Leita í fréttum mbl.is

Hellingur af góðum hlutum að gerast

Og það besta er það að dóttir mín er loksins komin með íbúð, þannig að hættan minnkaði verulega á einhverju alvarlegu inná þessu heimili hehe, þvi eins og gefur að skilja þá getur oft verið býsna erfitt að flytja inná foreldri sitt aftur eftir að hafa búið sem sjálfstæður einstaklingur í slatta mörg ár, hér þarf að lúta ákveðnum reglum og gera hlutina eins og mamma vill hafa þá og þá getur oft verið ansi erfitt fyrir sjálfstæðan einstakling að standa undir því.

En málið er semsagt það að hún var búin að vera á biðlista í rétt tæp 2 ár þegar röðin kom loks að henni í dag, þannig að mín er að flytja að heiman í annað sinn á ævinni hehe, við erum alveg rosalega sáttar báðar tvær við þessi endalok á okkar búskap, því þrátt fyrir að vera afskaplega nánar og góðar vinkonur þá vitum við báðar að þetta er best fyrir alla aðila.

Ég hef reyndar ekki þorað að seigja kút frá þessu ennþá því ég veit að hann tekur því mjög ílla að stóra systir fari nú að flytja því hann sér ekki sólina fyrir henni og hún ekki fyrir honum.

Gaurinn minn varð ílla ósáttur þegar ég sagði honum þetta í dag, fannst þetta bara hreinasta rugl af henni að vera flytja þetta frá okkur, því hann vill helst vera með systir sinni 24/7, enda semur þeim alveg lygilega vel þrátt fyrir 8 ára aldursmun.

Títlan veit reyndar ekkert ennþá, en þar sem þær hafa aldrei náð svona innilegri tengingu sín á milli þá held ég að hún verði bara nokkuð sátt við þetta. 

Sjálfri finnst mér þetta pínu svona óraunverulegt að hún sé að fara frá mér í annað sinn, en ég veit vel að það er löngu tímabært að sleppa af henni hendinni þannig að hún fari að lifa sjálfstæðu lífi en ekki lífi þar sem mamma er alltaf að skipta sér af öllu.

En er það ekki alltaf svoleiðis með okkur mömmurnar, viljum við ekki alltaf reyna að leiðbeina þessum börnum okkar á sem besta hugsanlega mátan, þrátt fyrir að okkar leið sé ekki endilega rétta leiðinn fyrir börnin okkar, þó við viljum nú oftast meina að svo sé.

Dagsetning er ekki komin alveg á hreint en það verður alla vega ekki langt í þetta, þannig að hún mun halda sín jól með sínu barni og barnsföður eins og þau gerðu í fyrra því ekki vilja þau stiggja hvorki þessa ömmuna né hina, þannig að þau tóku þá ákvörðun að halda jólin saman aftur og ekki mun ég setja neitt útá það frekar en í fyrra.

Svo hér er bara næstum því allt eins og best verður á kosið mitt í þessari kreppudr.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta eru góðar fréttir því það er ómögulegt fyrir fullorðin börn að vera heima hjá mömmu lengur en góðu hófi gegnir.

Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er þetta með að sleppa af þeim hendinni,ekki alltaf auðvelt,en svo nauðsynlegt

Birna Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Líney

Knús í kotið

Líney, 11.11.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 11.11.2008 kl. 21:42

6 Smámynd: Anna Guðný

Kvíði,tilhlökkun, kvíði, tilhlökkun. Ég ætla rétt að vona að eiginmaðurinn verði kominn í land þegar þau fara að heiman. Líst ekkert á mig eina í kotinu.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 12.11.2008 kl. 01:16

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig og þína.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Kristín Ingibjörg Nordquist

mer fanst tad lika erfitt vinkona tegar minn elsti flutti ad heimann i fyrsta sinn.. svo for tad batnandi og nuna i 3 sinn.. bid eg bara ,,, hehehe...

en tad er nu svo, ad tau flytja kanski ut af heimilunum okkar en aldrei ur hjarta manns,,,, og skrefin eru alltaf stutt heim til mommu, tegar eitthvad bjatar a sama hversu gomul tau eru... (sem betur fer)

knuzz vinkona... stina sig

Kristín Ingibjörg Nordquist, 12.11.2008 kl. 14:48

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

frábært! ég hef nú alltaf sagt að það þurfi að vera alveg sérstakt samband á milli foreldra og barna ef sambúð á að geta gengið er börnin eru búin að flytja að heiman, þá verður þetta svo allt öðruvísi.
Til hamingju báðar tvær
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 16:03

10 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta er þap besta fyrir ykkur báðar.

Elsti minn er búin að flytja 2 að heiman og flytur svo í 3 skiptið að heiman um áramótin,ég vona að hann flytji þá ekki heim aftur það verður alltaf skrítnara og skrítara að hafa þau heima þegar þau eru búin að flytja frá manni,mér þykir alveg jafn vænt um hann þó ég vilji að hann búi annar staðar en hjá mér,en það passar bara ekki lengur,hann er að verða 26 ára og orðið erfitt með að fara eftir reglum mömmum. ;+)

Þetta er gangur lífsins að þau fari að standa á eigin fótum,við getum leiðbeint þeim og vitað betur en þau í gegnum síma,og svo auðvitað þegar þau koma í heimsókn

Eigðu ljúft kvöld

Anna Margrét Bragadóttir, 12.11.2008 kl. 21:07

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband