Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Hahaha ég mátti til með að stela þessum
Sturla litli.
Sturla litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar. " Sturla minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?" "Enginn", svarar Sturla. "Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan? "Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Sturla
Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir Sturla litli upp hendi. "Já Sturla " "Má ég spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega" segir kennslukonan. "Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Sturla Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað" "Neeiiii" segir Sturla litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Mig finnur til í hjartanu
af samúð með allri fjölskylduni og það er ekki með nokkru móti hægt að ímynda sér hvernig lífið hefur verið hjá þeim öllum,eiginkonu finn ég líka til með ef satt reynist að hún hafi ekki haft hugmynd um allt það sem gengið hefur á í kjallara heimilis þeirra,þá er hún orðin fórnalamb geðsjúks manns,sem kanski hefur haldið henni í heljargreipum öll þessi ár,hver veit.
Það vantar ekki að ýmislegt hefur flogið í gegnum huga manns síðan þessar hryllilegu fréttir byrjuðu að berast hingað til lands,það eina sem er alveg ljóst er það að mannhelvítið er sekur um að eyðileggja líf 8 manneskja og þá er óátalið öll þau börn sem hann og kona hans eiga saman og maður spyr sig hvernig er hægt að vera svona grimmur maður trúir því varla að þetta geti gerst en það er kanski vegna þess að aldrei myndi manni detta þvílíkt og annað eins til hugar og þessari vessælu mannskepnu datt til hugar að gera við sitt nánasta fólk.
Mín ósk er sú að hann fái mjög harða refsingu og það miklu harðari en lögin í austurríki seigja til um,ég vona það af öllu mínu hjarta að þeir nái að sanna það að hann hafi myrt þessa ungu stúlku fyrir mörgum árum síðan og eins það að vonandi verði hægt að sanna á hann morð á barninu sem hann brenndi.
Endurfundir Fritzl-barnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Gleði gleði gleði,gleði um allan bæ.
Eldri borgarar fá frítt viagra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Vissi ekki hvað á mig stóð veðrið
sat hér í mestu makindum að ganga 6 í morgun að kíkja blogghring þegar ég fer að heyra sírenuvæl einhvers staðar útí bæ og það sem flaug um huga minn var....oh ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt sem kom svo í ljós að svo væri ekki,heldur voru þetta einhverjir krakkar að keyra um á alla vega 2 traktorum hvort þau voru að dimmitera veit ég ekki þau keyrðu hérna götuna sem ég bý við með þvílíkum látum að ég hálfvorkenndi þeim sem ennþá sváfu því ég er nokkuð vissum það að allir vöknuðu við lætin og sírenuvælið.
Þetta minnti mig óþæginlega á dvöl mín í norge því ár hvert nánar tiltekið 17 mai var keyrt um allan bæinn frá kl 4 að nóttu og fram eftir morgni einmitt með þessum látum og það er ekki þæginlegt að vakna upp við öskur,sírenuvæl og flaut,eiginlega bara ömurlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Fyrir 19 árum síðan
kynntist ung kona ungum manni,manni sem var múslimi og þar sem þessi kona þekkti ekkert til múslima þá kolféll hún fyrir hans fagurgala og trúði engu slæmu uppá þennan mann,þau hófu samband mjög snemma sem fljótlega varð að hjónabandi, lék allt í lukkunar velstandi,hann bauð henni út til marokko í heilan mánuð ásamt vinkonu hennar og hennar kærasta sem líka var frá marokko.
Í upphafi gekk allt vel það var millilent á spáni og farið þar á hótel og síðar um kvöldið var kíkt á barin og fengið sér í glas og allt í sómanum með það,svo er farið uppá hótel og allir í góðu skapi,unga konan veit ekki fyrren hún fær þetta rokna kjaftshögg frá eiginmanninum og hefur ekki hugmynd um af hverju,hún spyr manninn hvað í óskopunum sé að og svarið sem hún fékk var.....Það horfði á þig karlmaður,konuni bregður mjög því ekki gat hún stjórnað því hvert aðrir menn horfðu hvað þá heldur hvort einhver hefði horft á hana yfir höfuð.
Þetta er semsagt upphafið af sífelldum barsmíðum sem yfir stóðu í 9 mán þá loksins komst konan undan manninum og flutti aldrei til hans meir,þetta gekk svo langt að konan hafði ekki leyfi til þess að ganga með sólgleraugu því þá gæti hugsast að hún gæti gjóað augum sínum á aðra menn,hann hótaði henni með hnífum og gekk þetta svo langt að hún varð að fá fylgd heim til sín og láta gista hjá sér til þess að sleppa við barsmíðar.
Hún kærði manninn til lögreglu en því miður var lítið sem ekkert gert einfaldlega vegna þess að þeir töldu að vandinn lægi fyrst og fermst í áfengisneyslu konunar en ekki hjá manninum því hann drakk ekki,hins vega drakk konan til þess að flýja þann ömurlega raunveruleika sem hún bjó við,það endaði með þvi að konan varð að flytja í annan landshluta til þess að fá frið,en það gekk ekki betur en svo að hann flutti á eftir henni og ástandið gekk svo langt að hún svaf með hníf undir koddanum sínum til þess að verjast honum ef hann skildi brjótast inn til hennar að nóttu.
Hann gekk svo langt í því að reyna stjórna lífi hennar að hann fékk leigt í næstu blokk við hana eingöngu til þess að sitja fyrir henni og fylgjast með henni innum stofugluggan svo var hringt og hann taldi upp það sem hún væri að gera og hvers vegna hinn eða þessi væri í heimsókn.
Konuni til happs þá var hann kærður fyrir stórfelldan þjófnað í fyrirtæki sem hann vann hjá og endaði það á þvi að hann varð að fara úr landi og veit hún ekki til þess að hann hafi nokkurn tíman fengið að koma hingað til lands aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Frábær hugmynd hjá Gróu
og er ég þegar búin að panta 1 stykki hjá henni Ásdísi bloggvinkonu minni ef ég man rétt,þetta er sko pottþétt máefni sem vert er að styrkja það er alveg á hreinu.
Ég tek ofan fyrir þessari frábæru konu og öllum þeim sem að þessu standa.
Varalitir seldir til styrktar Krabbameinsfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Ekki er þetta nú til þess
Fjölga kúlunum í lottóvélinni úr 38 í 40 í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Snilldarband þarna á ferð
Baggalútur með nýja skífu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Ekki minnist ég þess að hafa
Skrýtnar kenndir á meðgöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Þar sem svo mikið er af hryllingi í heiminum í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins