Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Skildu olíufélögunum detta til hugar

að lækka verðið, nee ætli það, þeir hljóta nú að finna einhverja ástæðu fyrir því að þurfa ekki að lækka hjá sér þessir mafíósar, ætli þeir haldi ekki bara áfram að hækka.
mbl.is Olíuverð lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti einn og hálfur sólarhringur

hefur einkennst af miklu kvíða og miklu stressi.Þannig var að á miðvikudagskvöldið fékk ég mjög svo sorglegt símtal frá manneskju sem er mér mjög nákomin og hún sagði mér alveg skelfilegar fréttir sem ég ætla reyndar ekki að tíunda hér í bili þær eru of alvarlegar til þess.

Hins vegar togast á í mér margar tilfinningar t.d.  mjög mikil sorg,mjög mikil reiði og mikil spenna.

Sorg yfir því hversu heimurinn er orðinn vondur og að þarna skuli vera einstaklingar sem allir eru mér kærir og þurfa að lenda í hringiðuni án þess að hafa nokkuð af sér gert.

Reiðin herjar á mig sökum þess að ég er að horfa á fólk drepa sig í rólegheitum úr eiturlyfjaneyslu og þá er ég ekki bara að tala um 1 eða 2 einstaklinga.Allt eru þetta einstaklingar sem eru hið besta fólk en svo bankar fíkniefnadjöfullinn uppá og þar með er draumurinn búin,fólk fer að gera alls kyns vitleysu sem það annars myndi aldrei láta sér detta til hugar.

Ég HATA þennan DJÖFUL, DJÖFUL sem er að eyðileggja heilu fjölskyldurnar og allt er þetta að gerast í kringum mig, það eru ekki mörg árinn síðan ég vissi hvorki um haus né sporð um þetta líf,ég þekki einn fíkill en honum sem betur fer kynntist ég ekki fyrren hann var hættur neyslu en ég hins vegar sé hvernig sú neysla fór með hausinn á viðkomandi og það er ekki skemmtileg sjón,komið hefur fyrir að sá einstaklingur rati ekki heim til sín eða viti ekki sitt eigið símanúmer og þarna er ég ekki að vísa í eitt og eitt skipti ónei ekki aldeilis,viðkomandi hefur stundum ekki hugmynd um hvert hann sé að fara, í hvað átt hann eigi að beygja þrátt fyrir að hann hafi margsinnis keyrt á sama áfangastað.

Það sem mér gremst mest er það að krakkar í dag fá alla þá fræðslu sem hægt er að fá að ég tel en því miður virðist ekkert af þeirri fræðslu festast þeim í minni.

En hvað er það sem veldur því að börnin leiðast útí svona lagað miðað við alla þá fræðslu, það er spurning sem ég spyr mig býsna oft.

Liggur þetta í genum.

Eru það fjölskylduaðstæður.

Eða er þetta umhverfið.

Það veit Guð að ekki veit ég svarið við þessum spurningum því ef svo væri þá myndi ég svara þeim öllum, kannski spilar þetta allt saman og mér þykir það svona einna líklegast án þess þó að staðfesta nokkuð um það. 


Fékk símtal í gær

frá kennara gaursins og tjáði hún mér það að upp hefði komið sú saga að gaurinn hefði séðst vel fullur fyrir utan annan skóla hérna fyrir 2 vikum síðan en þá helgi vorum við stödd á Akranesi í brúðkaupi.

Hún hafði kallað hann afsíðis og spurt hvort hann væri byrjaður að smakka áfengi og minn svaraði því með jái, kom það henni virkilega á óvart að hann skildi viðurkenna það í fyrstu atrennu og ekki verið með neinar málalengingar í þeim efnum, hún spurði líka hvort að mamma vissi þetta og svaraði gaurinn með jái þar líka svo hún taldi ráðlegast að hringja í mig og spyrja hvort satt væri og þar sem ég veit það að hann sé byrjaður að smakka áfengi þá að sjáfsögðu sagði ég já líka.

Málið er það að hann hefur komið einu sinni fullur heim og þá varð mín ekki hrifinn, var þetta rætt fram og til baka og fékk hann refsingu sem ég taldi hæfilega og tók hann þeirri refsingu.

Hann hefur spurt mig marg oft hvort hann megi drekka og alltaf er sama svarið hjá mér.Nei ég vil ekki að þú drekkir því mér finnst þú of ungur, það er nægur tími til þess að drekka þegar þú ert orðin eldri,en áfram heldur hann að suða í mér, ég tel honum það þó til tekna að alltaf skal hann spyrja mig, meira að seigja hefur það komið fyrir að hann hringir í mig og heldur áfram að suða.....Mamma gerðu það má ég fá mér einn bjór,en þetta seigjir mér það að hann er ekki tilbúinn til þess að brjóta af sér eða fara á bak við mig í þessum efnum og þykir mér alveg ofsalega vænt um það að hann skuli spyrja mig leyfis þrátt fyrir að alltaf fái hann sama svarið frá mér.

Ég met það alveg óendanlega mikils að hann skuli þó spyrja mig og að hann skuli fara eftir því sem ég seigji í þessum máli.

Kannski er hann að taka stóru systir sína til fyrirmyndar því þegar hún smakkaði áfengi í fyrsta sinn þá að skríða í 17 ára mánuði síðar að þá hringir hún í mig til þess að biðja mig um leyfi hvort hún mætti smakka bjór og þar sem hún var að verða 17 ára og spurði mig um leyfi þá gaf ég henni leyfi til þess að drekka 4 bjóra alla helgina en þetta var um verslunarmannahelgi og veit ég það fyrir víst að hún hlýddi mér og alveg uppað 18 ára aldri spurði hún mig alltaf um leyfi en sem betur fer var það nú ekki oft.

Mér finnst skipta alveg óendanlega miklu máli að börnin manns geti leitað til manns því ef þau gera það ekki þá getum við ekki heldur ráðlagt þeim og rætt við þau um skaðsemi of mikilar drykkju eða annars sem um er að ræða í það og það skiptið.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband