Leita í fréttum mbl.is

Lífið er yndislegt.

Ég fékk símtal í morgunsárið og mér er boðið til Seville á Spáni í nóvember, gerist það nokkuð betra en þetta, að fá fría utanlandsferð og allt uppihald greitt líka, ég held ekki.

Þetta verður yndislegt þvi eftir því sem ég kemst næst er borginn svona meiri menningarborg en verslunar þannig að ég tek stefnuna á það að skoða mig um og liggja svo í leti uppá herb, stefnan er ekki tekinn á það að versla nema þá kannski eitthvað smá handa börnunum mínum til að gefa þeim þegar heim verður komið og þar sem ég er nú þegar byrjuð í jólgjafa innkaupum þá ætla ég að vera búin með þann pakka áður en að farið verður svo ég fari ekki að kaupa neitt úti, aldrei slíku vant þá bara nenni ég ekki að fara að rápa í verslanir og verslanir oná, bara afslöppun og næs.

Ég finn alveg skelfilega fyrir því hversu mikið ég afrekaði hérna heima í gær pg fyrrakvöld því nú öskrar líkaminn af verkjum og ég geng um eins og níræð kona, haltra hér um allt og emja ef ég þarf að beygja mig of mikið, bakið fór algjörlega úr samb við þetta allt saman. Það er bara málið með mig að ég kann ekki að vinna í hollum ég vill alltaf drífa alla hluti af í gær helst því mér leiðist svo mikið að horfa um húsið og ekki er allt klárað sem klára þarf, en alla vega þá er þessari törn lokið í bili af minni hálfu því nú seigjir líkaminn stopp og honum verð ég að hlýða og hana nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hvaða lúxus er á þér, veistu um einhvern sem að væri til í að bjóða mér HAHA.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Taka því rólega kona,það stendur lengur með þér

Birna Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Helga mín farðu vel með þigEn gama fyrir þig að fara út  elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Anna Guðný

Bíddu, bíddu, bíddu og segir okkur ekki einu sinn hver bauð þér?

Til hamingju með þetta, verður örugglega mjög gaman. Verðurðu lengi? Ég er að fara til Berlínar í sept. Hef aldrei stoppað þar.Verður spennandi að skoða þá borg í fyrsta skipti.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.8.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Til hamingju með utanlandsferðina.  Leitt að heyra með bakið þitt.  Ertu búin að leita ráða hjá lækni sem heitir Björgvin Magnús Óskarson?  Ef ekki, þá ráðlegg ég þér að athuga hvort hann geti ekki eitthvað gert fyrir þig.

Emma Vilhjálmsdóttir, 22.8.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Til hamingju með ferðina.

Þekki það að vera öll skökk og skæld eftir svona hreingerningar

frekar hvimleitt

Hafðu það gott mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 22.8.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband