Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Baka baka baka.
Í staðinn fyrir að skella mér í útilegu þá ákvað ég að skella mér í það að halda afmælisveislu fyrir kútin þar sem það er nú alveg að skríða í það að verða 2 vikur síðan elskan átti afmæli, svo að í morgun er búið að vera að standa í bakstri fyrir veisluna sem verður á laugardag, þetta verður nú enginn stórveisla enda á hann ekki marga vini þessi elska, þetta verða mest megnis ættingar og svo einhverjir 2 eða 3 vinir, bara fámennt og góðmennt.
Ég hef ekki brjóst í mér að sleppa því að halda veislu þó að honum sé alveg sama, málið er bara það að ég vill ekki að hann finni það hversu vinamörg systir hans er og það sé haldinn veisla fyrir hana en ekki hann, það er samt alveg mesta furða hversu sáttur hann er með sitt það er einhvern veginn svo auðvelt að gera honum til geðs, hann er bara einhvern veginn svo nægjusamur.
Annars er veðrið alveg yndislegt hérna norðan heiða, hægt er að hafa opið út allan daginn og mér finnst það bara meiriháttar, ég vildi óska þess að svona héldist veðrið lengi lengi í viðbót þar sem byrjuninn var ekki uppá marga fiska og sumarið kom seint hérna meginn á landinu.
Nú fer vinnutörninni að ljúka hjá gaurnum í sveitinni hjá pabba sínum og það sem þessi drengur hefur breyst vaxtarlega séð í sumar að það er með ólíkindum, gaurinn bara orðinn hevy massaður (eins og unglingarnir seigja ) og ekkert smá flottur, ég vona bara svo af öllu hjarta að þeir feðgar hafi náð að mynda einhver tengsl sín á milli og geti verið vinir líka ekki bara faðir og sonur, kannski er það vitleysa í mér en ég tel það nauðsynlegt að geta verið vinur barna minna samhliða því að vera vinur þeirra líka, ég vill að börnin mín geti leitað til mín með sín vandamál eða bara hvað sem er ef þau þurfa ráðleggingar með eitt eða annnað.
Ég alla vega tel mig mjög heppna með börnin mín að þeim finnist þau getað talað við mig um alla hluti, hluti sem kannksi ekki öll börn myndu ræða við foreldra sína, það er rætt um kynlíf, áfengisdrykkju og bara allt það sem við teljum skipta máli, mín skoðun er einfaldlega sú að ef börnin mín geta ekki talað við mig um þessa hluti þá er eitthvað að hjá mér, ég vill getað ráðlagt þeim eins og ég tel best, kannski er sú ráðlegging ekki alltaf sú besta að annara mati en hún er sú besta að mínu mati hverju sinni og það hefur þó leytt til þess að börnin mín treysta mér fyrir sínum málum og það er æðislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Útilegu fílingur og hjartatruflanir.
En þar sem ég er Vog þá get ég ómögulega ákveðið mig hvort maður eigi að skella sér í eina af síðustu ferðum sumarsins eða ekki.
Ég finn fyrir svo rosalegri þreytu þessa dagana að það er eiginlega hætt að vera fyndið, en ég er nú á leiðinni til læknis í næstu viku og láta kíkja á mig, er farinn að fá miður skemmtilegar hjartsláttar truflanir sem mér er ekki alveg að líka nógu vel við. Hjarta tuðran er er eitthvað farinn að slá óreglulega. Kannski er þetta ekkert en ætli það sé ekki betra að láta kíkja á sig.
Ég hef fundið fyrir þessu af og til í nokkur ár en aldrei gert neitt í því vegna þess að það var svo lítið en nú gerist þetta mörgum sinnum á dag og hefur verið undanfarna daga þannig að það er betra að láta kíkja á sig ekki satt.
Annars er svosem búið að vera nóg að gera hérna heim, maður er nánast búin með Jólahreingerninguna snemma í ár, reyndar geri ég aldrei hreint fyrir Jólinn í þeim skilningum maður er alltaf þrífandi hvort sem er, hvort sem það eru gluggar, veggir eða loft og allt hitt er þrifið reglulega.
Kútur minn er kominn með mikið kvíðakast útaf skólabyrjun þannig að nú er sofnað mjög seint á kvöldinn og vaknað fyrir allar aldir, það eru farnar að hrjá hann hinir ýmsu sjúkdómar að eigin sögn til dæmis, asmi, hjartverkir (eins og mamman þó hann viti ekki um mína verki) lungnabólga, nú svo er hann að brotna á höndum og fótum á hverjum degi, en svona er þetta á hverju ári og búið að vera síðan hann byrjaði í skóla á sínum tíma, nú er þessi elska að fara í sjötta bekk og guð hvað mér finnst það skrýtið, þessi litli (stóri ) kútur orðinn 11 ára og er reyndar alls ekki sáttur við það að eldast og það má alls ekki ræða það heldur en ekki hef ég hugmynd af hverju hann lætur svona.
but my darlings on til next
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Veiðiferð og þrif.
þar sem aukabarn er á heimilinu þessa dagana er reynt að hafa eitt og annað fyrir stafni með henni, (ekki það að ég geri aldrei neitt með börnunum mínum). Í gær var skellt sér í að veiða aftur og títlan náði þeim stærsta sem veiðst hefur í sumar á þessu heimili og það get ég svarið að hún brosti hringinn meira að seigja aftur fyrir eyru svo montinn var hún af aflanum sínum.
Svo búið að standa í stórhreingerningum í dag, eldhúsið tekið hágt og lágt og baðherbergið líka, nú eru leigusalar mínir að fara að setja húsið á sölu þannig að þau drifu sig í því að tæma háaloftið svo nú er meira pláss fyrir mitt geymsludót því nú þarf ég að fara að setja slatta af dóti uppá loft því elsta dóttir mín er að hugsa um að flytja heim með í smátíma með Birtuna sína ( og mína ), hún er nefnilega að fara í skóla í vetur að læra fatahönnun og vinna líka þannig að hún þarf hjálp til þess að allt nái að ganga upp hjá þeim mæðgum og þetta er mitt framlag til þess að svo geti orðið.
Ég kem til með að passa Birtuna svo mamman geti lært í friði og ró og þá er líka bara jafngott að þær búi hjá okkur á meðan, því þá getur hún einbeitt sér að náminu sínu.
Þessi elska er algjör snillingur í höndunum og hefur saumað marga kjóla á sjálfa sig sem eru hreinasta snilld þannig að það er um að gera fyrir hana að læra það sem vel liggur fyrir henni.
Ég ætla að prófa að setja inn myndir að nokkrum kjólum sem hún hefur saumað og mig langar rosalega til þess að heyra hvað ykkur finnst um þá. Uppröðuninn er kannski ekki alveg uppá það besta hjá mé, en þið sjáið vonandi hvað kjól er hvað og svo ég monti mig nú aðeins meira að þá er modelið hún sjálf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Þessi hundur og Fiskidagurinn mikli.
Við eigum alveg snilldarhund stundum að ég held, við tókum hana með okkur á Fiskidaginn mikla í gær og jújú það gekk mjög vel, hún var stillt og góð, þóttist aðeins ætla að urra á hina litlu hundana en þegar mætt var þeim stórum þá var bara pissað niðurúr af hræðslu hehe.
Það var virkilega gaman að kíkja þarna í gær, í fyrra var farið líka en þá treystum við ekki okkur útúr bílnum með kút því að félagslega séð var hann virkilega ílla staddur á þeim tíma en í gær var allt annað að fara með hann, hann rölti með okkur útum allt á bryggjuni en var nú samt ekki tilbúinn til þess að smakka of mikið af því sem í boði var, það var stoppað í rúma 2 tíma en þá fannst öllum þetta vera orðið fínt. Leiðin lá eftir það niður á Hjalteyri það sem átti að fá sér kaffi og kannski kökur en verðið var sko ekki að bjóða uppá neitt svol, það var eingöngu í boði kaffihlaðborð og fannst mér það full dýrt fyrir mína pyngju heilar 1500kr á mann á fullorðinn og 750kr fyrir barn, það var ekki einu sinni hægt að kaupa sér eina kökusneið, bara hlaðborð eða ekki neitt og mér fannst nú fullmikið að borga fyrir einhverja glás sem enginn myndi síðan hafa lyst á nema krakkarnir því þau borðuðu ekkert á Dalvík.
Síðan var ákveðið að skella sér á bryggjuna á Hjalteyri og veiða og jú það fékkst einn þrosktittur sem tíkin var svo lifandis skelfing hrædd við að það var tærasta snilld að horfa á hana hoppa og skoppa í 3ja metra radíus frá tittinum og leika einhverja ofurhetja með urri og gelti hahahahahahaha. Hún er svo mikil gunga að það er ekki fyndið stundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Taka 2 í bloggfærslu.
Byrjaði að blogga hér í gær en sökum mikils gestagangs og litlum skvísum að fara í tölvuna þá var allt x hjá mér og ég nennti ekki að byrja uppá nýtt.
Það var rennt í hlað á Miðvikudagskv eftir 9 klst ferðalag úr borg óttans, reyndar var stoppað í eina 2 tíma af þessum 9 uppá skaga og annars staðar á leiðinni en samt sem áður var ég orðinn nett pirruð á Ellismell fyrir það hversu hægt hann kemst yfir.Ok ok ég veit að ég brýt engar hraðatakmarkanir á honum en kommon að keyra á milli Rvk og Ak á 60 til 70 km hraða er aðeins of lengi fyrir mig, best fannst mér þegar einn vinur okkar sagði, hey þið vitið svo af myndavélunum á leiðinni hahahahaha enda klikkaðist ég úr hlátri og sagði við hann að ég kæmist ekki einu sinni uppí 90 þó ég vildi.
En þessi elska skilaði okkur heilum heim og það er fyrir mestu.
Í allan gærdag var svo gestagangur hérna frá kl 9 til kl 23 í gærkvöldi allir vildu fá nánari ferðasögu af þessum svaðilförum sem lent var í.
Ellismellur er svo að leggja í annað ferðalag í dag en ekki með þessa fjölskyldu innanborðs heldur vinahjón sem fá hann lánaðan til þess að fara með guttana sína á fótboltamót á Sauðarkrók og það er búið að kenna þeim á gripinn frá a til z þannig að þetta á allt að ganga vel.
Það var tekið með sér aukabarn sem verður hjá mér í einhvern tíma og er það bara fínt hún er dugleg að vera með títluni og mikið hefur verið brallað hjá þeim 2 síðan hún kom.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Smá örblogg áður en ég verð batteríslaus útá víðavangi
því Ellismellur bilaði á leið okkar til Rvk en sem betur fer er hinn helmingurinn flínkur að gera við og ferðast ævinlega með öll sín verkfæri með sér, hjúkk.
Við semsagt urðum vör við ægileg læti á keyrslu og það var stoppað með það sama og þá kom í ljós að afturdekkið hægra meginn var á góðri leið með að fara undan bílnum þá hrökk í sundur öxull en ekkert brotnaði sem er víst skrýtið eftir því sem mér er sagt, en hvað veit ég svosem.
Annars bara gengur fyrir að gera við ræfillinn og halda för sinni síðan áfram ekki satt.
En nú er talvan alveg að verða batteríslaus þannig að best er að hætta í bili.
On til nest my sweethearts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Pungur pungur eða bara netpungur hehe.
Þetta er tærasta snilld er á keyrslu milli húsafells og Borgarnes og hangi á netinu, bara snilld, ég er semsagt í útilegu í Húsafelli og hefur það verið fínt, ég reyndar missti af fjörinu (eða ófjörinu ) í nótt enda farinn að sofa fyrir alla aldir þar sem nóttin á undan var ekki svo góð. Ég nefnilega hafði það af að detta í stiganum heima þegar ég var að skúra á fimmtudag en ekki hvarflaði að mér að fara til læknis þrátt fyrir að var draghölt, en í gær lét ég nú kíkja á mig og þá kom í ljós slæm tognun í liðbandi á hægra hné, en maður lætur það nú ekki stoppa sig.
Það er búið að vera alveg þrælfínt að vera hérna, við plöntuðum Ellismell rétt við flugvöllinn sem er hérna og það hafa ekki verið neinn læti hér í fólki, hér er allt komið í ró um miðnætti og enginn sem raskar því, bara fínt.
Nú er bara legið inní bíl og bloggað og svo á bara að kíkja á sjónvarpið og hafa það kósy, á morgun er svo tekinn stefnan á borgina og stoppa þar í 2 daga en svo verður haldið heim á leið.
Anna mín og Huld voru að biðja um mynd af Ellismell svo nú ætla ég að reyna koma henni hérna inn.
Hann er svona fjarskafallegur enn ekkert meira en það, en málið er að hann kemur manni frá A til Ö og hann skilar því sem hann á skila og þá er ég sátt.
Hafið það gott elskurnar þangað til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir