Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Einn góður svona í morgunsárið hehe

Kona kom með kornabarn til læknis í skoðun."Hann er svolítið of léttur",sagði læknirinn,er hann á pela eða brjósti? Brjósti sagði konan. Láttu mig sjá brjóstin,sagði læknirinn. Hún fór úr að ofan og hann strauk og hnoðaði brjóstin á henni góða stund, og sagði svo:Það er engin mjólk í brjóstunum á þér.
Ég veit,sagði konan,ég er amma hans, en ég er fegin að ég skyldi koma.

Litla títlan

er þannig úr garði gerð að hún er ekki von að kvarta þegar gengið er yfir hana en í gærkvöldi sprakk á minni og jós hún úr skálum reiðar sinnar sökum einhvers gutta í hennar skóla sem búin er að vera gera henni lífið leitt undanfarnar vikur og mánuði.

Það sem þessi drengur er ekki búin að láta útúr sér við hana er varla prenthæft en ég ætla samt að láta það flakka.

Hann byrjar á því eftir að hafa verið boðið hér í afmæli til hennar að tilkynna henni það að bróðir hennar sé þroskaheftur og ógeðslega feitur og lét dæluna ganga áfram,svo bætti hann um betur og tjáði henni það að hin bróðir hennar væri ógeðslegur hommi.

Svo fór drengurinn að bæta um enn betur og kallaði hana alskynsónefnum eins og tussa,ógeð,lessa,gleraugnaglámur,ljót og ég veit ekki hvað og hvað,ræfilsdruslan mín búin að láta þetta yfir sig ganga í óratíma og ekkert sagt fyrren í gærkvöldi.

Þannig að ég fór með minni í skólan í morgun og talaði þar við kennaran hennar sem síðan kallaði á viðkomandi dreng og lét hann standa fyrir máli sínu og ég get svarið fyrir það að annan eins hrokagikk hef ég sjaldan eða aldrei hitt hvað þá heldur á níunda eða tíunda ári,hann byrjaði á því að ljúga uppí opið geðið á okkur en varð svo á þau mistök að tala af sér þannig að hið sanna kom í ljós og hann neyddist til að biðja títluna mína afsökunar á sinni hegðun í hennar garð og já ég seigji neyddist því að í mínum huga lá engin meining á bak við þá afsökun.

Ég bara á svo erfitt með að skilja hegðun svona barna,eitthvað hlýtur að var að hjá þeim einstaklingum sem láta svona við önnur börn,en ég bara spyr hvaðan kemur þessi mannvonska.

Ég verð svo ofsalega sár og reið þegar ráðist er á minni máttar og skiptir þá ekki máli hvort það séu mín börn eða annara,vandamálið finnst mér liggja svo djúpt og svo víða að það er eins og engin geti tekið á því almennilega,í mínum huga er þetta einelti og ekkert annað.

Í fyrsta skólanum sem börnin mín voru í í norge var sett á laggirnar verkefni sem kallað var zero og allir krakkarnir í skólanum fengu boli með zero áletrun og ef upp kom einelti í skólanum voru allir látnir mæta í bolunum í skólan dagin eftir til þess að minna á hvert verkefni zero væri en það var einmitt til þess að uppræta einelti í þessum skóla.

Ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem báðir mínir guttar og einn annar til höfðu verið lagðir í einelti eftir að þetta verkefni hófst að þá tók aðstoðarskólastjóri sig til og labbaði í allar stofur skólans og tilkynnti að á morgun skildu allir mæta í sínum Zero bolum og ef því yrði ekki hlýtt þyrfti viðkomandi að labba heim til sín og sækja bolinn sama hversu langt hann byggi frá skóla og ég tek það fram að þetta var sveitaskóli sem þjónaði býsna stóru svæði.

Viti menn daginn eftir mættu 2 án bols og máttu gjöra svo vel að labba heim og sækja sína boli sem þeir og gerðu,en eftir þennan dag datt allt einelti niður og ekki bar meira á því þann tíma sem börnin mín sóttu þennan skóla.

En því miður var ekki hægt að leyfa þeim að halda áfram í þessum skóla eftir að við keyptum okkur hús hinu megin á eyjuni og taldi kommunan of langt fyrir þau að sækja skólan svona langt,sem að mörgu leyti var alveg rétt,en ef ég hefði vitað útí hvað við værum að fara með því að flytja þá hefði ég alveg örugglega látið það ógert og haldið mig á þeim slóðum sem ég fór á í upphafi.

Ég veit ekki hvort eitthvað svona verkefni sé í gangi í skólum þess lands en ef svo er ekki,væri þá ekki reynandi eitthvað svona kerfi og sjá til hvernig tækist,ég held að það myndi alla vega ekki skaða einn eða neinn. 

 


Einn til

 

Kona fann Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.

Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig

andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.

Andinn svaraði: " Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra

launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get

ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? "

Án þess að hika sagði konan : " Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu

þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað."

Andinn leit á kortið og hrópaði : " VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig

manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir

miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! " " Ég held að þetta sé

ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. "

Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: " Okey, ég hef aldrei

getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur,

finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur

við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr.

Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! "

Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : " Láttu mig sjá þetta fjandans kort "


Smá brandara stuð á minni.

Karlmenn!

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?"

"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.


Fékk þessa fallegu

sögu senda í maili frá minni elskulegu systir stínu og langaði að deila henni með ykkur öllum.

  Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna
  á blað.
  Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
  Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn
  og skrifa það fyrir neðan nafnið.

  Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem
  fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði
  saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.

  Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir.
  Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem
  bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
  Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu
  máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á
  milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur.
  Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.

  Lífið hélt áfram.
  Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn
  ákvað að vera viðstaddur jarðarförina.
  Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði
  verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana.
  Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni
  svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var
  það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem
  kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að
  gera þetta, því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli"
  sagði móðir Magnúsar.

  Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði
  fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta
  var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn
  heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og
  svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu
  uppátæki.

  Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því
  að lífið endar einn góðan veðurdag.
  Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.
  Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað
  þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér.
  Gerðu það oft áður en það verður of seint.
  Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram.
  Ef þú gerir það ekki þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera
  eitthvað gott fyrir þá sem eru þér mikilvægir.
  Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir
  vænt um þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur.
  Sendu þetta áfram.
  Sýndu að þér er annt um vini þína.
  Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir.
  Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum.
  Vona að dagurinn verði þér góður og sérstakur því þú skiptir miklu
  máli!


Snöggur að hugsa þessi

Fékk þennan sendan og finnst hann þrælgóður.Tounge

 

Ungur maður var ráðin í byggingardeild BYKO í Garðabæ, það var regla hjá þeim í byggingardeildinni að gera at í nýjum starfsmönnum , senda þá einhverja vitleysu eða panta út í hött. Svo var það seinni part fyrstu vikunnar sem hann var í starfinu að það er hringt og hann svarar. Það er byggingardeildin úr Rvík. sem er á línunni.

 

Heyrðu vinur við erum í vandræðum , það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvistagöt og þau eru uppseld hjá okkur , viltu drífa þig niður á lagerin og finna fyrir mig 200 stykki af kvistagötum og senda það í snatri til okkar.

 

Strákurinn sem var skýr og fljótur að hugsa ,sagði að bragði, því miður þau eru uppseld hjá okkur líka .

 

Ha ! Hvernig stendur á því ??? Áttu virkilega engin kvistagöt til strákur !!!

 

Nei því miður ég er nýbúin að selja öll sem við áttum til .

 

Hvað ertu að segja! og hver keypti þau ??

 

Nú það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhestum .

 

Það þarf ekki að taka fram að það var ekki reynt að gera at í þessum dreng aftur.


Var að lesa frétt

á mbl þar sem talað er um að blogg geti hjálpað til við að losna við þunglyndi og þar er vitnað í Jens og þetta er bara alveg rétt bæði hjá Jens og þeim sem stóðu að þessari könnun.

Þegar ég byrjaði að blogga þá gerði ég það til þess einmitt að losa mig við þær hugsanir sem hrjá mig hverju sinni,mitt blogg snýst að mestu leyti um kútinn minn 10 ára sem á við hin ýmsu vandamál að etja og gaurinn minn að verða 15 ára sem er samkynhneigður og svo hið daglega líf.

Ég stend mig samt æði oft að því að vanda orðaval mitt vel og vandlega því að sjálfsögðu leynast hér í bloggheimum svartir sauðir eins og annar staðar,oft er það eitt og annað sem mig langar að blogga um hér en sé mér ekki fært að tjá mig almennilega sökum einmitt þessara svörtu sauða.

En í grunninn finnst mér þetta mjög góður vettvangur einmitt til þess að tjá mig um þau mál sem allir mega vita og nýti ég mér það eins vel og ég get.

Hér hef ég eignast fullt af yndislegum bloggvinum sem öll eru frábær og er ég þakklát fyrir það.

Ævinlega tek ég blogghring einu sinni á dag en er kanski ekki alveg jafndugleg að kvitta hjá þeim öllum en þau vita það þá núna að ég kíki reglulega.

Eigið góðan dag elskurnar öll sem eitt. 


Fór í viðtal

hjá geðlækni kúts í dag og þar var ákveðið að breyta eða öllu heldur auka eitt af lyfjunum hans og sjá hvernig það kemur út,þetta er aðallega gert til þess að hann nái kanski að halda meiri jafnvægi allan daginn en ekki verða uppstökkur og ílla fyrir kallaður seinnipartinn eins og nú er.

Það er svona eins og þungt ský liggi yfir mér í augnablikinu sérstaklega útaf aukini lyfjagjöf það er svona eins og við séum að fara 2 skref áfram og 1 afturábak,því mér er svo ílla við að auka við hann skammtin,en málið er náttúrulega fyrst og fremst það að honum líði vel og nái kanski einhverjum árangri á félagslega sviðinu eftir að heim er komið og að hann geti tekist á við dagin eftir að skóla lýkur.

Alltaf er hann jafnduglegur í ræktini þessi elska,hann púlar og púlar í einn og hálfan tíma 3svar í viku,við skelltum honum á vigtina í dag eftir rækt en hún var ekki jákvæð Cryingþví miður og það er bara heljarinar sjokk fyrir mig,hann sem betur fer að þessu leyti skilur ekki þessar tölur en það geri ég hins vegar og mér leið eins og hnífur hefði verið rekin í gegnum hjarta mitt þegar ég sá að hann hafði farið 900gr upp aftur þrátt fyrir breytt mataræði og mikla hreyfingu,það endar með því að ég heimta alsherjar skoðun á hann í eitt skipti fyrir öll,þetta er bara alls ekki gott.

Akkúrat í augnablikinu er ég í neikvæðniskasti og líður hálfpartinn eins og ég vilji gefast upp en þar sem ég veit að það er EKKI lausnin þá GEFST ÉG EKKI UPP.

Þetta verður bara stundum svo skelfilega yfirþyrmandi allt saman og þá einmitt á neilvæðnispúkinn svo auðvelt með að pota sér fram,en ég veit að góðir hlutir gerast hægt og ég verð bara að halda í þá trú að svoleiðis er það líka núna.

Svo undarlegt sem það hljómar þá finnst mér MIKLU verra ef ílla gengur hjá honum heldur en mér og eflaust er eitthvað rangt við það en svona er það bara,er það ekki alltaf þannig að maður ber hag barna sinn fyrst og fremst fyrir brjósti,ég held það.

Jæja best að fara rífa sig af þið vitið og gera grænmetisböku í kvöldmatinn.

 


Biðin á enda

og ekkert að kellu,var að tala við læknirinn og allt kom flott út hjá minni JIBBÍ og hann telur að blóðþrýstingurinn sé bara svona lágur í mér og ekkert við því að gera og það er líka allt í lagi meðan ég finn lítið fyrir því,nú er það bara rófubeinið en það hlýtur að gróa fljótlega,svo ætlar hann að senda beiðni til meltingasérfræðings og þá verður maginn skoðaður,gott mál.Wink

 


Fínn dagur að kveldi kominn

skelltum okkur inní Hrafnagil ég til að hitta vinkonu mína og restinn í sund á meðan,ég er svo heppin að þessi vinkona mín er að læra næringarfræði svoleiðis að það var ekki talað um neitt annað en hitaeiningar,prótein og kolvetni hahaha,en það er reyndar mjög gaman að fræðast um þessi efni sérstaklega í ljósi þess að maður er að breyta um lífsstíl.

Eftir að heim var komið bauð ég pabba,mömmu, elstu dóttir minni, fyrrverandi tengdasonur og  dóttirdóttir í kaffi og með því semsagt afrakstur bakstur gærdagsins,reyndar mættu fleiri á svæðið en það voru frænka mín og hennar maður,bara gaman af því,ég og börnin mín brugðum á leik hérna á gólfinu og það var mikið hlegið minnti mig á gömlu daga þegar ég átti þessi tvö eldri og var ein með þau þá var oft brugðið á leik og við gátum fíflast alveg endalaust þannig að þetta var mjög gaman.

Í kvöldmat hafði ég svo mexíkanska súpu með kjúkling alveg hrikalega matarmikil súpa og góð líka meira að seigja öll börnin mín borðuðu hana líka með bestu lyst,svo nú er bara setið á meltuni og bullað á blogginuWink.

Eigið gott kvöld elskurnar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband