Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég fékk extra skugga.

Kútur er alveg að tapa sér þessa dagana í áráttu og kvíðahegðun, alla helgina er hann búin að fylgja mér eins og skugginn og hefur ekki mátt af mér sjá. Það gekk svo langt í gærkv að gaurinn mátti ekki fara út og títlan ekki heldur, en hún ætlaði að gista hjá vikonu sinni.

Þegar svona er ástatt fyrir honum verð ég svo hryllilega þreytt að það hálfa væri nóg, meira að seigja það að ef ég þurfti að skreppa eitthv út varð hann að koma með mér, sem er reyndar jákvætt því hann vill helst ekkert fara, en þetta er reyndar skammgóður vermir þar sem nánast allan tíman sem við erum utan dyra er suðað um að fara heim, nema áðan þegar við kíktum til bróðir míns og mágkonu þá var allt í lagi því þar gat hann horft eða spilað þannig að þar fékk ég frið.

Að öðru leyti er þetta búið að vera afskaplega góð helgi, við erum búin að kúsa okkur yfir myndum bæði kvöldin og haft nammi með og snakk þannig að það er fínt.

Á morgun mun ég svo kannski uppljóstra smá leyndó hérna inni, ef allt gengur að óskum, en það fæddist viðskiptahugmynd hjá mér og mágkonu minni fyrir helgi, sem við þegar hentum í framkvæmd og á morgun verður vonandi hægt að auglýsa það hérna sem og annars staðar. Alla vega er ég sannfærð um að þetta mun lukkast vel hjá okkur ef allt gengur að óskum.

On til next my darlingsHeart


Laugardagur til lukku (eða er það ekki)

Hér er búið að vera setja upp fleiri jólaljós ( ég veit ætlaði að hafa það í minni kantinum) en þar sem ég er jólasjúk í meira lagi þá bætti ég við seríum í alla glugga. Á fimmtudag tók ég svo allt skrautið mitt upp og pakkaði niður hverdagsdótinu og það besta við það er að ég á meira af jólaskrauti en hversdagsdóti, jóla dótið fyllir 14 bananakassa meðan hversdagsdótið fyllir þá 8 hehe, er maður nokkuð jólasjúkur.

Þannig að inná mínu heimili er orðið lítið jólaland og mér finnst það æði.

Kútur er aðeins að koma til með svefninn, að vísu var síðasta nótt mjög erfið hjá honum og svaf hann mjög ílla framan að, en svo loksins þegar hann náði almennilegum svefni svaf minn til 10.20 og hefur það aldrei gerst á hans ævi fyrr.

Ég tók þá ákvörðun þegar efnahagur landsmanna hrundi að passa mig á því að taka það ekki inná mig, ég hef reynt að forðast fréttir eins mikið og ég get en auðvitað kemst ég ekki hjá því að finna fyrir þessu eins og allir aðrir. Oft hef er verið alveg við það að brjálast en sem betur fer hef ég náð að snúa mér útúr því í tíma, því ég veit að það hjálpar mér ekkert að missa stjórn á skapi mínu fyrir aulahátt ríkisstjórnar og einhverra útrásarvikinga sem grætt hafa á tá og fingri.

Ég reyni af öllum mætti að halda í það jákvæða og trúa því að ástandið komi til með að lagast og það fyrren seinna, því ekki get ég látið þetta ástand stjórna öllu mínu lífi, ég þakka bara fyrir það að hafa ekki fjárfest í íbúð í fyrra þegar ég flutti heim.

Ég skal og ætla komast heil frá þessu og það vona ég svo af öllu hjarta að það sama eigi við um alla landsmenn.

Annars bara góð og ætla að kúsa mig með börnunum í kvöld og horfa á fred claus jólamynd sem ég fjárfesti í áðan í Bt því þeir voru að opna aftur í dag.

Megi kvöldið og morgundagurinn verða ykkur öllum sem allra bestur, því þannig vel ég að hafa það hjá mér. 


Kúsustund á laugardagsmorgni

Þar sem þið eruð öll sem eitt svo yndisleg og þar sem okkur veitir svo sannarlega ekki af því að sjá eitthvað fallegt og bjart þá ætla ég að setja hér inn Engla sem ég fékk senda um daginn.

ATT79287611

ATT79287722

ATT79287833

ATT79287944

ATT79288055

ATT79288166

ATT79288277

ATT79288388

Þær eru bara of fallegar þannig að um að gera að leyfa sem flestum að njóta þeirra ekki satt.

Knús á ykkur elskurnar mínar. 


Burrr skítaveður

Já hér er bara ömurlegt skítaveður og langar mig ekki mikið út í þetta veður og ætla að vona að ég þurfi þess ekkert í dag.

Kúturinn minn er búin að vera drepast í hausnum og varð hann svo slæmur í gær að hann ældi, ég held að þetta séu fráhvarfseinkenni hjá elskuni litlu þannig að ég ákvað að halda honum heima í dag.

Títlan mín er líka lasinn en á annan hátt þó, hún er með bullandi hálsbólgu og hitavellu og var orðinn þrælslöpp í gærkv þannig að hún er líka heima og var sko ekki sátt með það, þrátt fyrir að henni finnist skólinn ömurlegur þá vill þessi elska samt mæta alla vega svona oftast nær.

Títlan skellti sér á félagsvist ásamt elstu minni í skólanum í gær og þar spilaði mín í fyrsta sinn vist en viti menn, mín gekk út með fyrstu verðlaun og kom heim með þessa líka fínu bók, algjör snillingur þessi elska.

Svo í dag á bara að reyna að kúsa sig innan dyra og föndra eitthvað með börnunum og kannski að búa til eins og eitt Piparkökuhús með þeim.

Knús Heart


Bara frábært og yndislegt

hjá þeim skipverjum á Þerney og mættu fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar.

Til hamingju Mæðrastryksnefnd. 


mbl.is Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég gafst upp........................

og tók á það ráð að tala við skólastjóra beggja skólana og tóku þeir báðir afskaplega vel í það að leyfa títluni að flytja sig um set og fara í sinn gamla skóla aftur, þetta er reyndar ekki orðið 100% ennþá en verður það nú fyrir vikulok.

Auðvitað togast á í manni í báðar áttir hvort maður sé að gera rétt eður ei, en hennar vegna held ég að ég sé að gera rétt. Ég veit alla vega það að verra getur það ekki orðið í nýja ( gamla ) skólanum.

Þarna kemur hún til með að geta verið meira með sinum vinkonum og kannski af og til eitthvað fram eftir degi, svol að ég vona að hennar líðna fari batnandi.

Ég finn gríðarlega mikla breytingu á kút eftir að svefnlyfinn voru tekinn af honum, hann er mun áhværari á morgnana og kvöldinn þegar hin lyfinn eru að renna af honum en ég vona þetta sé nú bara eitthvað sem svo lagast því hugsanlega geta þetta verð þáttur í fráhvarfseinkennum hjá honum, þegar lyfið er að fara úr kroppnum hans.

Hann sem betur fer sofnaði fyrir miðnætti í gærkv og er það þó skömmini skárra heldur en 3 eða 4 að nóttu til.

Annars er ég bara nokkuð góð og vonandi er að lífið fari að falla í betri og fastari skorður hjá okkur hér á þessu heimili.

Knús á línunaHeart


Af ófyrirsjáanlegum ástæðum komst ég ekki á blogghitting

síðastliðin Laugardag eins og stefnan var, hér kom upp vandamál sem ekki varið hlaupið frá, heldur varð ég að leysa það sem ég og gerði svona að mestu leyti, en afsakplega þótti mér það leiðinlegt að komast ekki, því mér var virkilega farið að hlakka til að hitta ykkur.

Annars stóð hér yfir laufabrauðsgerð fyrir hd á lau og gekk það rosa hratt og vel fyrir sig og voru hér gerðar 170 kökur eins og ekkert væri.

Kúturinn minn hætti á einum enn lyfjum á laugardagskv og hefur svefnin verið svona lala síðan þá, hann sofnar seint og sefur ílla, vaknar oft upp á nóttini og á erfitt með að festa svefn aftur, vonin er hins vegar sú að hann komi til með að geta sofið án lyfja því þessi lyf gætu verið ein af þeim sem valdið hafa þyngdaraukningu hjá honum í gegnum tíðina, þannig að það ætti að koma í ljós á næsu vikum hvort svo reynist vera. Nú svo á hann að mæta til magasérfræðings 8 des og þá vonandi verður tekinn ákvörðun um það hvort hann verði ristilhreinsaður því hann er stíflaður og búin að vera það mjög lengi, hann er á lyfjum við því en því miður virðast þau ekki vera að virka sem skildi, þannig að ég álít sem svo að það þurfi að hreinsa hann í eitt skipti fyrir öll.

Títlan mín er ennþá mjög ósátt við sinn skóla og verð ég bara að viðurkenna það að ég er á mörkum þess að gefast upp og hreinlega að sækja um að hún fái að fara aftur í sinn gamla skóla, hvers lengi er eðlilegt að pína barnið sitt í vanlíðan þegar ekkert virðist breytast, hversu lengi get ég lagt þetta á hana. Hún seigjir mér það að enn sé hún alltaf ein í frímínótum og að sér líða mjög ílla þarna. Á ég í alvöru að neyða hana til að vera þarna áfram bara til þess að þóknast mér eða skólanum sem slíkum, ég held ekki.

Ég verð að viðurkenna það að þetta barn mitt er ekki að verða svipur hjá sjón félagslega séð miðað við það hversu vel henni gekk í sínum gamla skóla, nánast alltaf kemur hún ein heim og er ein allan daginn og líður vægast sagt ílla, ég veit satt að seigja ekki hvað ég á að gera.

Auðvitað vill ég gera það sem rétt er, enn hvað sé rétt er svo önnur saga, ekki get ég verið að láta barnið skipta um skóla eftir hentisemi, það bara gengur alls ekki.

Kannski finnst skólanum þetta verið það lítið tiltökumál að ekki þurfi að gera neitt í því, ég veit það satt að seigja ekki, það eina sem ég veit er að ég er að verða mjög þreytt á því að sjá barnið mitt veslast upp fyrir framan augun á mér sökum þess að barnið sem þrífst í félagsskap hefur engan nú. 

Í síðustu viku lét ég mig dreyma um það að þetta væri búið, að hún væri farinn að eignast vinkonur hérna, en svo reyndist ekki vera, sú var tíðinn að síminn þagnaði ekki hérna heima því alltaf var verið að hringja í hana og biðja hana að leika, eða þá að hún var að hringja í einhverjar og biðja þær að leika, en í dag er staðan sú að hér hringir aldrei neinn og hún er búin að gefast upp á því að hringja í þær stelpur sem hún reyndi að kynnast hér því enginn þeirra getur nokkru sinni leikið.

Ætli niðurstaðan verði ekki sú að við þraukum þetta fram að jólum og síðan ekki meir, þetta fer að verða fínt.

Adios elskurnar. 


Jæja þá er elsti unginn minn floginn úr hreiðrinu eina ferðina enn.

Og hún flutti í gær. Ég kem nú örugglega til með að sakna þeirra mæðgna svona fyrst til að byrja með, því þrátt fyrir að okkur gekk nú ekkert sérstaklega vel að umgangast hvor aðra undir lokin þá elska ég hana af öllu mínu hjarta eins og hin börnin mín.

En það er bara alltaf svo erfitt að fá fullorðinn einstakling aftur inná sitt heimili þegar hún er búin að lifa sínu lífi í x mörg ár og búin að búa til sínar eigin reglur þá er oft mjög erfitt að fara hlíta reglum mömmu gömlu, hitt er svo annað að ég myndi gera það nákvæmlega sama aftur og taka þær inná mitt heimili ef sú staða kæmi upp aftur, sem ég reyndar vona að gerist ekki, enda eru hverfandi líkur á því þar sem hún fékk 100% öruggt húsnæði og getur verið þar svo lengi sem hún vill og vona ég þeirra mæðgna vegna að það verði sem lengst.

Gaurinn minn var fljótur að sætta sig við þessar breytingar þar sem hann sá í hendi sér að kannski gæti hann gist hjá henni af og til og þar af leiðandi ekki þurft að fara á fætur jafnsnemma og hann þarf hér heima þegar það er skóli, því hún býr rétt hjá hans skóla og er því enga stund að skokka þangað og ég mun leyfa honum að gista þar svo framarlega sem hann kemur sér í skólan á réttum tíma á morgnana.

Hin tvö eru líka orðin mjög sátt við þessa flutninga því þau sjá bæði kost í því að Birtan sé ekki að fikta í herb þeirra hehe.

Talandi um Birtuna þá er þessi elska algjör gullmoli.

Hún átti samtal við mömmu sína fyrsta morguninn eftir að kettlingarnir komu í heiminn og það fór svona fram.

Ohhhh Mamma þeir eru svo sætir, já þeir eru það svarar mamman þá gellur í ungu konuni, þeir eru algjörir gullsteinar hehehe.

Sama kvöld var ég með slátur að borða og þá seigir hún. Sylvía ertu að borða uppáhaldsmatinn þinn, allir verða fljótir til svars og seigja, já þetta er uppáhaldsmaturinn hennar ( hún borðar ekki slátur ) en til þess að fá Birtu til að borða það þá var henni sagt það að þetta væri uppáhaldsmaturinn hennar Sylvíu. hehe

Í gærmorgun var mamma hennar að fá sér morgunmat og þar sem hún elskar slátur þá fékk hún sér það og þá seigjir Birtan, Mamma ertu að fá þér uppáhaldsmatinn hennar Sylvíu hehe.

Og einmitt í gærmorgun líka þá tókum við okkur til og tókum herb Sylvíu í gegn þar sem okkur hafði staðið til boða að kaupa hátt rúm með skrifborði og skúffum undir svo það var tekið sig til og setja nýja rúmið hennar saman, Birta fylgist með af mjög miklum áhuga og seigjir við mig.

Amma má ég eiga rúmið þegar ég er 5, ég svara já auðvitað máttu það, þá seigjir hún, en veistu amma ég er sko 5 núna hehe, hún verður 3ja ára í jan næstkomandi.

í sama skipti þá fer ég inn í mitt herb og er að setja hreint á sængina hennar Sylvíu þegar Birta kallar...... Amma hvar ertu og henni er svarað, Amma er inní sínu herb og er spurð í leiðini ætlar þú að fara til hennar, þá svara mín kokhraust.................Nei ég er að fara til mömmu hennar Sylvíu hahahaha. Þá var ég ekki amman í þessu tilfelli

Kannski þurfið þið að vera á staðnum til þess að geta hlegið af þessu en öll þessi gullkorn sem hnjóta útúr barninu er óborganleg.  

Knús Heart


Hvað er ást í hugum ungra barna. Alveg þessi virði að lesa, því þetta er svo satt.

Gefðu þér 3 mín. til að lesa þetta.  Það er alveg þess virði. Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 - 8 ára börnum, "Hvað þýðir Ást?"

Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði. Hvað finnst þér?:  




'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebekka 8 ára



'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy - 4 ára



'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl - 5 ára


'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy - 6 ára


Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri - 4 ára


'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny - 7 ára



'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily - 8 ára



'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'  
Bobby - 7 ára (Vaá!)

'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka - 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
 


'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle - 7 ára  



'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy - 6 ára

'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy - 8 ára



'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'  
Clare - 6 ára


'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára



'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'  
Chris - 7 ára


'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann - 4 ára  


'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren - 4 ára


'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen - 7 ára


'Þú ættir ekki að segja "Ég elska þig" nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft.  Fólk gleymir.'
Jessica - 8 ára


Og að lokum:

4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.


Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"


Þetta þekki ég af eigin raun.

Ég hef stundum keypt mér kaffi sem ég kalla nammikaffi og sem betur fer hafði ég fylgst með verðinu í dágóðan tíma kostaði það mig 347 kr og jú ég lét það eftir mér annað slagið, einn góðan veðurdag ætla ég að kaupa þetta kaffi og viti menn, það kostaði bara litlar 647kr  takk fyrir, ég var fljót að snúa frá og sleppti því að sjálfsögðu að kaupa það, en í gær sá ég að búið var að lækka það niður í 414 kr, verslunin hefur sjálfsagt séð það ekki yrði mikið verslað af þessu kaffi á rúmar 600 kr.
mbl.is Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband