Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 29. desember 2008
Enginn titil
Veislan í gær heppnaðist meiriháttar vel, var ég með tvö borð sem bæði svignuðu undan kræsingum, allir komu með eitthv með sér þannig að nóg var af öllu og mikið meira en það.
Hér mættu 36 manns og gekk þetta allt saman snuðrulaust fyrir sig hjá okkur, við konurnar hjálpuðumst allar að bæði við að leggja á borð og ganga frá þannig að engin sleit sér út meira en annar, við komumst líka að því að þessi angi af fjölskylduni sem mætti eru alltof matgrannir því hér var nóg um afganga og ákváðum við að allir tækju sitt með sér heim svo ég sæti ekki uppí með tertur og annað gummelaði langt frammá nýtt ár.
Kútur hélt sig að mestu inní sínu herb, en þangað fékk hann góða gesti en það eru tveir frændur sem heiðruðu hann með nærveru sinni, hann var voða góður í sér og bauð þeim báðum að gista en þeim leist nú ekki alveg nógu vel á það þar sem þeir eru báðir komnir á fullorðinsár, annar 21 árs og hin að verða 17 ára, en gaman þótti honum að hafa þá hjá sér og mér líka, einfaldlega vegna þess að það eru ekki svo býsna margir sem nenna né vilja eyða of miklum tíma með þessari elsku minni.
En minn var sáttur og það er fyrir mestu. Títlan lék sér svo við tvær frænkur og gekk það slysalaust fyrir sig sem betur fer, henni fannst nú ekkert sérstaklega gaman í veisluni heldur vildi mín bara skella sér í sund eða skauta, sem var reyndar ekki látið eftir henni í þetta skipti, en þessi elska mín þarf helst að vera á ferðini frá því hún opnar augun og þangað til hún lokar þeim aftur að kveldi.
Nú vill ég endurtaka leikinn þegar þorrinn gengur í garð og hafa þorrablót hérna, því ég vill að við fjölskyldan förum að gera meira af því að hittast heldur en verið hefur.
Jenný mín er að jafna sig á sýkinguni í eyranu sínu og er að verða söm við sig aftur, við slógum endapunktinn á gærdaginn með því að fara á flugeldasýninguna og tókum við hana með okkur til þess að sjá hvernig henni yrði við og sem betur fer þá kippti hún sér ekkert upp við þetta allt saman, við höfðum hana að vísu inní bíl en opin glugga og henni var alveg sama, þannig að nú veit maður það að henni verður óhætt á gamlárskvöld.
Adios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 28. desember 2008
Það er bara alltaf veisla.
Okkur var boðið í matarboð í gærkv og var það ekki af verri endanum, frekar en við var að búast þegar þessar tvær frábæru mæðgur koma saman og búa eitthvað til, enda eru þær báðar snillingar í eldhúsinu. Það var boðið uppá londinlamb og léttreyktan lambahamborgarahrygg með öllu tilheyrandi og slurp slurp bara geggjað, í eftirrétt var svo heimatilbúin ís sem var algjört sælgæti.
Heim var svo komið um seint og um síðir ( á mínum tíma ) eftir frábært kvöld með þessu fólki. Títlan mín fékk reyndar að gista þar sem önnur þeirra á nú smá part í minni dömu og leiddist minni það ekki að fá loksins að sofa þarna.
Í dag er stefnan tekinn á eitt alherjar jólaboð hérna hjá mér, þar sem við 6 systkininn sem hérna búa leggjum öll í púkkið til þess að halda svona stóra veislu, enda verðum við slatti mörg, þeir sem mæta verða, foreldrar okkar, við systkininn, makar, börn, barnabörn og barnabarnabörn, þannig að hér gæti mundast hin stæðsti hópur þegar upp verður staðið, ekki þori ég nú að kasta tölu á þetta strax, kem með hana kannski inn hérna í kvöld.
Enn ég er alveg sannfærð um að þetta verður hrikalega gaman því ég elska að hafa allt þetta fólk í kringum mig, ég elska að eiga svona stóra fjölskyldu og vildi óska þess að við myndum hittast mikið oftar en við gerum.
En nú er best að halda áfram að undirbúa veisluna.
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 27. desember 2008
Þriðji í jólum og afmæliskveðja....
Og lífið heldur áfram sinn vanagang. Samkvæmt hitamælirnum mínum er 8 gráðu hiti hérna hjá mér í dag, en það blæs alveg þokkalega mikið með þessum hita þannig að það virðist ekki vera jafnheitt.
Jenný litla drottininginn á þessum bæ þurfti að fara til dýralæknis nú í morgun því að hún er kominn með svo hræðilega sýkingu í hægra eyrað, en er mjög algengt með þessa tegund af hundi, dýralæknirinn gaf henni róandi svo auðveldara sé að þrífa á henni eyrað og gefa henni sýklalyfi, þannig að mín verður sjálfsagt frekar vönkuð í dag þessi elska.
Það er alveg ótrúlegt hvað manni getur þótt vænt um þessi dýr, yfir hátíðar er hún búin að liggja meira og minna í fanginu á mér ef ég hef sest niður einhvers staðar, ég hringdi í dýralæknir í gær og ætlaði með hana þá en þegar ég var búin að lýsa þessu fyrir henni, þá endilega bað hún mig um að bíða til dagsins í dag, því þetta myndi annars kosta mig dágóðan skilding að kalla hana út og þar sem þetta reyndist ekki hættulegt þá ákvað ég að gera það.
það held ég að mín verði glöð þegar hún losnar við óþægindinn af þessu drasli.
Annars er svo stefnan tekinn á búðarráp á eftir, þvi hér þarf að skila einu og öðru sem fengið var í jólagjöf, þar á meðal frjarstýrð drekafluga sem kútur fékk, en bölvuð flugan vill bara alls ekki fljúga og nógu dýr var hún nú samt arg. Ég þoli ekki þegar eitthvað er keypt sem síðan virkar ekki.
Svo þarf að skila nokkrum bókum og einum leik þar sem tvennt af þessu kom í hús á aðfangadag og höfum við nú ekki mikið að gera við tvennt af því.
Í lokinn langar mig svo að óska henni systur minni til hamingju með daginn, en hún er 30 something í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 26. desember 2008
Annar í jólum
og allir búnir að tileinka sér alla þá svefnóreglu sem hugsat getur, hér er vakað framyfir miðnætti og sofið til 9 og 10 á morgnana nema títlan sem sefur eins og unglingur til að ganga 12 og gaurinn sefur enn.
Hangikjötið í gær var alveg syndsamlega gott og ekki skemmdi jafningurinn fyrir heldur slurp, namm, ætluninn var að hafa svo afganga í kvöld en það stefnir allt í það að ekki verði úr miklu að moða í þeim efnum þannig að hér verður eldað læri sem búið er að vera þiðna í nokkra daga á köldum stað.
Við mæðgur lágum bara afvelta í gærkvöldi og horfðum á báðar íslensku myndirnar sem sýndar voru á rúv og stöð 2 og svo varið lesið í bókini hennar Jónu og er hún hreint alveg snilld þessi bók.
Kútur er bara sáttur með sitt og neitar að fara útúr húsi nema í algerri neyð og sú neyð hefur ekki komið upp ennþá, ég að vísu gat pínt hann í kaffiboðið hjá foreldrum mínum í gær en það var nú bara vegna þess að þar gat hann horft á teiknimyndir og strítt frændum og frænkum alveg helling, honum þótti það nú ekki leiðinlegt þó að mér hafi nú ekki þótt öskrinn neitt skemmtileg.
Annars er stefnan tekinn á rólegheit í dag, búið að að taka þrifskver ryksugað og skúrað og hent í þvottavélina, ég nefnilega nenni ekki að safna upp þvotti þrátt fyrir hátíðar.
Jólaknús á ykkur elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 25. desember 2008
Yndislegur dagur afstaðinn
og allir fóru sáttir að sofa, reyndar ekki fyrren um 1 leytið og hefur það ekki gerst í mörg ár. Dagurinn gekk slysalaust fyrir sig, yngstu voru alveg þokkalega róleg lengst framan að. Maturinn var meiriháttar, en það er kominn hef'ð fyrir því að hafa innbakaðan hamborgarhrygg í búttudeig á þessum degi, reyndar var ég með tvö vegna þess að annar er með gráðost og gráðostasósa með honum nammi, hin er svo hefðbundinn með púðursykurbráð og rauðvínssósu, ekki verra.
Títlan mín hefur aldrei verið svona dugleg að ganga frá eftir matinn og lá við að diskar væru rifnir af manni áður en klárað var af honum. Eftir matinn var svo fært sig inn í stofu þar sem títlan las upp jólasögu sem hún samdi sjálf og svo var skellt sér í pakkaflóðið og hrundi eitt og annað úr hverjum pakka, allir fengu bækur og ég þar á meðal og var það bókinn hennar Jónu Á Gísladóttir bloggvinkonu okkar flestra og byrjuninn á henni lofar meiru en góðu, enda snilldarpenni þar á ferð eins og þið vitið.
Jólakortinn voru opnuð og síðan kom að Ístertuni og heitri marssósu með, bara geggjað og eftir það var svo farið að slappa af með öllum mínum börnum og barnabarni, en elsta mín og hennar barnsfaðir komu eftir að þau voru búin að borða og opna pakka heima hjá henni, það var ákveðið að horfa á eina barnamyd sem leyndist í pakka títlunar og var kúturinn eitthvað orðinn trekktur þvi eins og þið vitið sem mig lesið að þá er hann ekki eins og flest önnur börn.
Það vildi þannig til að Birtan mín braut glas á stofugólfinu og pabbi hennar sótti ryksugu til að ná upp öllum brotum, nú svo þegar þvi var lokið og ekki var búið að ganga frá ryksuguni á réttan stað þá taldi kútur það vera snilldarhugmynd að taka annan kettlinginn og stinga hausnum á honum inní barkan og kveikja á ryksuguni, okkur brá öllum skelfilega þegar þetta uppgötvaðist og allir byrja á garga á kútinn, hvað hann sé eiginlega að gera en hann var ekki að skilja þetta fát sem kom á fólkið sér í lagi á elstu systir sína, en málið er það að um þetta leyti er hann orðinn alveg lyfjalaus og þá dettur honum ýmislegt í hug sem kannski annars hann myndi ekki framkvæma.
Ég benti þó systur hans á það að svona væru öll kvöld hjá mér núorðið eftir að svefnlyfinn voru tekinn af honum, ekki það að hann sé að setja kettling inni ryksugubarka heldur það að lætinn í honum geta alla ært þegar hann byrjar, en sem betur fer þá varð kisu litlu ekki meint af þessu og hefur hún það bar fínt.
Í dag er stefnan tekinn á náttföt og rólegheit frameftir degi, síðan verður kíkt í eins og eitt kaffiboð og í kvöld er það svo hangikjötið góða á borðum hérna nammi namm.
Jólaknús á ykkur elskurnar mínar og megi dagurinn verða ykkur sem yndislegastur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Jólakveðja
Gleðileg jól og farsælt komandi ár, allir mínir vinir.
Megi hátíð ljós og friðar veita ykkur gleði og hamingju.
Megi árið 2009 verði ykkur öllum til góða.
Guð og gæfan fylgi ykkur um ókomna tíð.
Annars erum við bara góð þessi fjölskylda, mikil spenna kominn í börnin eins og venja er á flestum heimilum, hér er allt tilbúið og jólin geta komið.
Sendi ykkur öllum hér með (((((((((((((((((((((((( RISA JÓLA KNÚS ))))))))))))))))))))))))))))
Eitt jólalag til ykkar frá mér svona í lokinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 22. desember 2008
Jólamyndir
Er ekki lag að setja svo inn eins og eitt myndband sem vert er að hugsa um þessa dagana.
Jóla knús á ykkur öll elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 20. desember 2008
Dagur 1 í sölu að kveldi kominn
og er maður ílla þreyttur eftir þennan dag, en mikið var samt gaman. Salan gekk vel og fólk dáðist mikið af vörunum sem við erum að selja. Undir lok dag fékk ég þó leyfi til þess að færa mig um set og á morgun verð ég svona meira miðsvæðis og vonandi verður bara enn meira sala á morgun en í dag þó hún hafi verið góð í dag.
Kúturinn kom með mér í morgun þegar ég var að raða upp og þar sem það er cd og dvd markaður á sama stað þá tók minn sig til og fór að raða öllum diskum á réttan stað fyrir þá sem eru með þann markað hehe. Þannig að þegar þeir komu á staðinn hafa þeir ábyggilega hugsað sitt að búið væri að raða hluta að dótinu þeirra uppá nýtt.
Títlan mín var svo með mér part úr degi og fannst henni það nú ekki leiðinlegt þegar hún fékk að passa borðið meðan mamman fór í syndina, henni þótti það verst að ekkert var verslað á meðan hún var við stjórnvölinn hehe.
Gaurinn minn kom meira að seigja aðeins við hjá mömmu sinni og sjá hvernig henni gengi og stoppaði dágóða stund hjá mér, þannig að öll börnin mín tóku þátt í þessu brasi mínu og er bara gaman af því.
Í kvöld er svo stefnan tekinn á sófakús þar sem ég er alveg búin á því og nú þarf að hlaða batteríinn fyrir morgundaginn því þá verður staðið einn dag til í Norðurporti (Krepputorgi) en eftir morgundaginn verður þessari sölu lokið fyrir þessi Jól, þannig að elskurnar mínar ef ykkur vantar ennþá eitthvað fallegt til að gefa í jólagjöf eða nú bara fyrir ykkur sjálf þá er um að gera að kíkja á morgun því þetta eru það ódýrar vörur að það er um að gera að nýta sér það, ekki satt.
ADIOS MY DARLINGS
Bloggar | Breytt 21.12.2008 kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 20. desember 2008
Brjálað að gera.
Já það er sko búið að vera nóg að gera á þessum bæ undanfarna daga, meira að seigja svo mikið að ég hef ekki haft tíma til að blogga í eina 2 eða 3 daga, já hérna.
Ég fór í skólan hjá kút í fyrradag að taka við einkunnum hjá honum og það get ég svarið að ég var að rifna úr monti þegar ég sá þær, lægsta einkunn er 6 og restin svo 7, 8, 9 og 9,5 ekki amalegt hjá mínum. Í þeim skóla sem hann er í er allt svo persónulegt, þarna var boðið uppá súpu og brauð fyrir foreldra og börn og bragðaðist hvoru tveggja meiriháttar vel, svo er maður bara kallaður í smá spjall og allt svo heimilslegt og gott.
Í dag verð ég svo stödd í Norðurporti (krepputorgi) að selja Jóladótið sem ég er með og líka reyndar á morgun, þannig að nú er um að gera að kíkja fyrir þá sem geta og skoða það sem ég hef uppá að bjóða, ásamt fullt af öðrum varning sem aðrir eru að selja þarna líka.
Kallarnir eru báðir útskrifaðir af sjúkrahúsinu sem er bara FRÁBÆRT, því ég var orðin hundþreytt á því að fara þarna 2svar til 3svar á dag.
Annars bara góð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Sjúkrahúsferðum fækkar ekki.
Það er ekki ein báran stök hjá manni stundum, búið er að leggja báða kallana mína aftur inn, annar kom reyndar heim aftur í gærmorgun eftir 2ja daga veru en þá var hinn lagður inn seinnipartinn í gær og er þar enn. Þetta er alveg með ólíkindum stundum, svol að mínum ferðum þarna á FSA er ekki lokið ennþá hvænar það verður veit enginn, þetta virðist ætla að draga meiri dilk á eftir sér en ég bjóst við í upphafi.
Annars bíða börnin spennt eftir jólafríi, sér í lagi kúturinn minn sem er að farast úr spenning yfir því að komast í skólafrí.
Títlan mín er reyndar líka mjög spennt en af annarí ástæðu þó, málið er nefnilega hjá henni að hún fær að fara í sinn gamla skóla aftur eins og ég hef áður getið um og spennan liggur á þá leið að fara aftur í þann skóla og ég vona svo af öllu hjarta að henni verði vel tekið þar aftur eins og var þegar hún byrjaði þar í upphafi.
Annars erum við bara góð á þessu heimili og reynum alla hvað við getum að vera jákvæð þrátt fyrir allt það sem gegnur á hér.
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
264 dagar til jóla
Af mbl.is
Fólk
- Eignaðist sitt fjórða barn með aðstoð staðgöngumóður
- Vissi alltaf að ég vildi skrifa
- Helena krýnd Ungfrú Ísland
- Nýr snúningur á deilu rapparanna Kendricks Lamars og Drake
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
- Skynja fremur en skilja
- Van Damme sagður hafa sofið hjá fórnarlömbum mansals
- Svona lítur Dewey út í dag