Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá er þessi helgi liðin

Og var hún bara afskaplega ljúf, eins og ég gat um, um dagin þá fór kútur í afmæli á Laugardagskv og þótti honum það nú ekki amalegt, kom heim alveg rosalega sáttur sem er náttúrulega bara FRÁBÆRT.

Annars er verið að vinna í því núna að taka af honum tvenns konar lyf og gengur það svona lala, fyrra lyfið var tekið af honum á föstudagsmorgun og hitt lyfið er verið að minnka við hann smátt og smátt, eða þannig að fyrri taflan datt niður og nú fær hann bara þær 2 seinni til að getað sofið, ég finn svosem ekki mikið fyrir þessu skaplega séð, hins vegar á kallanginn MJÖG erfitt með að sofna á kvöldin, hann hefur ekki sofnað fyrren hálf 12, eða 12 á miðnætti sem er náttúrulega alltof seint fyrir hann, þar sem hann er svo vakin kl 6.45 á morgnana og nú um helgina var hann að vakna svona um 7, hálf 8 þannig að mér finnst hann engan vegin fá nóg svefn, plús það að hann er að vakna líka einu sinni til tvisvar á nóttu.

En ég er að vonast til þess að þetta lagist nú, því ef svo verður ekki þá vandast málið heldur betur eftir tæpar 2 vikur þegar ég á að taka alveg af honum þetta lyf sem hjálpar honum að sofa.

En það er bara um að gera að halda í bjartsýnina og vona það besta. Ástæða þess að verið sé að reyna þetta er sú að lyfinn sem hann hefur verið á undanfarin ár eru þyngdaraukandi og vonir eru bundir við það að hann fari kannski að léttast og það er svo sannarlega mín von að svo verði, því ekki veitir þessari elsku af því að leggja af.

Pssssst..........( ekki seigja neinum ) Svo tók ég mig til að þreif nokkra glugga hjá mér og setti upp jólaljós, já því það eru að koma Jól og þar sem skammdegið er ÖMURLEGT  þá ákvað ég að vera bara snemma í því í ár og skella upp nokkrum ljósum.

En þetta höfum við nú bara okkar á milli, ekki satt.Wink Vandamálið með mig er það að ég hreinlega elska Jólinn og þá sérstaklega ljósinn, þau einhvern veginn færa mér yl og hjartahlýju og meðan að svo er mun ég hafa þau eins lengi uppi og mig langar.

Nú svo erum við farnar að hittast 5 hressar kellur ( gellur ) einu sinni í viku til þess að föndra Jólakortinn saman og það er alveg frábærlega gaman og vitið þið hvað, að á meðan því stendur er hlustað á Jólalög. Bara næs, enda gellurnar allar meiriháttar hressar.

Asta ala vista babys. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér í borg óttans eru ótrúlega margir búnir að setja upp seríur.Fólkið á hæðinni fyrir neðan mig er búið að skreyta eins og aðfangadagur sé á morgun.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svolítið komið af jólaljósum í Keflavik líka,alltaf notalegt

Birna Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Vonandi á þetta eftir að ganga vel með guttan þinn,það er alltaf svolítið erfitt að taka af þeim þessi lyf,man þegar ég var að taka þau af mínum strák,þá var þetta svona með svefnin hjá honum líka.

Ég er líka svona jólafíkill,ég hreinlega elska allt sem heitir jóladót,það veitir ekki af að lýsa upp skammdegið,enda margir hér í Hafnarfirðinum farnir að setja seríur í gluggana.

Hafðu ljúft kvöld Helga mín ;))

Anna Margrét Bragadóttir, 10.11.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Christmas Lights 





Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 20:13

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi gengur þetta vel með drenginn þinn. Frábært hjá þér að taka forskot á jólagleðina. Um að gera að láta hana endast sem lengst.

Helga Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Líney

jólin jólin,allstaðar...tralla lalla  lalla  lalla la.....

Líney, 10.11.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Kristín Ingibjörg Nordquist

ég get sko alveg skilið ykkur í þessu svartnætti sem hrellir íslenska þjóð.. og ég er líka roslegt jólabarn en held fast í mina siði og set aðventuljósin upp 1 sunnudag i advenntu... og jólaljósin 1 des..... tað er bara svo langt að bíða......  

óskaðu kúti alls hins besta.. vona að ykkur gangi vel með þetta, sakna ykkar allra.. knuzz Stína Sig

Kristín Ingibjörg Nordquist, 11.11.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband