Leita í fréttum mbl.is

Tveir lazarusar heima í dag.

Bæði kútur og títlan eru lasin í dag, hann var að byrja á nýju magalyfi til þess að hreinsa ristilinn og fær svona þvílíkan magakrampa með þeim  og svo er hreinsuninn að byrja hjá honum þannig að ekki var óhætt að senda hann í skólan.

Títlan er hins vegar komin með svo hrikalega mikla hálsbólgu og hita með því og ljótan hósta þannig að hún er líka heima svo nú er bara rifist yfir tvíinu og bara öllu rett og slett. Þeim semur svo hryllilega í saman að það er ekki fyndið,títlan á sérstaklega eriftt með að umbera bróðir sinn að það er alveg ótrúlegt, hann á það til að vera ferlega góður við hana og vill helst alltaf hafa hana með sér ef eitthvað stendur til en hún hins vegar gæti bitið af honum hausinn stundum ef hann svo mikið sem andar í átt að henni.

Gaurinn minn er að fara í samræmt próf í norsku í fyrramálið og vorprófið í dag og kallanginn er að fara nett á límingunum útaf því, samt er hann búin að vera mjög duglegur að læra undir þetta allt saman núna um helgina og ég hef enga trú á öðru en að hann standist þetta með sóma, hann er svo hrikalega sterkur í norskuni,bæði talar hana og skrifar eins og fæddur norðmaður og kannski betur en margir norðmenn meira að seigja, alla vega fékk hann mikið hrós úti þegar við bjuggum þar og rektor hafði orð á því að ef hann vissi ekki betur myndi hann trúa því að hann væri borin og barnfæddur í norge og það er ekki slæmt hrós að fá, rektor meira að seigja sagði mér það að hann væri sá annar besti sem hann hefði fengið í þennan skóla sem talaði svona lýtalausa norsku af öllum þeim íslensku börnum sem hefðu verið í þessum skóla og væru þau býsna mörg.

Eigið góðan dag elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Verða þau ekki orðin frísk á sunnudag. Ég er að spá í að koma með Lenu í heimsókn á sunnudag. Verðið þið heima ?

Skákfélagið Goðinn, 5.5.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Jamm. Þá er það ákveðið. Við förum fyrst í fermingu og komum í heimsókn síðari hluta dags, eftir kl 18:00 og fram á kvöldið.

Skákfélagið Goðinn, 5.5.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi vonandi ganga þessi veikindi fljótt yfir, mín yngsta er í samræmdum prófum og er þvílíkt róleg yfir öllu saman, hef reyndar ekki séð hana opna bók en það kemur ekki að sök því henni gengur vel....knús í daginn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 13:02

4 identicon

Sæl

Jæja ég er loksins búin að grafa upp bloggið þitt búin að google alveg fullt og fann ekkert en datt svo inn á það frá mbl.is.

Vona að þessi veikindi verði ekki löng hjá ykkur. Er búin að vera einhver skítur einmitt að ganga hér á skaganum í smá tíma, kanski sóttir þú hann hingað í búðina um daginn.

Braga (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: lady

mikið er þetta fallegar myndir hjá þér,vona að  prófin gangi vel hjá syni þínum og takk fyrir að kvitta  hjá mér Helga mín kv Ólöf Jónsdóttir

lady, 5.5.2008 kl. 13:32

6 identicon

Vona að veikindin gangi hratt yfir

Vona að prófin gangi vel hjá syninum

Eigðu góðan dag mín kæra

Anna Margrét (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: Unnur R. H.

æ vonandi fara börnin að hætta þessu rifrildi um sjónvarpið Hér er einn slegist en það er á milli okkar FULLORÐNA fólksins Hafðu það sem allra best Helga mín. Nú er ég byrjuð að undirbúa bekkjarafmæli hjá Evítu sem verður á miðvikudaginn. Mikið verður gaman að hafa 24 krakka argandi og gargandi hér

Unnur R. H., 5.5.2008 kl. 15:31

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona að veikindin barnanna ganga fljótt yfir og gangi syni þínum vel í samrændu prófinu, minn er líka í samrændu prófum líka kær kveðja Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2008 kl. 15:55

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að heilsan lagist fljótt en mig vantar heimilisfangið þitt svo ég geti sent þér glossið.  sendu mér meil.  KNÚS

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband