Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Þriðjudagur, 30. september 2008
PIRR PIRR PIRR OG ARG
Af hverju getur fólk ekki hlustað þegar við það er talað, af hverju er ekki hægt að fara eftir ráðleggingum þegar maður veit betur og hefur reynslu af einhverju. Ég þoli það ekki, maður bissat við að reyna að kenna einhverjum eitthvað, eða viðkomandi leitar eftir ráðleggingum og svo eru þær bara svo gjörsamlega hunsaðar að það hálfa væri miklu meir enn hellingur.
Kannski læt ég þetta pirra mig svona svakalega vegna þess að ég hef verið í þessum sporum sjálf og hef rembst við það undan farinn ár að falla ekki í sama farið aftur svo horfi ég uppá einstakling velja NÁKVÆMLEGA sömu spor og ég gekk, ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKI.
Þessa stundina langar mig að taka þennan einstakling og henda honum í ruslið ( nei ekki kannski alveg) en svona næstum því.
Annars er ég bara nokkuð góð sko, svona að flestu leyti, krakkarnir mínir orðnir hressir og fyrsti snjórinn féll hérna í morgun eða öllu heldur slydda en svo seinni partinn koma líka þessi alvöru Jólasnjór, já ég er að seigja það Jólasnjór og ef spáinn rættist þá er von á meiru í vikuni, þannig að kannski er vetur konungur að mæta á svæðið fyrr enn maður hélt.
Títlan mín var svo glöð þegar hún sá slydduna í morgun að mín ætlaði sér sko að mæta í snjóbuxum í skólan, taldi það bara algjört möst hehe, ég náði nú að tala hana af því, mér fannst það nú kannski full snemmt að mæta í snjóbuxum þegar ég vissi að snjórinn myndi nú ekki tolla mjög lengi.
Ég reyndar skellti vetrardekkjum undir bílin á síðasta föstudag en það er nú aðallega vegna þess að ég þarf að keyra suður þann 8 okt og ætla mér sko ekki að taka einvherja óþarfa áhættu með því að vera á sumardekkjum uppá heiðum því maður veit aldrei á hverju maður á von.
Mikið rosalega er annars gott að getað blásið út hérna jafnvel þó þið vitið ekkert um hvað ég er að tala eins og hérna að ofan, en kannski skilja mig einhverjir og það er bara gott.
Ég veit það bara að þetta gerir mér gott að blása svona annað slagið þó maður geti ekki komið með nákvæma lýsingu á því sem um er talað.
But on til next my darlings, DING DONG DAY.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 29. september 2008
Ég vaknaði upp við vondan draum
eða alla vega vonaði ég að það væri draumur en svo var því miður ekki.
Kúturinn minn var í stökkustu vandræðum skólega séð í morgun þegar fara átti af stað í skólan, dreifbýlistútturnar ónýtar og allir aðrir skór orönir of litlir ég er bara ekki að skilja þetta, ég er nýbúin að kaupa ein 3 pör á hann og allt orðið of lítið, endirnn varð sá að hann gat rétt svo troðið sér í eitt par sem hann átti en þeir eru varla til þess að nota í rigningu hvað þá heldur slyddu ef spáinn rættist á morgun þannig að ég mátti gjöra svo vel að skunda niður í bæ og kaupa á hann eitt parið enn og þurfti ég að borga LITLAR 7000 kr takk fyrir.
Sú var tíðinn að svona skór kostuðu 3000 kallinn og er það ekki lengra en í fyrra sem það var og þótti manni nóg um samt þá, sér í lagi þegar þarf að kaupa skó á 3 börn og þar af er einn unglingur sme gengur nú ekki í hverju sem er þannig að skókaup geta orðið manni býsna dýr, en því miður lítið við því að gera.
Ég hef ekki komist hjá því að vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu þessa vikurnar frekar en meginn þorri þessa lands og ég verð bara að viðurkenna það að ég sárvorkenni þeim sem ekki ráða við sínar skuldbindingar lengur, hvað mun gerast hjá þessu fólki ,hversu margir munu missa húsnæði sín áður en birta fer til aftur.
Sem betur fer hefur þessi kreppa ekki herjað á mig hvað varðar lán og þvíumlíkt, að sjálfsögðu er ég með lán eins og flest allir aðrir en hækkun á þeim hefur sem betur fer ekki orðið það mikill að ég ráði ekki við mitt, en að sjálfsögðu finn ég fyrir ört vaxandi matarhækkunum eins og allir sem halda heimili og það kemur að sjálfsögðu niður á pyngju heimilisins.
Ég ætlaði mér að vera ofsalega forsjál og nesta börnin mín vel út í skólan, enn ég er farinn að hallast að því að betra hefði verið að kaupa annaráskrift í mat heldur en að sjá um þetta sjálf, því það kostar alveg hellings pening að ætla að bjóða börnunum uppá fjölbreytt nesti.
Þannig að eftir áramót verða þau sett í annaráskrift á mat.
Knús á ykkur elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 28. september 2008
Sunnudags bío og matarboð
Við ákváðum að hafa þetta svona svolítin fjölskyldudag og skundað var með börnin mín í bío að sjá Lukku Láka og að sjálfsögðu Daltonbræður þar líka, þetta var svona allt í lagi afþreying en ekkert meira en það, börnunum fannst þetta þrælskemmtilegt og það er fyrir mestu.
Nú er verið að steikja Hrossafile að hætti bróðir míns og ætla foreldrar mínir að koma og borða með okkur, þessi steik á víst ekki að vera síðri en nautafile þannig að það verður spennandi að borða þetta á eftir, með þessu verða svo ofnbakaðar sætar og nýjar kartöflur kryddaðar með salt og pipar og síðan verður búin til rjómaostsveppasósa ( vá langt orð ) uppbökuð og meðlæti verður svo ferskt salat og maisbaunir hittaðar í smjör og salti jammý, ( en shit fitandi ) hehe.
Annars hefur helgin farið í það að þrífa og þrífa meira, hér eru svona gráhvítar flísar á stórum fleti og
ég satt að seigja er farin að bölva þeim í sand og ösku, það er alveg sama hversu oft og vel ég skúra hérna, alltaf eru einhver ský á flísunum og ég ÞOLI það EKKI. VILL EINHVER PLÍS GEFA MÉR RÁÐ, við því hvernig ég losna við þessi ský á flísunum, ég held sé búin að reyna allt sem ég kann en ekkert virkar.
Ég hef grun um að þeir sem hér þrifu þegar flutt var út hafi notað eitthvað miður skemmtilegt efni sem situr svona hrikalega fast á flísunum.
Annars er helginn búin að vera hin besta, hér datt ég útaf um 10 leytið í gærkvöldið þegar ég var að rembast við að horfa á King Kong, ég náði reyndar slatta af byrjun og svo rest hehe svaf af mér miðjuna.
Chaio all of you
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 27. september 2008
Þá er það komið á hreint.
Í borg óttans verður farið 8 okt því allir fjölskyldumeðlimir ætla að sækja til lækna þannig að þetta verður sannkölluð læknisferð, ekki borgarferð.
Eitt af okkur fer til læknis kl 9 að fimmtudagsm og restinn á svo að mæta um þrjúleytið til augnlæknis þar sem öll þurfum við ný gleraugu, þannig að einhver verða fjárútlátinn þar, síðan þarf ég að mæta til annars læknis á föstud og þá uppá skaga. Gerði mér lítið fyrir og ákvað að elta minn læknir þangað þar sem hann er nýbyrjaður þar og þar sem ég tel mig þurfa hans sérfræðihjálp þá var bara eins gott að nota ferðina, hann mun meira að seigja taka á móti mér þrátt fyrir að hann sé ekki með móttöku á þessum degi sem er bara æði.
Það ætlaði að vísu ekki að verða endasleppt með það að finna sér íbúð þarna syðra, allt upp pantað nema bústaðir annað hvort í Ölfusborgum eða Munaðarnesi og mér finnst það bara full dýrt bensínið til þess að vera keyra frá öðrum hvorum staðnum kannski á hverjum degi í borgina eða uppá skaga, en svo datt mér í hug að hringja aftur í eitt verkalýðsfélag sem ég var búin að tala við áður og viti menn, í gærmorgun kom afpöntun á íbúð hjá þeim og að sjálfsögðu gat ég fengið hana, ég var fljót að grípa hana og keyrði eins og mother fokker ( afsakið orðbragðið ) niður eftir til þeirra og borgaði og fékk meira að seigja lyklana strax.
Nú er svo verið að gæla við það hvort nota eigi ferðina líka til þess að fara á auka minningar tónleikana með mínum uppáhaldssöngvara Vilhjálmi Vilhjálmssyni, en ég get bara ómögulega ákveðið hvort ég tími að borga 4900 í c sæti og sjá kannski minna en ekki neitt eða hvort maður eigi að tíma að splæsa á sig sæti uppá 7900 eða 8900 og fá betri sæti og þar sem við erum 2 þá að sjálfsögðu kostar þetta helmingi meira. Hitt er svo annað að ég gæti nú kannski alveg leyft mér þetta þar sem ég gæti nú kannski bara gefið mér þetta í afmælisgjöf hehe þar sem ég verð náttúru lega bara 29 ára þann 10 og tónleikarnir verða þann 11. En ætli það verði ekki þannig að loksins þegar ég verð búin að ákveða mig þá verður orðið uppselt og ég get hætt að velta vöngum yfir þessu.
ASTA ALA VISTA DARLINGS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Góður dagur afstaðinn í gær.
Elskan mín var afskaplega sátt við daginn sinn í gær, hér eldaði mamman góðan mat og bakaði meira að seigja eina köku, reyndar varð sú kaka frekar skondinn útlits, ég var nefnilega að prófa að baka í fyrsta skipti í þessum ofni og það með blæstri og ég er ekki að grínast þegar ég seigji að köku&%%$$% fauk upp til endana hahaha, ég var lengi að spá í hvað hefði eiginlega gerst með hana og eftir þónokkrar vangaveltur var þetta niðurstaðan........ Helv blásturinn í ofninum er svona kröftugur að deigið fauk til í forminu hahaha, en svo bakaði afmælisbarnið aðra köku handa þeim í vinnuni sinni og þá bað ég hana að sleppa blæstri og voila slétt og fín kaka eftir nákvæmlega sömu uppskrift, hin er nú samt borðuð þrátt fyrir gallað útlít og heitir hér með fýkur yfir hæðir, hehe.
Annars fékk ég góða heimsókn hér í gær reyndar 2 en önnur þeirra er góð bloggvinkona mín og það var ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn, kom hún hérna með litlu dóttir sína 7 ára gamla og er barnið með þau fallegustu og stærstu brúnu augu sem ég hef séð, hún lék sér við mína títlu sem var heima vegna magapínu sem er að ganga og reyndar hin líka heima vegna sömu pestar, hér lögðust allir með þessi ógeðs pest í 1 til 3 daga, kútur er ennþá heima vegna þess og ég er alls ekki orðinn nógu góð sjálf af þessum pestarskít.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Fyrir 23 árum
kl 9.39 að morgni þriðjudags og árið er 1985. Kom í þennan heim einn sá fallegasti einstaklingur sem ég hafði augum litið og var það hún dóttir mín sem ég rétt fékk að sjá áður en hún var tekinn í burtu frá mér, þessa elsku fékk ég ekki í fangið eins og flestir fá því komið hafði í ljós nokkrum dögum áður að hún væri með gat á maga og garnir væru úti og yrði hún að fara í aðgerð svo til strax.
Þessi elska vó ekki nema 2195 gr og var 42 cm að lengd þar sem hún kom í heiminn 7.5 vikum fyrir tíman, hún kom sjálf því ekki mátti hún vera að því að bíða eftir þeirri ákvörðun lækna hvort hún yrði tekin með keisara eða ekki. Ég hafði verið send suður deginum áður með það í huga að svo yrði, en þessi elska ákvað að taka fram fyrir hendur lækna valdsins og kom sér sjálf í þennan heim áður en að nokkur gat stoppað það, svo mikil var hraðinn á minni konu.
Þessi engill minn mátti síðan dvelja á LHS í 3,5 mánuði og fékk ég hana heim 6 jan 1986, það gekk mikið á hjá þessari elsku og mikið var lagt á lítin kropp, gekkst hún undir 3 stórar aðgerðir og 3 litlar á þessum tíma en elskan stóð uppi sem sigurvegari og er hún það en í dag.
Okkar ganga saman hefur aldrei verið blómum skrýdd en alltaf höfum við getað hallað okkur hvor að annari þegar eitthvað á bjátaði og leitað huggunar svona oftast nær.
Í dag er þessi elska orðin móðir sjálf og stendur sig með mikilli prýði í því hlutverki sem og öllum öðrum verkum sem hún tekur sér fyrir hendur, aldrei hef ég þurft að kvarta yfir vinnuleti hjá henni eða skólaleti og skrópaði hún aldrei í skóla öll sín grunnskólaár.
Þegar ég horfi til baka þá sé ég hversu óendanlega heppinn ég er með þessa elsku, bæði sem barn og fullorðinn, þetta er barnið sem ég hugsa að flestir foreldrar vilja eiga þar sem jafnaðargeðið hjá henni var alltaf svo gott að lítið sem ekkert þurfti að hafa fyrir henni öll hennar uppvaxtarár.
Eitt sem við vöndum okkur á að gera var að fara aldrei ósáttar að sofa og alltaf að kveðja með þessum orðum........Ég elska þig og gerum við þetta enn þann dag í dag í flest öll skiptinn sem við kveðjumst.
ELSKU ÞÓRANNA MÍN INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN. Þú veist að mamma elskar þig, hér eru 23 hjörtu, eitt fyrir hvert ár sem við höfum átt saman.
Að endingu kemur svo hér ein mynd af fallegu stelpuni minni
Og svo önnur með yndislegu, fallegu Birtuni sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Örblogg ( eða þannig )
Ég get alla vega byrjað á því að seigja það að það var hrikalega gaman á laugardagskv, við skemmtum okkur alveg konunglega ég og æskuvinkona mín, hittum þarna jafnframt fleiri æskuvini sem var æðislegt.
Á sunnudagmorgun þegar ég svo kom á fætur kom hér kona og sagði mér það að 3 guttar hefðu verið að kasta hér paintball kúlum í húsið hjá mér, ég fór að spyrja son minn útí þetta og lítið vildi hann nú gefa úta þetta atvik, en þegar samræðum var lokið kom í ljós að þessir guttar hefðu skutlað hingað vinkonu gaursins og þeim 3 eitthvað langað til að vera með humor og köstuðu þessu í húsið hjá mér og þótti þeim það afskaplega fyndið.
Ég gerði mér lítið fyrir og gróf upp þessa gaura með hjálp bílnúmersins og hætti ekki fyrren ég fann símannr þeirra líka og gerði lítið fyrir og hringdi í einn þeirra og tilkynnti þeim það að ef þeir yrðu ekki komnir hér að einni klst liðini til þess að þrífa þennan ósóma þá myndi ég kæra þá fyrir eignspjöll, fyrst í stað var öllu neitað og það var ekki fyrren ég benti þeim á það að ég væri búin að tala við Lögregluna að þeir sögðust koma og þvo þetta af.
Klst var ekki liðinn þegar einn þeirra hringdi (ekki sá sem ég talaði við fyrst ) og spurði hvort þeir mættu koma aðeins seinna því hann væri að vinna, ég taldi það í lagi en lengri frest fengju þeir ekki. Og viti menn áður en sá tími var liðinn voru þeir mættir hér með vatn og allar græjur og þvoðu þetta af, Duglegir strákar.
Einn þeirra var meira að seigja svo kurteis að hann hringdi til þess að seigja mér það að verkið væri unnið og ég fór út til að athuga það og já þeir sýndu sóma sinn í þvi að þrífa þetta upp.
Enda held ég að þeir hafi ekki haft neitt íllt í huga að skemma neitt, heldur meira svona vera fyndnir og gera einhver prakkarstrik .
Enn ég er ekki vissum að þeim hafi þótt það neitt sérstaklega fyndið þegar einhver kolvitlaus kona hringdi og sagði þeim að gjöra svo vel að þrifa húsið hennar hehehehe.
Ég vona bara þeirra vegna að þeir kannski hafi lært eitthvað af þessu (saklausa ) gríni sínu og láti þetta ógert í framtíðinni.
Annars er bara allt fínt að frétta svosem nema hvað að ég vaknaði upp kl 3 í nótt með þessa líka skelfilegu verki og gat nánast ekkert sofnað aftur fyrren um 9 leytið, ég gerði nú tilraun til þess að panta tíma hjá doksa og viti menn næsti tími er laus 23 oktober takk fyrir, ég spurði þá símadömuna hvernig það væri ef um neyðartilfelli væri að ræða og þá sagði hún, bara að hafa samb við heimilslækni og þá spurði ég til baka en ég sagði neyðartilfelli og þá var svarað, ja þú getur svosem komið á bráðavaktina, ég reyndar fór ekki en mun svo sannarlega gera það ef mér versnar aftur, það er alveg á hreinu.
Jæja elskurnar nær og fjær megi kvöldið verða ykkur yndislegt og gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 20. september 2008
Hvar endar þetta allt saman.
Hér hef ég 3 stórglæsilegar dömur dansandi á eldhúsgólfinu hjá mér, ég var svo heppinn að sleppa við það að elda þannig að það má seigja að ég sé í stikkfrí í dag, sit hér bara í rólegheitunum og slappa af meðan þær sjá um öll herlegheitinn, ekki slæmt.
Ég finn það að hafa þessar elskur allar í kringum mig gerir mér afskaplega gott, þær eru svo hressar og yndislegar og undarlegt nokk ég get átt samræður við þær allar, bara gaman af því.
Kvöldið verður svo tekið með stæl þar sem ég ætla líka að kíkja út á lífið með einni af minni elstu æskuvinkonu og jafnframt þeirri bestu á þeim tímanum og erum við að virkja vináttuböndinn aftur sem er bara æðislegt, mér þykir svo afskaplega vænt um hana og hlakkar mig virkilega mikið til að skreppa með henni útá lífið.
Matur er komi á borð og því seigji ég bon apetit ( eða eitthvað hehe )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 20. september 2008
Hér fjölgaði all skyndilega
En í góðu lagi samt. Dóttir mín þessi elsta verður 23ja ára gömul á næstkomandi Miðvikudag og bauð til sín 2 af sínum bestu vinkonum sem búa fyrir sunnan og er ein þeirra með einn 3ja ára gutta með sér og er stefnan hjá þeim að halda uppá fyrsta í afmæli í kvöld, hér verða eldaðar kjúllabringur með tilheyrnadi meðlæti og svo ætla gellurnar að skreppa útá lífið og gaurinn mun passa fyrir þær, bara gaman.
Sem betur fer er húsið stórt og engin þarf að rekast á frekar en þeir vilja, hehe.
Títlan mín var líka með næturgest þannig að hér er nóg af fólki þessa helgina.
Annars er búið að ver hér rok nánast alla vikuna og rigning með af og til, gluggakistur hafa orðið þaknar af sandi því hér í grenndinni er verið að byggja og helv sandrokið sem fylgir því er ömurlegt, ég er að þurrka úr gluggunum 2svar til 3svar á dag og skúra annað eins því þetta smýgur alls staðar þetta ógeð.
Fyrir 3 árum síðan gaf pabbi minn kútnum mínum vasaúr sem hann hafði fengið í afmæisgj þegar hann varð fimmtugur, öl héldum við að úrið væri löngu orðið ónýtt eða í það minnsta úrverkið staðnað þar sem aldrei hefur það verið notað, en nei ekki aldeilis, kútnum mínum tókst að koma því í gang og nú gengur það eins og nýtt, þetta vasaúr er semsagt orðið 33ja ára gamalt og er alveg hrikalega fallegt, ég hef geymt það á vísum stað til þess að það týnist ekki en af og til tökum við það fram ég og kútur og skoðum þennan dýrgrip í bak og fyrir.
Honum finnst þetta vera það fallegasta sem hann á og hefur aldrei verið með vesen við mig yfir því að vilja ekki leyfa honum að hafa það inní sínu herb, hann virðist skilja það að þetta sé mjög verðmætt í mínum augum, eitthvað sem alls ekki má leika sér með og er afskaplega glaður með það að afi skildi gefa honum þetta á sínum tíma og einnig ég.
Það fer um mig svona sælutillfinning að þessi sonur minn sem fáir hafa lagt lag sitt við skuli hafa fengið þetta frá afa sínum og ég veit að hann mun passa úrið eins og sjáaldur augna sinna þegar hann fær það í sína vörslu þegar þar að kemur.
Megi helgin verða ykkur öllum sem eitt allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 19. september 2008
Föstudagur til fjár ( eða er það ekki ) :)
Það er sjaldan lognmolla á þessu heimili frekar en venjulega, hlutirnir gerast býsna hratt hérna eins og alltaf.
Kútur er bara alveg yndislegur að fást til þess að fara í skólan og þvílíkur léttir sem það er að þurfa ekki að rökræða við hann á hverjum degi eins og ég hef þurft síðastliðin 5 ár, ég vona bara að þetta breytta viðhorf hans sé komið til að vera, nýjasta nýtt hjá honum er núna að þurfa velja sér föt til að far í skólan og hef ég lúmskt gaman af því, hann kominn með skynbragð á það hvað er flott og hvað ekki og þetta er barn sem skipti hann engu máli í hvað hann var klæddur svo framarlega sem það var þæginlegt.
Þessi elska hefur aldrei verið hrifin af fötum að alltaf hér heima er það hans fyrsta verk að klæða sig úr öllu nema naríum, meira að seigja hefur hann átt það til að hátta sig heima hjá frænda sínum þegar hann er þar í heimsókn, hehe.
Dagurinn í dag er sá fyrsti síðan ég flutti þar sem ég þarf ekki að vera á endalausum þeytingi í allan daginn og finnst mér það ekkert smá þægilegt að geta aðeins slappað af.
Stefnan er svo tekinn á það að kíkja kannski aðeins út annað kvöld með æskuvinkonum minni og ég verð bara að viðurkenna það að mig hlakkar virkilega til, það er að seigja ef ekkert breytist hjá mér, ég er svo heimakær að ég væri vís með að finna upp svona 1000 afsakanir til þess að fara ekki, enn veit sem er að ég hefði sko ekkert smá gott af því að komast aðeins út og hitta annað fólk, fólk sem ég sé sjaldan eða aldrei.
on til next all of you nice pepole
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 123751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
3 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu: