Leita í fréttum mbl.is

Mikið hefur verið skrifað um.

Björgvin unga snillinginn í markinu í handboltanum á bloggsíðum í dag og eflaust margir lesið viðtalið við móðir hans í 24 stundum. Mér finnst það aðdáunarvert hversu ákveðin hún var með það að láta hann ekki á lyf á sínum tíma, enda kannski ekki ástæða til þar sem hann var greindur á mörkum ofvirknis og athyglisbrestar, sjálfri finnst mér að ekki ætti að setja börn á lyf þegar þau eru greind á mörkum ofvirknis og oft finnst mér börnum verið gefið lyf fyrir nánast minna en ekki neitt.

Hins vegar á ég son sem er á lyfjum og oft vildi ég að guð gæfi að þess þyrfti ekki, oftar en ekki hef ég fyllst þvíliku samviskubiti yfir því að gefa honum lyf á hverjum einasta morgni og þvílík kvöl sem það er  að eiga barn sem þarf lyf, ég hef af og til reynt að draga það að gefa honum lyf að morgni til að sjá hvort hann sé bara ekki orðinn heilbirgður, en því miður verða vonbrigðinn alltaf þau sömu þegar kannski ein eða tvær klst eru liðnar og heimilið er komið í upplausn, systir hans grætur vegna barsmíða sem hún verður fyrir, öskrin og lætinn í kút yfirgnæfa allt annað á heimilinu, þá loksins gefst ég upp fyrir sjálfri mér og gef honum sinn reglulega dagskammt því öðruvísi fúnkerar hvorki hann né aðrir fjölskyldumeðlimir.

Hann reyndar er með greiningu á hæðsta stigi og fór uppfyrir öll venjuleg viðmið plús það að hann hefur fleiri greiningar en AD/HD sem ég nenni ekki að tíunda hér, en mikið gæfi ég fyrir það ef ég bara gæti sleppt lyfjum fyrir hann og hann gæti bæði vakið og sofið án þeirra.

Ég svona hálfvegis fyllist öfund þegar ég les um  eða sé börn sem hafa einhvers konar greiningar en komast í gegnum daginn án þess að nota til þess lyf.

Ég er samt sem áður sannfærð um það að minn sonur gæti aldrei fúnkerað í daglegu lífi ef hann væri lyfjalaus því erfitt er það á stundum að fúnkera með lyfjum hvað þá ef hann væri án þeirra.

Kannski kom uppí í mér sjálfsvorkunn, ég veit það ekki, ég hins vegar veit það að ég elska kútinn minn með öllum sínum köstum og göllum og ég trúi því að hann fæddist í þennan heim með tilgangi og það sem þessi elska hefur kennt mér í gegnum okkar ár saman er ómetanlegt og eitthvað sem ég hefði kannski aldrei lært.

 Smá vangaveltur á laugardegi elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er með þessi þroskafrávik að það sem hentar einum, hentar alls ekki þeim næsta en auðvitað spyrjum við mæður okkur alltaf slíkra spurninga. Það er eðli okkar.

Hafðu það gott og ekki hugsa of mikið um þetta, ég skil þig samt mætavel.

Mín fyrsta hugsun var þegar ég sá þetta ; Ég hefði átt að senda Himma í handbolta !

Ragnheiður , 23.8.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg á líka son sem þurfti að vera á lyfjum,bæði hann og við hin í fjölskyldunni komust ekki í gegnum daginn nema hann fengi lyfin sín,enda fékk hann fullt hús í öllum sínum greiningum á sínum tíma.

Þegar hann var 12 ára greindist hann með sykursýki og ég ákvað að lyfin yrðu tekin af honum,ég mundi díla við hann lyfjalausan,sem ég gerði.

'Eg sé það í dag að ég gerði mistök þarna,hann höndlaði lífið ekki lyfjalaus.

'I dag er hann að verða 23 ára og talar stundum um það sjálfur að hann vilji fara aftur á lyf við ofvirkninni,því hann finnur aldrei þessa innri ró,sem hann fann á meðan hann var á lyfjunum.

'Eg veit af eigin reynslu að sum börn geta alls ekki verið lyfjalaus,og er ég alveg sammála því að börn sem eru á mörkum þess að vera ofvirk eigi helst ekki að setja á lyf.

'Eg skil þig mæta vel

Hafðu það sem best mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 23.8.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er akkúrat það sem ég hræddist, að mæður barna sem virkilega þurfa á lyfinu að halda, mundu fá smá samviskubit.  En það er á hreinu elsku Helga að þau eru á svo mörgum mismunandi stigum í veikindum sínum, ég er viss um að ef minn sonur hefði t.d. lamið systir sína eða gert annað sem enga stjórn hefði verið hægt að hafa á, þá hefði ég örugglega kosið lyfin, en við vorum heppinn og þetta slapp fyrir horn.  Gangi þér vel elskan mín og mundu að þú ert virkilega að gera það besta fyrir strákinn þinn sem hægt er í stöðunni, hann er mikið veikur.  Kærleikskveðja á þig vina mín Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband