Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Og það er að skella á Verslunarmannahelgi
með allri þeirri gleði eða ógleði, það togast á í mér hvort ég eigi að skella mér útúr bænum á Ellismell eða vera heima, hérna verður svosem nóg um að vera fyrir krakkana mína en ég veit ekki hvort ég sé að nenna að eltast við það allt saman til þess að hafa ofan af fyrir þeim eða hvort við ættum að renna okkur á eitthvert tjaldstæði og hafa það bara gott. Ég veit alveg að allt sem hægt verður að bjóða börnunum uppá hérna um helgina mun kosta hönd og fót svo það er alveg spurning um hvort eyða eigi í bensín eða gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin hérna heima en það kemur í ljós.
Annars var gærdagurinn mjög góður fyrir kútinn, það var byrjað á því að fara með hann út að borða og síðan í bío á myndina wally e (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað) og hafði hann virkilega gaman af því og var sáttur við þær gjafir sem hann er búin að fá en það eru 3 tölvuleikir og það fannst mínum ekki slæmt.
Nú er verið að leggja lokahönd á Ellismell, búið er að leggja meira rafm í hann og ég fékk lánaðan 15" tv skerm hjá gaurnum til þess að hafa í bílnum, hann var festur uppá vegg, búið er að setja í hann cd spilara og dvd líka þannig þetta er að verða bara eins og hús á hjólum með öllum huganslegum þægindum, ekki slæmt. Nú svo er fortjaldið komið norður og prófað verður að máta það við bílinn á eftir, en þó það passi ekki mun ég samt nota það því að á því eru 2 inngangar og hægt er að láta það standa frístandandi þannig að það þarf ekkert endilega að festast við bílinn, þannig að þetta er að verða meiriháttar.
Nú er bara spurning um hvað gert verður um helgina, gaurinn er að vísu að koma í helgarfrí þannig að hann verður heima og ef við förum eitthvað þá er ég búin að lána húsið með honum innanborðs þannig að það er allt í góðu.
Knús á ykkur elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Til hamingju með daginn elsku kúturinn minn
Þessi elska er 11 ára í dag en það má víst ekki nefna það við hann, ætli hann sé ekki eitt af fáu börnum sem ekki er hrifið af afmælisdögum. Málið með hann er að hann vill ekki eldast og er ég búin að berjast við þetta í nokkur ár, að reyna útskýra það fyrir honum að flest öll eldumst við og þykir það gaman alla vega upp að x ákveðnum aldri, enn nei ekki vill hann samþykkja það. Honum er meira að seigja sama þó enginn veisla sé bara svona yfirhöfuð en veislu fær hann víst það er alveg ljóst en ekki reyndar fyrren að fólk er hætt í ferðalögum.
Þetta er sjálfsagt eitt af þeim fáu sem ekki vill fá peninga í afmælisgjöf kominn á þennan aldur, í fyrra var það þannig að minn bara grét sárum tárum þegar veislugestir komu með pening í korti allir og það endaði á því að farið var með hann í BT og hann keypti sér 2 leiki fyrir aurinn.
Hann höndlar reyndar skelfilega ílla allan þennan gestagang sem hlýst af veislum og dregur sig yfirleitt í hlé uppí herb einn með sitt. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari elsku á hans stuttu ævi og ennþá er barist við eitt og annað í hans veikindum, eitt kannski lagast en þá kemur annað inn í staðinn, þetta á sérstaklega við um hans áráttuhegðun, nýjasta nýtt í þeim efnum er að ræskja sig gríðarlega hátt og mikið og alltaf á sama tíma sólarhrings (alla vega í flestum tilfellum) ekki það að hann líti á klukkuna og hugsi nú er tími til að ræskja ónei það er bara eins og þetta sé á timer inní hausnum á honum og svo er byrjað að ræskja sig og ræskja og það ekki með neinum smá hljóðum.
Ekki veit ég af hverju þetta gerist eða hvað það er sem veldur en þetta er alla vega með því hávaðasamasta sem hann hefur tekið uppá í sinni áráttuhegðun.
Engu að síður þá er þetta barn mitt svo yndislegt og ég tel mig heppna að hafa fengið að kynnast honum því hann hefur kennt mér svo ótalmargt í lífinu þessi elska,
Í dag verður gerður dagamunur fyrir hann, hann fær að velja hvort farið verður út að borða og svo í bio eða hvað mamma á að elda og svo í bio, þetta verður semsagt hans dagur í dag.
Elsku Villi minn innilega til hamingju með daginn þú veist að mamma elskar þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Yes þetta líst vel mér
Ráðhústorgið þökulagt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Hey kommon bara allt horfið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Smá Mánudags humor í minni hehe
Bjarni: Við fáum ömmu og afa í kvöldmatinn.
Siggi: En hvað þið eruð heppin, við fáum bara saltfisk.
El$ku pabbi: Vei$tu hver$ ég þarfnast me$t? Alveg rétt, þú vi$$ir það. $endu það $trax. Bið að heil$a.
Þinn el$kandi $onur $iggi.
Elsku Siggi. Ég get ekki NEItað því, að það var óNEItanlega skemmtilegt að fá seinasta bréfið þitt, alveg gNEIstandi af kímni. Ég vissi, að þú myndir ekki sNEIða hjá bröndurunum. Ég er vanur að ljúka bréfum með einhverjum hinna gömlu málshátta: NEYðin kennir naktri konu að spinna.
Þinn NEYðarlegi faðir. Einu sinni kom Jói rennandi blautur heim. Þegar hann kom inn spurði mamma hans Jóa: Af hverju ertu svona blautur Jói minn? Jói: Við vorum í hunda leik! Mamma Jóa: Og hvað? Jói: Og ég var ljósastaur.
Einu sinni kom Jói rennandi blautur heim. Þegar hann kom inn spurði mamma hans Jóa: Af hverju ertu svona blautur Jói minn? Jói: Við vorum í hunda leik! Mamma Jóa: Og hvað? Jói: Og ég var ljósastaur.
Bloggar | Breytt 29.7.2008 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Hahahahaha
Bara einn góður svona á mánudegi
Gary og Erika voru að klæða sig eftir einn snöggan í aftursætinu. "Ég biðst afsökunar," sagði Gary. "Ef ég hefði vitað að þú værir hrein mey þá hefði ég gefið mér meiri tíma." "Það er ekki allt eins og það verður best á kosið," svaraði hún, "ef ég hefði vitað að þú hefðir meiri tíma þá hefði ég farið úr nærbuxunum."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Pínu Mánudagsblogg
Mér var boðið í útskriftarveislu á laugardagskvöldið hjá einum vini mínum sem var að útskrifast sem málari og heppnaðist hún alveg ótrúlega vel, það var boðið uppá grilluð læri með öllu tilheyrandi og svo áfengi eins og hver gat í sig látið, þetta var meiriháttar gaman og ég þakka æðislega vel fyrir mig.
þegar líða tók á nóttina var tekin sú ákvörðun að skella sér á Vélsmiðjuna og þar var dansað þangað til að tónlistinn hætti, svo það voru þreyttir fætur sem komu sér heim seint og um síðir. Gærdagurinn fór svo í það að jafna sig í fótunum og eftir alla vökunóttina því ég er bara alls ekki vön að vaka svona langt frammá nótt, er yfirleitt kominn í bælið um ellefu leytið og meira að seigja líka í útilegum og fæ ég yfirleitt miklar skammir fyrir það frá títluni fyrir það að fara í rúmið kl 23 eins og ELDGAMLA fólkið eins og hún seigjir og minnir mig á það að ég sé nú ekki alveg svo gömul, enn ætli málið sé ekki það að enn eymi eftir af því þegar kútur svaf ekki nema örstutta stund í einu þannig að ég vandist á það að fara snemma í rúmið til þess að ná einhverjum svefni, ég hugsa það.
Nú á svo að fara að undirbúa Ellismell fyrir næstu ferð, það er verið að leggja meira rafm í græjuna til þess að ekki þurfi að vera með fjöltengla liggjandi um all gólf.Nú svo fer ég að fá fortjaldið á hann, enn ég er svo heppinn að fyrir einum 7 árum síðan keypti ég fortjald frá Þýskalandi sem gengur á flestar gerðir bíla og þegar ég flutti til norge þá seldi ég systir minni það enn hún hefur nánast aldrei notað það þannig að núna ætla ég að kaupa það af henni til baka og nota það við Ellismell, ekki slæmt.
það er hins vegar ekkert ákveðið hvert förinni er heitið, ég vill bara vera þar sem veðrið er gott þannig að ætli ég elti það ekki bara, ég alla vega elti ekki útihátíðar það er alveg á hreinu, helst vill ég vera þar sem fæstir eru alla vega þar sem minna er um fyllerí.
On til next
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 26. júlí 2008
Búið að liggja í útilegu alla vikuna
Það var skellt sér í Vaglaskóg á mánudag því tekinn var jómfrúarferð á honum Ellismell, en það er 28 ára gamall gullmoli sem ég skipti á og gömlum tjaldvagni sem ég átti og viti menn Ellismellur er alveg að skila sínu því annars hefði ég ekki nennt að vera svona lengi. Alveg merkilegt nokk að það virkar allt í honum sama hvað og það eina sem þurfti að gera fyrir brottför var að þrífa hann hágt og lágt og bera síðan út sinn farangur og mat og þá vorum við good to go, ekki slæmt.
Við semsagt komum heim í gær og búið er að liggja í garðinum síðan því það þarf víst að halda honum í horfinu þó að maður sé útilegusjúkur, þess vegna er fínt að rúlla í Vaglaskóg og getað komið heim með stuttum fyrirvar.
Kútur er bara mjög sáttur við það að ferðast í húsbíl að vísu þarf að taka eitt og annað með sem ekki telst til útilegu búnaðar en hvað með það ef hann er sáttur, hann meira að seigja fer út að leika sér og þá held ég bara að tilganginum sé náð, ekki satt.
Títlan að sjálfsögðu leikur við hvern sinn fingur og getur gösslast úti frá morgni til kvölds og erfitt er að fá hana inn að sofa, hún er aldrei í neinum vandræðum með að eignast nýja vini þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að henni leiðist.
Tíkinn hún Jenny kom að sjálfsögðu með okkur en Yrju var skilað til síns heima á þriðjudag því það er bara alltof mikið að hafa 2 hunda í svona ferðalag eða það finnst mér að minnsta kosti.
Nú er bara verið að undirbúa bílinn fyrir næstu ferð og hann sem hagkvæmastan fyrir alla.
Að öðru leyti er allt gott að frétta allir una sáttir við sitt og veðrið leikur loksins við okkur hérna á norðurlandi og eftir því sem mér skilst þá er spáinn áfram svonna góð og það er hið besta mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Jæja þá er búið að uppgötva uslan okkar
og var hann vel þeginn. Það var semsagt þannig að þegar við vorum fyrir sunnan þá ákváðum við að taka íbúðina í gegn sem við vorum með í láni. Án vitundar eigenda,(eigendur lánuðu okkur íbúðina en vissu ekki hvað við gerðum þar) það var málað eldhús og loft, gluggar lakkaðir sem og svalahurð, eldhúsinnrétting þrifinn að innan sem utan sem og allt í stofu. Skipt var um blöndunartæki inná baði og sett nýtt klósett og nýtt baðhengi og allt þrifið þar. Skipt var um stormjárn í gluggum og nýjar gardínur settar upp í öllum gluggum, svefnherbergið fékk líka smá yfirhalningu þar var þrifið, sett hreint á rúmið og skúrað sig út, allur þvottur þveginn, gluggar pússaðir að utan sem innan, allt puntudót sett í bað og þrifið. Skipt var ísskáp þar sem þau áttu annan nýjan útí bílskúr enn enginn gat borið hann með þeim upp. Bílskúrshurðinn var löguð og farnar voru fjórar ferðar í gámastöðina með eitt og annað úr íbúð og bílskúr svo þegar eigendur komu heim varð heldur betur á þeim upplit og vissu þau ekki hvað á þau stóð veðrið.
Enn þakklætið leyndi sér ekki þegar heyrt var í fólki í morgun og voru þau mjög ánægð með þær umbreytingar sem átt höfðu sér stað í þeirra hýbýlum. Málið er nefnilega það að þessi hjón hafa ekki heilsu sinnar vegna getað gert þessa hluti um langan tíma og langaði okkur þremur til þess að gleðja þau þegar heim væri komið úr því ferðalagi sem þau voru og sem betur fer þá þarf ég ekki að skipta um símannr eða flytja úr landi vegna þessa, þau hjón höfðu ekki eina einustu hugmynd um það hvað gekk á heima hjá þeim fyrren þau komu þangað í nótt
Þannig að nú er uslinn orðinn opinber og allir eru sáttir og ánægðir með sitt. Ekki slæmt að getað komið einhverjum svona á óvart, en það er reyndar ekki þar með sagt að allir myndu samþykkja svona yfirhalningu án þess að fá nokkru um það að ráða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Skelltum okkur í dagsferð
til hrísey í gær, ég, títlan og Birtan hennar ömmu sinnar, ég fékk pabba hennar Birtu til þess að skipta um hlutverk við mig þannig að ég kæmist með títluni svo hún gæti tekið þátt í söngvakeppninni þar. Elskan stóð sig eins og hetja á sviðinu og söng lystavel, þetta árið vann hún ekki en það er líka allt í lagi og hún var sátt við sitt og ég líka.
Það var mjög gaman að koma þarna í gær en hins vegar var ekki mikið af fólki þarna utan við heimamenn, kannski hefur fólk eitthvað verið hrætt við veðurspána eins og hún læt út fyrr í vikunni og farið eitthvað annað, hver veit, það var alla vega fínt að vera þarna þennan dagspart og koma sér svo heim.
Í dag rennur upp sá dagur sem ég hef beðið eftir síðan á þriðjudag, því í dag kemur í ljós hvort uslinn verði metinn eða ekki hehe, ég hef nú svosem enga trú á öðru en að þeir aðilar sem málið varða verði ánægðir með okkar verk, en á morgun mun ég láta ykkur vita hvað þetta var sem gert var.
knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu