Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Mánudagur, 17. mars 2008
Hvað er hægt
að fá við síþreytu,ég er orðin svo þreytt á því að vera þreytt endalaust,ég er búin að prófa allan fjanda til þess að lifna við af einhverju heilsudæmi en ekkert virkar,ég vill bara helst sofa en get samt ekki sofið,þannig að ég veit bara ekki hvað er til ráða,ppppllllllíííííísssss vill einhver gefa mér ráð.
Annars er allt gott að frétta allir komnir í páskafrí og börnin mín slappa af.Gaurinn minn verður 15 ára á morgun en heldur að hann sé 18 en eftir miklar samræður sem við áttum saman á laugardag þá fór hann loksins að skilja mitt viðhorf um það að vilja ekki skilja hann eftir einan heima meðan ég fer í borg óttans,hann elskan sendi mér eitt það fallegasta sms sem ég hef fengið og baðst fyrirgefningar á því að valda mér stundum áhyggjum,hann má eiga það þessi elska að við náum yfirleitt alltaf að tala saman um það sem okkur liggur á hjarta.
Annars get ég svosem ekki kvartað af þessum 2 börnum mínum sem eru að skríða í fullorðinsárinn,eða dóttir mín er orðinn fullorðinn að verða 23ja ára og hann 15 á morgun,þau hafa í flestum tilfellum getað leitað til mín og ég í flestum tilfellum líka getað gefið þeim ráð,hvorugt þeirra reykir og elsta mín hringdi í mig að verða 16 ára gömull og spurði mig hvort hún mætti smakka bjór og ég hugsa að mörg börn hefðu nú ekki haft fyrir því að spyrja um þetta þar sem hún var hérna fyrir norðan í heimsókn en ég á skaganum á þeim tíma.
Gaurinn minn er ekki heldur byrjaður að reykja,en ég veit hins vegar að hann hefur smakkað það og ég er alltaf jafn ósátt með það,það er ekki í eðli mínu að rífast og skammast endalaust við börnin mín ef ég kemst hjá því,en að sjálfsögðu kemur það fyrir eins hjá öllum öðrum,ég hef hins vegar reynt að leiða þeim það báðum fyrir sjónir skaðsemi áfengis,tóbaks og eiturlyfja og ég held að mér hafi bara tekist nokkuð vel upp í þeim efnum,vissulega vill maður alltaf geta gert betur og varið börnin sín fyrir öllu því slæma sem heimurinn hefur uppá að bjóða sum staðar, en með því að svo gæti orðið þyrfti ég ábyggilega að hlekkja þau við rúmstökkinn fram að þrítugu og það gengur víst ekki.
Æji þessar hugleiðingar mínar hér í dag eru mest megnis vegna samræðna sem ég átti við gaurinn á laugardaginn og ég er alltaf að reyna fara þennan mjóa meðalveg í því að vera mamman og í því að vera vinur barna minna líka,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 17. mars 2008
Æji kallanginn
Trúlofunarhringur út í bláinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 16. mars 2008
50 E Töflur
Handtekinn með 50 e-töflur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 16. mars 2008
Af hverju hlusta börnin
ekki á mann,þegar maður veit betur eða alla vega þykist vita betur.Tvö af mínum börnum standa í hártogunum við mig þessa dagana,gaurinn vegna þess að við erum að fara suður yfir páskana og hann vill vera einn heima sem kemur bara alls ekki til greina,ég hafði íbúðarskipti við eina sem ég er búin að þekkja í hátt í 15 ár og gaurinn þekkir hana jafnvel og ég og hann er svo lifandis skelfing ósáttur við það að það hálfa væri nóg,hann vill verða fullorðin og það strax í gær takk fyrir.
Ég reyni hvað ég get að tala við hann og leiða honum fyrir sjónir að málið sé miklu stærra en það að ég treysti honum ekki enda er það ekki málið heldur það að þegar (vinir) vita að hann er einn heima gæti myndast hópþrýstingur og hann fengin til þess að halda party + það að hann er bara rétt að skríða í það að verða 15 ára gamall og er bara alltof ungur til þess að vera einn heima og þar með er ég talinn LEIÐINLEGASTA MAMMA sem uppi hefur verið á þessari jörð.
Litla títlan mín fór í fjallið í gær og ekkert nema gott um það að seigja,hún er alveg ótrúleg,er þetta í annað skiptið sem hún fer á skíði og það er eins og við manninn mælt hún bara kann það,allt sem kemur henni áfram kann hún á það er laveg sama um hvað ræðir,hún settist á hjól að verða 4ra ára og mín bara hjólaði burtu,hún skellti skautum á fæturnar að verða 7 ára og skautaði í burtu og svona gæti ég endalaust haldið áfram,jæja alla vega skellti mín sér á skíði í gær og var hún útbúin eins og best verður á kosið,í hlýjum fötum innst sem yst,með hjálm og skíðagleraugu,en þegar líða tók á daginn fór minni að verða kalt en gaf sig samt ekki alveg strax eða ekki fyrren hún var orðin helblá á höndunum nánast,þá loksins hringdi hún heim háskælandi og vildi láta sækja sig,það var brunað uppí fjall og þegar þangað var komið þá blasti við manni leiðindasjón,þarna stóð þessi ræfill háskælandi ennþá í skíðunum og náði þeim ekki af sér útaf kulda í höndum,en verst var að þarna var fullt af fólki og engum þeirra datt í hug að svo mikið sem að stoppa hjá títluni og athuga hvort þau gætu eitthvað aðstoðað hana.
Ég tek það fram að hún var að sjálfsögðu ekki á ábyrgð þessa fólks heldur er hún á minni ábyrgð og ég sendi hana eins og ég seigji eins vel útbúna og kostur var á og var hún líka með gsm til þess einmitt að geta hringt ef eitthvað kæmi uppá,hins vegar velti ég því fyrir mér hvar nánungakærleikurinn sé og af hverju fólk getur ekki gefið sér kanski 1 mínutu til þess að stoppa og athuga hvort þau gætu kanski eitthvað gert fyrir barnið,þessum ræfli var svo kalt að hún komst ekki hjálparlaust úr skíðunum,en kanski er þetta bara tilætlunarsemi í mér,ég alla vega get ekki labbað framhjá barni sem ég sé eitt einhvers staðar hágrátandi án þess alla vega að spyrja hvort það sé eitthvað sem ég geti gert til þess að hjálpa því barni.
En sem betur fer tekur það ekki 5 mínutur að keyra uppí fjall heiman að frá mér þannig að skjót voru viðbrögðin og henni hlýnaði fljótt..
Eigið góðan sunnudag elskurnar allir sem einn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 15. mars 2008
Elsku barnið
vonandi að hún hafi ekki slasast alvarlega elskan litla,langar að senda henni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og vona að hún nái sér sem fyrst.
Kíkti í þessa stórglæsilegu verslun hjá RL í morgun og er þetta ábyggilega flottasta verslunin hjá þeim á öllu landinu og örugglega þó lengra væri leitað,óska eiganda sem og öllui starfsfólki til hamingju með þessa glæsilegu verslun.
Fjögurra ára stúlka féll niður rúllustiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14. mars 2008
Hvað er að
og það tók manninn 2 ár að fá hana af klósettinu og þá með hjálp,mér er spurn hvort þeirra er veikara á geði hann eða hún.Það er spurning.
Það er alla vega alveg á hreinu að bæði þurfa þau á hjálp að halda.
Greri föst við klósettsetuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 14. mars 2008
Löngu tímabært
Þetta hefur alla tíð verið til háborinnar skammar að tengja skuli laun maka við þessar fáu krónur sem öryrkjar eru að fá í sinn vasa,mér sýnist að Jóhanna sé að standa við margt af því sem hún var búin að lofa og er hún að gera góða hluti.
Tenging tryggingabóta við tekjur maka afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Ljósið í myrkrinu
Ég var á fundi í morgun í skóla kúts og það var ekkert nema jákvætt sem kom útúr því,meira að seigja búið að taka ákvörðun um það að hann verður alla vega fram að næstu áramótum þar sem eru FRÁBÆRAR fréttir það er nefnilega alls ekki sjálfgefið að hann fái að ganga í þennan skóla en þar sem að hann er að taka þvílíkum framförum á hinum ýmsu sviðum og vinna milli heimili og skóla gengur alveg meiriháttar vel að þá var tekin sú ákvörðun að áfram skildi haldið á sömu braut næsta vetur,en eins og ég seigji alla vega fram að áramótum og svo er aftur tekin ákvörðun þá.
Ég fékk alveg hellings hrós fyrir það hversu vel ég hef tekið á öllum málum sem upp hafa komið og hversu hratt ég færi í það að finna úrbætur fyrir kútin þegar þess þyrfti og er ég bara mjög ánægð með það.
Ég er alveg sannfærð um það að ef allir skólar tækju upp þá stefnu sem þessi skóli hefur þá væri lífið mikið auðveldara bæði fyrir barn og foreldra,hins vegar geri ég mér líka grein fyrir því að þess gefst kanski ekki kostur í öllum skólum,en ég held bara ef ríkið og sveitarfélög tækju sig saman þá væri hægt að vinna miklu betur með öllum þeim börnum sem á því þurfa að halda,en að sjálfsögðu þurfa foreldrar að leggja hart að sér líka til að svo mætti verða.
Þennan tíma sem kútur hefur verið í þessum skóla hef ég þurft að leggja á mig heljarinar vinnu og læra fullt af nýjum aðferðum enn þær eru líka allar að skila sér í dag bæði hér inná heimilnu og útá við,einfaldir hlutir sem mér fannst engu máli skipta en sé í dag að þessir litlu hlutir skipta bara öllu máli til langs tíma litið og ekki nóg með það þá er þetta að nýtast fyrir hin börnin mín líka.
Ég gæti endalaust dásamað þennan skóla og starfsfólk hans því ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri sem kút er gefið.
Þessa elska tók þátt í teiknimynda samkeppni í gær og lenti þar í 6 sæti sem er bara ÆÐISLEGT því þegar við komum frá norge voru fínhreyfingar hans algjörlega í mínus og aldrei hefði hvarflað að mér að þessi elska ætti eftir að taka þátt í teiknimyndakeppni að rúmum 6 mánuðum liðnum í þessum skóla,en jú takk fyrir, það gerði hann og nú geta allir bæjarbúar séð hans listaverk í glugga pennans eymundsson hérna á Akureyri því verkin eru máluð á rúðurnar sjálfar,geri aðrir betur.
Þetta er sko ekki allt því að á morgun koma til með að hanga upp einar 3 myndir eftir þessa elsku í sömu verslun,þetta er bara alveg hreint ótrúlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Beinar þýðingar hahaha
Já, íslenskan er skemmtilegt mál!!
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því. 3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök. 4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum. 5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð. 6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum. 7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka. 8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi. 9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn. 10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni. 11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann. 12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið! 13. In a green bang = Í grænum hvelli 14. I springteach him = Ég vorkenni honum 15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra 16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá 17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók? 18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup 19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð 20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru 21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef 22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé 23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið. 24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki dýrara en ég keypti það 25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til skógar |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Svolítið nasty
Lögfræðingur einn hafði keypt sér glænýjan BMW og gat ekki beði eftir að sýna félögum sínum gripinn. Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir utan skrifstofuna sína kemur trukkur á fullri ferð og rífur hurðina af bílnum, lögfræðingurinn stekkur út og öskrar, NEEEIIIII! Hann vissi að sama hversu góður viðgerðar maður reyndi að gera við hann þá myndi hann aldrei verða jafn góður aftur. Loks kom löggan og lögfæðingurinn hljóp að henni og öskraði HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF BMWinum MÍNUM!! "Þú ert lögfræðingur er það ekki" sagði löggan, "jú hvernig vissir þú það" svaraði lögfræðingurinn, "ja það er nú bara það að þið lögfræðingar eruð svo uppteknir af veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara um peninga og eignir, ég þori að veðja að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig vinstri hendina,lögfræðingurinn leit á hliðina á sér og öskraði, "NEEEEII! ROLEX ÚRIÐ MITT!" |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
30 dagar til jóla
Af mbl.is
Erlent
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
- Óþekktir drónar sáust yfir breskum herflugvöllum
- Rabbíni fannst myrtur
- Yfir 40 billjónir til þróunarríkja á ári
- Skotinn til bana eftir skothríð við sendiráð Ísrael
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum