Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fyrsta nóttin afstaðinn.

Hjá títluni minni og gekk hún ljómandi vel, ég stóðst nú ekki freistinguna og hringdi í foringjan áðan til að forvitnast og jú þetta gengur allt eins og í sögu hjá minni konu, svo ég bað bara um að skila kveðju til hennar.

Það varð nú ekki endasleppt með það að koma henni á réttan stað í gærkvöldi, við lögðum hér galvaskar af stað um 19.30 því ég var ekki viss hvar þetta væri og viti menn það tók mig rúman hálftíma að finna staðinn sem annars hefði átt að taka mig 5 mín að keyra hehe og ég sem er borin og barnfæddur Akureyringur. Enn mér til málsbóta þá get ég sagt það að ég sé nákvæmlega bara ekkert í myrkri og alltaf keyrði ég framhjá afleggjaranum sem ég átti að beygja upp, þannig að eftir mína fjórðu ferð framhjá honum hringdi ég í foringjan í annað sinn og þá loksins komst ég á leiðarenda, ég get samt hjúkkað mig yfir því að við vorum þrír bílarnir sem ekki rötuðum á réttan stað, þannig að ég var nú ekki ein um þessa vitleysu.

Annars er mín bara búin að sitja og sauma í Jólakort og ég verð bara að viðurkenna að ég er þrælmontinn af þeim, því þetta er í fyrsta skipti sem ég geri svona lagað.

En svona í lokinn þá ætla ég að sýna ykkur hvernig sumarfríið 2009.

vacances2009

Knús á ykkur dúllurnar mínarHeart


Títlan mín á leið í útilegu og það er Nóvember

Mér finnst þetta svolítið skrýtið að yngsta barnið mitt sé að fara í útilegu og það í nóvember. Já eða ekki kannski alveg útilegu í tjaldi, heldur er hún að fara með skátunum uppí Fálkafell í kvöld og verður þar frammá hádegi á Sunnudag og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer svona í burtu þar sem ég þekki ekki mjög mikið til, hins vegar treysti ég þeim foringjum 100% sem þarna verða með í för og er ég sannfærð um það að þetta verður ótrúlega gaman hjá þeim.

Hún er í skátahóp með henni Evu Lind ( dóttir Ringarans ) og þær virðast vera að ná afsakplega vel saman og finnst mér það alveg frábært og vona ég bara að áframhald verði á því.

Annars er mín bara búin að vera í Jólaskapi í dag og dreif ég mig í því að þrífa fleiri glugga og setja upp fleiri Jólaljós og Jólagardínur og þrátt fyrir að vera Jólabarn dauðans þá ætla ég að vera hógvær í ár og notast við Jólakúlur með ljósum í og eitthvað svona einfalt til þess að setja í gluggana hjá mér, því þeir eru allir svo skelfilegar stórir gluggarnir að ég þyrfti að fjárfesta í nýjum seríum í alla glugga ef ég ætlaði að notast við þær og ég bara hreinlega nenni því ekki þar sem ég hef ekki hugmynd um hvar ég muni búa Jólinn 2009 og verð kannski með miklu minni glugga en hér þannig að ég valdi þessa einföldu og þægilegu lausn.

Ég á nú reyndar eftir að setja í 4 glugga í viðbót, en það gerist nú bara á næstu dögum því ég nenni ekki meir í bili.

Adios my darlingsHeart

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ..


Þessi elska á um sárt að binda

og sökum þess ætla ég að setja þennan link  http://edda-kind.blog.is/blog/edda-kind/ hérna inn í þeirri von að sem flestir lesi bloggið hennar.

Þessi unga fallega stelpa hefur staðið fyrir því að láta Dóttir minni líða sem allra best í sínum nýja skóla sem er Lundarskóli og svo stendur þessi elska frammi fyrir því að vera sjálf lögð í einelti af einhverjum strákgemlingum í bekknum hennar.

Ég verð svo ofsalega REIР þegar ég les um einelti og ekki bara reið heldur virkilega sorgmædd, og alltaf stend ég sjálfa mig að því að spyrja.....Hvers vegna eru sum börn svona miskunarlaus, hvers vegna geta börn ekki látið önnur börn í friði. Er það vegna þess að þessum börnum líður sjálfum svo ílla að þau þurfa að láta sína vanlíðan bitna á öðrum, ég held það svei mér þá að svo sé.

Annars er ég bara nokkuð góð á því sko, ég reyni að láta allt krepputal fram hjá mér fara eins mikið og ég get, því það er nákvæmlega ekkert sem ég get gert til að bjarga íslandi því miður, ég finn það að ef ég les of mikið af fréttum um ástandið þá fæ ég kvíðahnút í maga og hausinn fer á fullt, því ég virkilega finn til með því fólki sem kannski er að missa bæði vinnu og húsnæði útaf þessu rugli.

Knús á ykkur elskurnar mínar.Heart


Hellingur af góðum hlutum að gerast

Og það besta er það að dóttir mín er loksins komin með íbúð, þannig að hættan minnkaði verulega á einhverju alvarlegu inná þessu heimili hehe, þvi eins og gefur að skilja þá getur oft verið býsna erfitt að flytja inná foreldri sitt aftur eftir að hafa búið sem sjálfstæður einstaklingur í slatta mörg ár, hér þarf að lúta ákveðnum reglum og gera hlutina eins og mamma vill hafa þá og þá getur oft verið ansi erfitt fyrir sjálfstæðan einstakling að standa undir því.

En málið er semsagt það að hún var búin að vera á biðlista í rétt tæp 2 ár þegar röðin kom loks að henni í dag, þannig að mín er að flytja að heiman í annað sinn á ævinni hehe, við erum alveg rosalega sáttar báðar tvær við þessi endalok á okkar búskap, því þrátt fyrir að vera afskaplega nánar og góðar vinkonur þá vitum við báðar að þetta er best fyrir alla aðila.

Ég hef reyndar ekki þorað að seigja kút frá þessu ennþá því ég veit að hann tekur því mjög ílla að stóra systir fari nú að flytja því hann sér ekki sólina fyrir henni og hún ekki fyrir honum.

Gaurinn minn varð ílla ósáttur þegar ég sagði honum þetta í dag, fannst þetta bara hreinasta rugl af henni að vera flytja þetta frá okkur, því hann vill helst vera með systir sinni 24/7, enda semur þeim alveg lygilega vel þrátt fyrir 8 ára aldursmun.

Títlan veit reyndar ekkert ennþá, en þar sem þær hafa aldrei náð svona innilegri tengingu sín á milli þá held ég að hún verði bara nokkuð sátt við þetta. 

Sjálfri finnst mér þetta pínu svona óraunverulegt að hún sé að fara frá mér í annað sinn, en ég veit vel að það er löngu tímabært að sleppa af henni hendinni þannig að hún fari að lifa sjálfstæðu lífi en ekki lífi þar sem mamma er alltaf að skipta sér af öllu.

En er það ekki alltaf svoleiðis með okkur mömmurnar, viljum við ekki alltaf reyna að leiðbeina þessum börnum okkar á sem besta hugsanlega mátan, þrátt fyrir að okkar leið sé ekki endilega rétta leiðinn fyrir börnin okkar, þó við viljum nú oftast meina að svo sé.

Dagsetning er ekki komin alveg á hreint en það verður alla vega ekki langt í þetta, þannig að hún mun halda sín jól með sínu barni og barnsföður eins og þau gerðu í fyrra því ekki vilja þau stiggja hvorki þessa ömmuna né hina, þannig að þau tóku þá ákvörðun að halda jólin saman aftur og ekki mun ég setja neitt útá það frekar en í fyrra.

Svo hér er bara næstum því allt eins og best verður á kosið mitt í þessari kreppudr.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart

 


Jæja þá er þessi helgi liðin

Og var hún bara afskaplega ljúf, eins og ég gat um, um dagin þá fór kútur í afmæli á Laugardagskv og þótti honum það nú ekki amalegt, kom heim alveg rosalega sáttur sem er náttúrulega bara FRÁBÆRT.

Annars er verið að vinna í því núna að taka af honum tvenns konar lyf og gengur það svona lala, fyrra lyfið var tekið af honum á föstudagsmorgun og hitt lyfið er verið að minnka við hann smátt og smátt, eða þannig að fyrri taflan datt niður og nú fær hann bara þær 2 seinni til að getað sofið, ég finn svosem ekki mikið fyrir þessu skaplega séð, hins vegar á kallanginn MJÖG erfitt með að sofna á kvöldin, hann hefur ekki sofnað fyrren hálf 12, eða 12 á miðnætti sem er náttúrulega alltof seint fyrir hann, þar sem hann er svo vakin kl 6.45 á morgnana og nú um helgina var hann að vakna svona um 7, hálf 8 þannig að mér finnst hann engan vegin fá nóg svefn, plús það að hann er að vakna líka einu sinni til tvisvar á nóttu.

En ég er að vonast til þess að þetta lagist nú, því ef svo verður ekki þá vandast málið heldur betur eftir tæpar 2 vikur þegar ég á að taka alveg af honum þetta lyf sem hjálpar honum að sofa.

En það er bara um að gera að halda í bjartsýnina og vona það besta. Ástæða þess að verið sé að reyna þetta er sú að lyfinn sem hann hefur verið á undanfarin ár eru þyngdaraukandi og vonir eru bundir við það að hann fari kannski að léttast og það er svo sannarlega mín von að svo verði, því ekki veitir þessari elsku af því að leggja af.

Pssssst..........( ekki seigja neinum ) Svo tók ég mig til að þreif nokkra glugga hjá mér og setti upp jólaljós, já því það eru að koma Jól og þar sem skammdegið er ÖMURLEGT  þá ákvað ég að vera bara snemma í því í ár og skella upp nokkrum ljósum.

En þetta höfum við nú bara okkar á milli, ekki satt.Wink Vandamálið með mig er það að ég hreinlega elska Jólinn og þá sérstaklega ljósinn, þau einhvern veginn færa mér yl og hjartahlýju og meðan að svo er mun ég hafa þau eins lengi uppi og mig langar.

Nú svo erum við farnar að hittast 5 hressar kellur ( gellur ) einu sinni í viku til þess að föndra Jólakortinn saman og það er alveg frábærlega gaman og vitið þið hvað, að á meðan því stendur er hlustað á Jólalög. Bara næs, enda gellurnar allar meiriháttar hressar.

Asta ala vista babys. 


Nú hef ég lesið nánast allt það

sem komið hefur á prenti frá Tryggva og ég seigji það satt, að það hefur ef ég man það rétt allt staðist sem hann hefur sagt, ég myndi eindregið mæla með Tryggva sem næsta seðlabankastjóra því hann veit hvað hann syngur.

 

BURT MEÐ SPILLINGALIÐIÐ.


mbl.is Tryggvi Þór: Lítið samband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér fer að bresta á eitt kraftaverkið enn.

Kúturinn minn er að fara í sitt fyrsta afmæli í dag hjá skólabróðir sínum og fer hann ALEINN og veislan verður frá kl 18.00 til 22.00. Vá hvað þetta er skrýtið. Barnið mitt sem átti best heima á einhverju sambýli útí Norge er bara að þroskast og verða unglingur.

Mér finnst þetta frábært en er samt kvíðin á það hvernig gangi að fara í afmæli hjá strák þar sem allir sem þar mæta eru á einn eða annan hátt ekki eins of flestir aðrir en samt allir svo yndislegir.

Kúturinn er búin að bíða eftir þessum degi í mjög langan tíma, bíða eftir því að loksins sé honum boðið í afmæli alveg einum. Aldrei nokkrun tíman var honum boðið í afmæli útí, alltaf var hann skilinn útundan og ég held satt að seigja að hann hafi lokið sig meira af fyrir vikið, því hann er ekki vitlausari en það að hann sá alltaf hvað var í gangi en aldrei kvartaði þessi elska svo mikið sem einu sinni.

 Það sem ég gerði fyrir hann í staðinn þegar svona koma uppá úti, þá yfirleitt fór ég eitthvað með hann td í bio eða út að borða, yfirleitt eitthvað gert til þess að bæta honum þennan missir.

Ég sé það alltaf betur og betur hversu rétt það var af mér að taka þá ákvörðun að flytja heim til Íslands aftur því að ég efast um að hann hefði nokkurn tíma fengið þá hjálp þar eins og hann er að fá hérna heima.

Barnið mitt sem átti sér engrar viðreisnar von af þvi er talið var er farinn að gera hluti sem engan dreymdi um fyrir einu ári síðan. Þegar ég horfi til framtíðar þá eigi ég von. Von fyrir barnið mitt sem kannski getur að einhverju leyti hjálpað sér sjálfur, von sem ég átti ekki snefill af fyrir ári síðan.

Guð hvað það er gott, svo gott að hérna er einhver sem ekki stendur á sama um barnið mitt, einhver sem leggur sig fram um að hjálpa barninu mínu að verða sjálfstæður einstaklingur í framtíðinni.

Æji vitið þig hvað. Lífð er yndislegt, sér í lagi þegar maður fær séð hvað við höfum það gott. Mín trú er sú að okkur er öllum ætlað eitthvað verk hér á jörðu og mitt verk er að koma mínum börnum til manns sama hvað og tel ég mig hafa unnið ágætisverk fram að þessu.

Auðvitað hef ég þurft hjálp eins og fyrir kútin og mér verið kennt ýmislegt, en er það ekki af hinu góða að maður sé alltaf að læra eitthvað nýtt.

Okkur væri ekki treyst fyrir þessum dásamlegum einstaklingum sem við eignumst ef við værum ekki frambærileg til þess.

Ég er bara eitthvað svo glöð og sátt við lífið og tilveruna og finn það í hjarta mér að þetta mun allt fara vel. Hvort sem er heldur útí þjóðfélaginu eða innan veggja á mínu heimili.

Knús á ykkur elskurnar mínar inní frábæra og góða helgiHeart

 

 

BURT MEÐ SPILLINGALIÐIÐ.


Kútur kom til mín

frammí í eldhús settist við borðið og spyr mig........Mamma hvænar fæ ég eiginlega ipod, og ég svara ég veit það ekki elskan langar þig svona mikið í ipod. Minn svarar. Já sko Þóranna á ipod, Árni á ipod og Sylvía á  á ipod ( sem er reyndar ekki rétt því hún fær einn gamlan lánaðan hjá bróðir sínum af og til.

Svo heldur minn áfram og seigjir....... Ætli það verði ekki bara hundurinn og kötturinn sem fá næst ipod.Mamma þetta er bara ekki sanngjarnt, sem er alveg satt, en í stað þess að kaupa handa honum ipod mun hann líka fá einn lánaðan af og til.

Allra best fannst mér þetta með hundinn og köttinn hehe.

Birtan mín var á leiðini í morgun að keyra frænda sinn í skólan og var mamma hennar bílstjórinn, þegar hún allt í einu byrjar að vola afturí uhuhuhuHUUUU og seigjir í þvílíka vælutóni, mig langar ekki í skólan uuuhhhhuuuuhhh mig langar ekki í skólan. Þá seigjir Árni við hana... Svona svona Birta mín þú ert ekki að fara í skólan, mamma er bara að keyra mig í skólan.... Þá svarar mín kokhraust...... Ég veit, ég er bara að hrema eftir ÁRNA  hahahahahahahahaha.

Ég tek það fram að þessi snillingur er bara rétt að verða 3ja ára og það besta við þetta er að gaurinn var EKKI einu sinni að væla um það að nenna ekki í skólan.

Mamma hennar kom frá USA  í fyrradag og að sjálfsögðu var keypt eitthvað smáræðis af fötum á skvísuna og þar á meðal eru 3 grænar peysur, svo í morgun þegar mamma hennar er að klæða hana og ætllar sér að setja hana í eina af grænu peysunum þá gellur í minni...... NEI NEI ekki græna peysu, ekki græna peysu, Villi má eiga grænar peysur. hahahaha. Mín með sjálfstæðar skoðanir á sínum fatnaði.

Á þriðjudag þegar ég sótti hana á leikskólan og við komum síðan hérna heim, þá byrjar Sylvía eitthvað í því að stríða henni og ég seigji við Sylvíu, farðu nú og gerðu lexurnar þínar og láttu Birtu í friði, þá öskrar mín á frænku sína.......Sylvía viltu koma þér í leggings strax hahahaha, þetta átti semsagt að vera lexur.

Ég hef af einhverjum ástæðum haldið í þetta orð lexur í staðinn fyrir heimanám alveg frá því í Norge.

Annars datt mér nú bara svona í hug að setja þetta hérna inn þegar ég fór að hugsa um þessa smávægilegu hluti sem okkur er svo tamt að gleyma en einmitt gleðja mann svo mikið og þegar ég hugsa til baka þá man maður ýmislegt fyndið sem börnin manns hafa látið útúr sér við hinar og þessar aðstæður og sumar þeirra mis góðar. En þær sögur koma kannski seinna.

Knús á ykkur öll elskurnar inní góða helgiHeart


Ljós í myrkri.

heartcandle

Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Við þyrftum nú strax að hvetja alla til að byrja á því sem kallað er -Ljós í myrkri-. Í fyrstu væri einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja til nágrannanns.

Þetta er í raun byrjun á ljósaskreytingu aðventunnar en væntanlega meir með hvítum ljósum sem síður eru tengd sjálfum jólunum. Stígandi væri í þessu sem byrjaði á kertaljósi í glugga og endar í fallegum velupplýstum gluggum í byrjun aðventu.

Látið þetta berast.

 Tekið af síðuni hjá Guðrúni jyderupdrottingu.

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.........

 


Jæja þá er fjórða og síðasta fundi þessarar viku lokið

Hann gekk í sjálfu sér ágætlega og kennarinn hennar er alveg yndisleg og öll að vilja gerð að hjálpa til, ég held hins vegar að hún kannski líti þetta ekki jafn alvarlegum augum og ég geri.

Nú er ég búin að liggja yfir síðuni sem hún Auður var svo yndisleg að setja link inná fyirr mig og það fer ekkert á milli mála samkvæmt þessari síðu að þetta er það sem ég kalla þögult einelti og það er alveg á hreinu að ef þetta kemst ekki í lag sem allra fyrst þá mun ég biðja um flutning fyrir hana aftur í gamla skólan hennar, ég læt hvorki bjóða henni né mér uppá það að þetta sé eitthvað lítilvægilegt sem ekki þurfa að taka á.

Í morgun heyrði ég eina þá sorglegustu sögu sem ég hef heyrt af einelti.

Þannig er að lítill 9 ára drengur er í skóla útá landi og þar er kennarinn hans að leggja hann í þvílíkt einelti að það er skelfilegt.

Hún kallar hann sauðheimskan, þorskaheftan, fífil og þar frameftir götunum, hún hefur rekið hann úr tímum til þess að hlaupa 2 hringi í kringum skólan einfaldlega vegna þess að hann er svo rólegur og tekur hann smá tíma að koma sér að verki.

Ég varð svo BRJÁLUÐ þegar mér var sagt þetta í morgun að ef ég hefði verið í viðkomandi bæjarfélagi þá hefði ég spólað úti viðkomandi skóla og hraunað við þennan kennara.

Mér varð hreinlega íllt og fékk gubbuna uppí háls og gæsabólur frá toppi til táar og reiðin varð þvílík að tárin meira að seigja streymdu fram.

Hvers lags manneskja leggur það á sig að mennta sig til kennara og getur svo leyft sér að koma svona fram við saklausa einstaklinga.

Þetta er bara hreinasti VIÐBJÓÐUR  og ég er FOXÍLL.Devil

Annars bara góð elskurnarHeart

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband