum þessum sorglegu sögum
ha ha ha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 31. október 2008
Föstudags humor
90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.
Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!
Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo:
Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei veiðitímabili.
Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðinn fyrir riffilinn sinn.
Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn.
Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang, björninn dettur niður dauður!
Það er óhugsandi, sagði gamli maðurinn, einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.
Já..........það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja, svaraði læknirinn.
NÝJI 500 KALLINN. HAHAHA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Árið er 1998, dagurinn er 29 okt og kl er 17.01
þegar í heiminn kom lítill yndislegur hnoðri með kolsvart hár, þessi hnoðri er dóttir mín og fékk hún nafnið Sylvía Diljá og er 10 ára í dag.
Þessi elska ákvað eins og hin börnin mín að láta sjá sig aðeins á undan áætlun en þó ekki nema tæpum 3 vikum en þegar hún ákvað þetta var það tekið með trukki og gekk fæðinginn frá upphafi til enda rétt um 2 og 1/2 tíma, það var um 14.30 sem ég fór að finna til smá óþæginda, ekkert samt rosalegt frekar venju þar sem ég var búin að vera með fyrirvara verki í margar vikur á undan, en um kl 3 ákvað ég að best væri nú kannski að láta kíkja aðeins á mig uppá FSA. Á leið minni uppeftir spái ég í því hvað veðrið sé fallegt, reyndar skítkalt en fallegt.
Jæja þegar á FSA er komið er ég sett í Monitor og það er eins og við manninn mælt hann sýndi nánast enga verki, þannig að mér er sagt að ég geti bara tekið því rólega ekkert sé að gerast og muni sjálfasagt ekki gerast neitt fyrren í fyrsta lagi daginn eftir, þetta er um 4 leytið þegar vaktaskiptinn eru og ein af þeim sem er að fara af vakt seigjir......Helga mín ég tek bara á móti hjá þér á morgun, ég hélt nú aldeilis ekki og sagði henni það að þá yrði ég á heimleið með lítin hnoðra í fanginu, það var mikið hlegið af þessu þar sem talið var af og frá að ég yrði búin svo snemma, jæja en ekkert ágerðust hríðarnar í monitor þannig að ég spurði hvort ég mætti bara skella mér í pottinn sem þá var nýkominn á deildina og jú það var sjálfsagt mál þar sem engin fæðing var í gangi, það er látið renna í pottinn sem tók dágóða stund, ég fer svo loksins ofaní heitt og gott vatnið en er nú ekki búin að sitja lengi þegar ég spyr ljósuna sem er eitthvað að spjalla við okkur hvort það sé smuga fyrir því að fá kannski eitthvað verkjastillandi þar sem ég finn að verkirinir séu að aukast.
Hún seigjir já ekkert mál en fyrst þarf ég samt að ath útvíkkun hjá þér svona til öryggis, þannig að ég verð að fara uppúr þessar dásemd sem vatnið er og láta mæla, allt tók þetta smá tíma að koma sér uppúr þar sem mér leið nú eins og hval en kemst þó fyrir rest uppá bekkin og viti menn, það fyrsta sem ljósan seigjir, heyrðu þú mátt bara rembast útvíkkun er orðinn 10, ok það er beðið augnablik eftir næstu hríð og það er rembst og þurfti ég ekki að gera það nema 3svar áður en elskan litla var komin í heiminn kl 17.01
Hún var vigtuð og mæld og reyndist hún vera 3300 gr og 51 cm. Síðan þetta var hefur þessi elska verið að flýta sér, hún þarf að gera alla hluti mjög hratt sama hvað er.
Þessi elska er ljósið í lífi mínu sem og öll börnin mín, hún er ákveðinn ung dama og lætur fáa sem enga vaða yfir sig, hún vill fara sínu fram og oft á ég erfitt með að tjónka við henni, ég líki henni býsna oft við einræðisherra og hún væri best geymd á einhverri eyju þar sem hún gæti stjórnað sínu fólki.
Mín trú er sú að þessi elska á eftir að ná langt í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
En hér koma nokkrar myndir af elskuni á ýmsum aldri.
Hér er hún nýkomin heim að morgni 30 okt 1998 ekki orðin sólahrings gömul.
Þessi er tekinn í des 98 og verið að máta eitt af jóladressunum.
Mín um 8 mán og vel búttuð, stóri bróðir stendur á bakvið hana.
Orðin vel hárprúð og það farið að lýsast mikið.
Borða kex alveg sjálf. hehe.
Nýkominn úr baði og tannbursta sig í leiðinni.
Hérna er svo verið að halda uppá sameiginlegt afmæli þeirra systkina árið 2003 áður en flutt var til Norge, Sylvía, Alexander og Villi.
Hér er svo smá fyrirsætuleikur í gangi Árni bróðir á bakvið myndavélina, líka á þeirri næstu þar sem mín er orðinn rappari.
Systkininn saman að leika sér, já það hafa náðst svona kodak momment af þeim saman.
Og það oftar enn einu sinni meira að seigja, þessi er tekinn síðustu jólinn okkar í norge árið 2006.
Þessar tvær eru svo teknar árið 2007 áður en að flutt er heim til Ísalandsins kalda.
Til hamingju með daginn elsku dúllan hennar mömmu sinnar. Þú veist að ég elska þig.
Knús á ykkur dúllurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Jebb ég fann landið þar sem tóbak er
dýrara en á Íslandi hehe, en það er Írland. Ákvað að skella mér til Dublin með nánast engum fyrirvara í síðustu viku og var svo að koma heim kl 7 í morgun eftir að við vorum búin að keyra alla nóttina.
Það var semsagt þannig að á Þriðjudag í síðustu viku tók ég ásamt fleira góðu fólki þá ákvörðun að skella okkur á borgarlotto á vegum Plúsferða og var bara drifið í því að panta og svo var lagt í hann á Miðvikudag til að ná flugi á Fimmtud í Keflavík og er alveg satt sem sagt er að svona ferðar eru alltaf langskemmtilegastar, það var mikið mikið hlegið í þessari ferð enn þó enn minna verslað, enda svosem vissum við öll að þar sem krónan er verðlaus nánast þá sáum við ekki frammá á það að versla nein óskop. Ætli við getum ekki bara kallað þetta meira svona menningar og hlátursferð frekar en verslunarferð, ég hugsa það.
Við alla vega komumst að því að þarna kostar sigarettupakkinn litlar 1200kr miðað við gengið í dag þannig að einhvers staðar eru þær dýrari en hérna, sem betur fer þurftum við nú ekki að versla tóbak þarna vegna þess að maður var nú búin að byrgja sig upp áður en haldið var af stað.
Mín skoðun og reyndar okkar allra er sú að verðlagið í sjálfu sér er ekki svo ýkja hátt þarna heldur er það veiking Krónunar sem gerir manni erfitt um vik með að versla þarna úti, það eina sem var þess virði að versla var fatnaður að krakka, þarna gat maður alveg keypt góða úlpu td á 7 evrur sem telst nú ekki mikið í dag hvort sem það er hérna heima eða annars staðar, úlpan kostaði mig semsagt rétt rúmar 1000 kr sem telst nú ekki mikið í dag.
Annars eru bara allir góðir í þessari fjölskyldu, ég sá það þarna hvað maður á virkilega góða vini bæði þá sem fóru með í þessa ferð og líka sú sem tók að sér að vera með börnin og heimilið fyrir mann á meðan á þessu flakki manns stóð og á ég henni þúsund þakkir skildar fyrir það, ætli það sé ekki bara staðreynd að þetta er ein sú ódýrasta ferð sem ég hef farið þar sem að nánast ekkert var verslað og var það bara líka allt í lagi þar sem tilgangurinn var ekki sá að svíða af sér afturendan í einhverju verslunarbrjálæði, heldur það að hafa gaman og það tókst líka svona með eindæmum vel því sjaldan hef ég hlegið jafnmikið og lengi eins og þarna var gert og var því ekki einu sinni fyrir að fara að áfengi væri notað í einhverju magni, heldur var bara svona hryllilega gaman að vera þarna saman og getað hlegið eins og brjálæðingar.
Á flugvellinum á fimmtudag þegar lent var þá vorum við svo heppinn að lenda á alveg snilldar leigubílstjóra sem bauðst til þess að keyra okkur til baka á völlinn í gær og bæði á leiðini á hotelið og til baka aftur á völlinn fengum við líka þessar líka frábæru ferð þar sem hann sagði okkur eitt og annað um Írland og Dublin líka þannig að maður komst að ýmsu um menninguna þarna sem maður hafði ekki hugmynd um, hann líka tjáði okkur það að bretar væru fockers og að Írar hefðu nú ekki mikið álit á bretum en þeir hefðu hins vegar fullar samúð með okkur Íslendingum og þeim hremmingum sem við værum að ganga í gegnum og þótti okkur afskaplega vænt um að heyra það að hugsað væri til okkar í góðu en ekki eins og til hryðjuverkamanna eins og bretar virðast gera.
Megi vikan verða ykkur öllum sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Bloggleti eða ritstífla hehe
Svei mér þá, ég er bara ekki að ná mér á strik í blogginu þessa dagana, kannski vegna þess að ég er búin að vera á ferðinni frá morgni til kvölds alla daga í þessari viku, elífir snúningar útum allan bæ.
Það er reyndar heilmargt skemmtilegt að gerast hjá mér þessa dagana líka en það eru hlutir sem ekki verða sagðir frá hér í dag, en kannski í næstu viku, hver veit.
Annars var ég á fundi í skóla kúts í morgun og þar var ýmislegt rætt og allt var það á jákvæðu nótunum, ég sagði þeim meðal annars frá youtube ævintýrinu sem hann framkvæmdi í mínum veikindum og það fannst þeim hreinasta snilld hjá honum, og sögðu að hann gæti nú eflaust meira en okkur grunaði og það getur vel verið rétt, hann alla vega tekur uppá ýmislegu sem maður á síður von á en það er líka bara af hinu góða, ekki satt.
Annars hef ég ekkert að seigja í bili þannig að ég seigji bara.........
On til next my darlings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 19. október 2008
Kúturinn minn er snillingur
Meðan að ég lá í mínu meðvitundarleysi í gær og háði mína baráttu við þann ílla sem var að ráðast að magan á mér tók kútur sig til og gerði myndband á youtube, svo þegar ég drattaðist á fætur kom hann glaðbeittur til mín og sagði......Mamma ég vildi ekki ég trufla þig af því að þú ert svo lasinn þannig að ég gerði bara myndband sjálfur á yutube, ég vildi ekki trufla þig mamma. ( Tak það fram að ég kann ekki að gera myndbönd á youtube).
Honum sem sagt datt í hug að gera svindlmyndband af einhverjum leik sem hann spilar í ps2 og taldi alveg nauðsynlegt að gera þetta til að hjálpa vinum sínum útí heimi og ekki nóg með það að hann talar ensku allan tíman meðan hann er að útskýra hvernig þetta virkar allt saman.
Myndgæðinn eru kannski ekkert góð og það heyrist ekki svo vel í honum, en það að hann skildi gera þetta einn og óstuddur finnst mér alger snilld þar sem hann er nú bara 11 ára.
Langar líka að taka það fram að þetta er barnið mitt sem mér var sagt að undirbúa mig fyrir það að setja hann á stofnun útí Noregi því hann myndi aldrei fúnkera í þessum heimi einn og óstuddur og ég gæti ekki lagt það á sjálfa mig að hugsa um hann til míns dauðadags.
en hérna kemur myndabandið.
Eftir að hann komst uppá lagið með þetta þá fékk títlan hann til þess að hjálpa sér með myndband fyrir sig og hérna kemur það.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst frá þessum snilling mínum, ég seigji ekkert annað en það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 19. október 2008
Ótrúlegt, hún er að syngja um akkúrat það sem svo gerðist
Halldóra Ársælsdóttir .............. Verðbréfadrengurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 18. október 2008
Ég taldi mig nú vera orðna vel gráhærða
En shit, þetta hlýtur að fara verða gott, haldið þið ekki að ég hafi verið slegin niður aftur af þessari helv flensu"$%%&# í gærdag seinni partinn og er ég búin að vera með æluógeð og hitt líka núna í sólarhring, þetta ætlar ekki að verða endaslepptur andsk svei mér þá.
Ég hélt ég hefði nú verið búin með minn skammt á mánud og þriðjud en nei takk fyrir, það var bara lognið á undan strominum, en nú skil ég kútinn minn mun betur á því hversu slappur hann var þessi elska, en sem betur fer er hann allur að koma til þó matarlystina vanti ennþá hjá anganum.
Það góða við það að vera lasinn að það er dekrað við mann hægri vinstri, stóru krakkarnir mínir sjá um eldamennskuna og allt sem því tilheyrir þannig að það er alla vega gott :)
Stefnan er svo tekinn á kósy kvöld með börnunum mínum, það á að leigja gamanmynd og þau ætla að jabbla á nammi og snakk, ekki er ég nú vissum að mamman hafi lyst, en það skiptir líka engu máli, aðalmálið er það að kúsa sig með þeim, því það er eitt af þvi sem er alltof sjaldan gert, sérstaklega gaurnum mínum sem má aldrei vera að því að vera heima hjá sér.
Megi kvöldið verða ykkur sem yndislegast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu