Leita í fréttum mbl.is

Skólastart og læknakvart.

Við mættum 3 í skólan í morgun, ég, gaurinn og títlan.

Fyrst var byrjað í viðtali hjá kennara gaursins og gekk það ljómadi vel og hann jákvæður fyrir lokaári sínu í grunnskóla, honum er jafnframt boðið að byrja í framhaldsnámi í norsku þar sem hann stóð sig svo roslega vel í samræmda prófinu í vor og fékk þar 9 í einkunn sem er náttúrulega bara FRÁBÆRT.

Títlan var nú ekki alveg nógu sátt við svörinn sem mamman gaf á spurningablaði sem við fengum um óhlýðni og óþæg í minn garð, hún er nefnilega stundum einum of ákveðinn á hluti sem hún á ekki að stjórna með og henni fannst mamman fullgróf að láta kennarann vita af því, en sættir náðust okkar á milli fljótlega aftur hehe, já það er ekkert grín að eiga barn sem stundum vill láta sem hún sé töluvert eldri en hún er.

Nú svo loksins í morgun átti ég tíma hjá lækninum mínum eftir rúmlega hálfsmánaðarbið, en nei nei þá er hringt og mér sagt að hún sé ekki við og verði ekki við fyrren í sept og þá geti ég fengið tíma.

Ég varð nú bara helv fúl þegar hún hringdi því mér fannst alveg nóg að hafa beðið nú í rúman hálfan mán en að þurfa svo að bíða í annan eins tíma finnst mér bara ömurlegt og ég tek það fram að þetta er hjá heimilislæknir en ekki sérfræðing, símadaman sá hins vegar aum á mér þegar ég sagði henni hver kynns væri og bauð mér tíma hjá öðrum lækni á næsta miðvikudag sem ég tók, en málið er bara það að til hvers að vera með fastan heimilislækni þegar þú kemst aldrei til hans.

Nú er ég búin að vera með þennan læknir í ár og ég hef einu sinni komist til hans á þessu ári, annar hef ég þurft að leita til annara lækna með mín mál vegna þess að hann er aldrei við. mér leiðist bara svo hryllilega að þurfa að þylja upp sögu mína aftur og aftur. Ég vill bara kynnast mínum lækni og hafa hann og hana nú.

Áður fyrr var ég búin að vera með minn sama læknir frá því ég varð 18 ára gömul og það er bara svo þægilegt að hitta læknir sem veit manns sögu og þekkir mann og þannig vill ég hafa það.

Kannski er ég bara svona fastheldinn það getur vel verið en so what þetta er bara ég.

Ég sé það á skrifum mínum að ég er ótrúlega pirruð útaf þessu og kannski er það vegna þess að ég er búinn að bíða þetta lengi og svo er maður kannski farinn að huga betur að heilsuni og vill fá bót meina sinna, ég verð að viðurkenna það að mér stendur alls ekki á sama um þessar hjartatruflanir sem hrjá mig og vill fá að vita af hverju þetta stafar, þetta er alla vega það óþægilegt að ég verð að láta kíkja á þetta.

Kannski endar bara með þvi að ég fari í opinn tíma þó mér sé meinílla við það, einhvern veginn er það svo fast í hausnum á mér að ég sé kannski ekki alveg nógu veik til þess að vera taka frá tíma frá öðrum sem þurfa kannski meira á því að halda heldur en ég.

On til next my darlings.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er alveg magalaust að lenda í svona lækni sem er aldrei við ég vona að þú fáir hjálp og gangi þér vel elsku Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég þoli ekki að skipta um prest, en lækni, æ nenni hvort eð er aldrei til þeirra, ef ég fer finnst mér eg ekki hafa neitt upp úr minni för. Þarf kannski að vera kvartsárari við þetta liðhver veit

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.8.2008 kl. 18:38

3 identicon

Það er alveg óþolandi að ná ekki á sínum læknir...   Mer sýnist orðið tímabært að skipta um????

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú skildir þó ekki vera með sama heimilslækni og ég! hljómar þannig, minn er nefnilega aldrei við og þá bara á morgnana

Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss enginn fastur heimilislæknir hér,bara nýr og nýr,frekar óþægilegt finnst mér

Birna Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 08:23

6 Smámynd: Anna Guðný

Mikið hlýt ég að vera heppin með lækni. Hann er jú oft í burtu vegna starfsins(er yfirlæknir) en ef eitthvað þarf er bara að senda honum netpóst og hann hefur samband eins fljótt og hann getur. Vona að það verði svona áfram.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 23.8.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband