Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 9. janúar 2009
Engin príkantur hér.
Gaurinn minn fann þetta myndband og sýndi mér og það er bara tærasta snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Fundurinn....................
Þá er hann afstaðinn, fyrsti fundur ársins hjá kút. Verið var að setja niður tillögur að áframhaldandi vinnu með hann sér í lagi hvað varðar hreyfingu og tölvunotkun. fundurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel, þar sem stuðningsaðili og ráðgjafi færðu mér þær fréttir að stðningsaðilinn hefur undanfarið verið að spjalla við kútinn um hans matarvenjur, sem er bara gott, en málið sem er ekki jafn gott er það að kútur er bara búin að vera búa til alls kyns sögur um matarvenjur þessa heimilis og þær eru sko ekki af verri endanum skal ég seigja ykkur ;)
Samkvæmt matseðli sonar míns lítur hann svona út.
Það eru samlokur og franskar í mörg mál og sporðrennir minn maður alveg þremur samlokum í einu plús frönskum og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða morgunmat. miðdegiskaffi eða kvöldmat, nú þessi á milli eru hamborgarar með öllu tilheyrandi og svo oft er ís í eftirrétt með heitri íssósu.
Þetta er svona mest megnis það sem er á boðstólnum hér á bæ alla daga hahahahaha. Það sem mér fannst langfyndnast við þetta er það að allir trúðu honum og ég gat bara ekki að því að skellihlægja þegar ég heyrði þennan matseðil.
Málið er það að hann veitir því afskaplega litla eftirtekt hvað hann er að borða hverju sinni, samanber að ef ég spyr hann hvað hann hafi fengið í matinní skólanum þá sjaldnast man hann það, annað hvort er yppt öxlum eða sagt, hva ég man það ekkert mamma.
Mín trú er sú að þar sem hamborgari og samloka eru hans uppáhald þá ákvað minn bara að svol væri hér í matinn uppá hvern dag, líka um jólin hehe.
Auðvitað kemur það fyrir að hérna sé hamborgari eða samloka í matin, en það er þá þegar hann fær að velja og yfirleitt velur hann einu siinni í mán og systkini hans líka.
Ég benti þaim góðfúslega á það að þau ættu nú að vera farinn að þekkja minn mann betur þetta og sem betur var mér nú trúað þegar ég sagði þeim að hversdags matur væri hér á borðum aðra daga.
Svo var rætt um félagslegu hliðina hjá honum og hvað mætti fara betur á þann veg, ýmsir hugm voru bornar á borð og þ.á.m hugm um að koma honum í sund með vini sínum og svo að skella sér í kjarnaskóg og leika sér ca einu sinni í viku, þetta leggst mjög vel í kútinn og mig líka þannig að nú er stefnan tekin á sundferð og kjarnskógar ferð í næstu viku.
Knús elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Þetta er að koma.
Jólaskrautið loksins komið niður í kassa og mikið afskaplega er tómlegt hjá mér núna, ég á nefnilega mikið meira af jólaskrauti en hversdagsskrautinu, ég skipti líka út á nokkrum stöðum seríum og setti hvítar í staðin, bara hlýtt og fallegt.
Mikið ofsalega er ég stolt af títluni minni, þessi elska er sko ekki að veigra það fyrir sér að skella sér bara í strætó heim eftir skóla og henni finnst það bara ferlega gaman, meira að seigja hringir þessa elska í mig og tilkynnir mér það að hún ætli sko ekki að koma með mér heim þegar ég sæki bróðir hennar, hún er bara snilld þessi elska.
Á morgun er ég svo að fara á fyrsta fund ársins hjá kút og verður það örugglega spennandi fundur eins og alltaf, mér finnst alltaf mjög gott að komast á þessi fundi sér í lagi vegna þess að þá fæ ég að heyra af framförum hjá honum og finnst ekki öllum gaman að heyra eitthv fallegt og gott um börnin sín, það finnst mér alla vega.
Um reykleysið ætla ég ekki að tala núna, nema bara að það að þetta er að ganga.
Knús elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Nú ætla ég að seigja stríð á hendur níkotín naglanum
Og er þetta minn síðasti reykinga dagur og það vonandi um alla framtíð, ég er vægast sagt komin með ÓGEÐ á þessum VIÐBJÓÐ. Undanfarna daga og vikur hef ég verið að reyna að heilaþvo sjálfa mig með því að seigja sjálfri mér hversu mikill VIÐBJÓÐUR þetta er og loksins í dag tók ég ákvörðun.
ÉG MUN DREPA Í MÍNUM SÍÐASTA EITURNAGLA Í KVÖLD ÁÐUR EN ÉG FER AÐ SOFA.
Og hjálpartækið sem ég ætla að nota í þetta skipti er munnstykki og sjá hvernig það gengur. Þetta er reyndar í fjórða skiptið sem ég reyni þetta, en einhvern vegin í þetta skipti hlakkar mig til, en kvíð ekki fyrir eins og í hin 3 skiptin.
Langaði bara að deila þessu með ykkur.
Knúsi knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Burr rok og rigning
Hér er bullandi rok og rigning með af og til, hitinn er að vísu 7,8 gráður en manni finnst bara ekkert heitt þegar það blæs svona mikið, þetta tíðarfar hér á landi nálgast það að vera lygasaga rett og slett, svei mér þá.
Í morgun kom upp sá dagur þar sem býsna erfitt var að senda kútinn í skólan, hér grét hann söltum tárum því hann var svo ofsalega veikur í maganum og hálsinum (að eigin sögn), en þar sem ég vissi að ekki væri mikil sannleikur í þeim orðum þá tók við bras að fá hann til að fara í skólan sáttur og gekk það fyrir rest.
Mikið ofsalega finnst mér alltaf erfitt þegar ég þarf að rengja hann, hjartað í mér tekur stökk þvi auðvitað vil ég leyfa honum að vera heima og trúa því sem hann seigjir, en ég veit sem ég að svol gengur það víst ekki, burt séð frá því hvað þetta mömmuhjarta seigjir.
Ég hef alltaf verið óttaleg hænumamma hvað hann varðar, helst vildi ég vefja hann inní bómul og passa hann eins og sjáaldur augna minna, en þökk sé skóla hans þá gefa þeir mér ekki tækifæri á því.
Það er bara einhvern vegin þannig þegar maður á barn sem er ekki eins og flest allir aðrir þá vill maður eiga það til að finnast maður vera höfuð og herðar í öllu því sem lagt er á barnið.
ADIOS ELSKURNAR MÍNAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Þá er komið að síðasta degi jóla.
Og reglan seigjir niður með jólaskraut, en það verður ekki á mínu heimili, alla vega ekki í dag þar sem ég er ennþá að haltrast hér eða styðst við hækjur sem eru hérna heima, þannig að þangað til að ég er búin að jafna mig þá verða jól hjá mér.
Annars eins og ég sagði um dagin þá ætla ég nú bara að skipta út marglitum seríum fyrir hvítar.
Hér vaknaði títlan mín fyrir allar aldir í morgun því hún var svo spennt að komast aftur í gamla skólan sinn að mín var búin að rífa sig upp fyrir kl 6, svo hún ætti að verða vel þreytt eftir daginn. Kútur fór að sjálfsögðu líka í sinn skóla og kom sáttur heim, eftir gærdaginn kom hann að vísu mjög ósáttur heim en það var vegna þess að hann fékk nýja lestrarbók og hún er takk fyrir 117bls og það fannst mínum manni aðeins og mikið fyrir sinn smekk sér í lagi vegna þess að bókinn á undan fyllti bara 99 bls og það var sko allt annað mál. Einnig var hann mjög ósáttur við það að hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn og þar var minn vigtaður og hæðarmældur og þar sem hann hafði lést um 1kg og lengst eitthv smá þá var sko bara allt ömurlegt, því minn maður vill sko hvorki léttast né stækka því það kallar á breytingar og það er hann ekki sáttur við.
Við ræddum bæði bók og létting og þegar ég var búin að útskýra þetta allt saman fyrir honum þá fór nú aðeins að léttast á honum augabrýrnar. En það sem þetta barn mitt er hrætt við allar breytingar er bara skelfilegt, þá skiptir ekki máli hvort það séu góðar eða slæmar breytingar, málið er bara það að engu má breyta hvað svo sem það er.
Annars var ég alveg að rifna úr monti yfir honum í gærkv, þannig var að hann var að horfa með mér á þátt þar sem bæði kom fyrir íslenskur og enskur texti annað slagið og kútur las báða textana reiprennandi og var snöggur að, þetta sagði mér það hversu miklum framförum þessi elska er að taka að það er alveg hreint með ólíkindum.
Knús á ykkur elskurnar inní góða jólarest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 5. janúar 2009
Já hann fór í skólan þessi elska.
Það var reynt í lengstu lög að nefna ekki skólan í hans eyru í gær og gekk það vel, það varð að vísu uppi fótur og fit þegar mömmuni varð ljóst að skólinn hjá gaurnum og títluni byrjar ekki fyrren á morgun, það er eitthvað sem kútur mátti alls ekki vita af og það hafðist að pukra með það.
Hann að vísu spurði mig í morgun af hverju þau væru ekki komin á fætur en ég bjargaði mér útúr því, annars hefði ekki verið séns að senda hann í sinn skóla.
Með nýju ári vaknaði viðskiptahugmynd í kolli þessarar konu og er ég þegar byrjuð að vinna með hana, hringja í Nýsköpunarmiðstöðina og bera þetta undir þá þar, næsta skerf er síðan að fara í viðtal við þá hérna fyrir norðan og þá verða öll spil lögð á borðið og séð út hvort grundvöllur sé fyrir þessu eður ei.
Ef af þessu verður, verður þetta einna sinnar tegundar hér á landi og gæti orðið þvílíkt spennandi. kostnaður verður að sjálfsögðu alltaf einhver en þó ekki það mikil miðað við start á nýju fyrirtæki.
Þetta gæti einnig verið atvinnuskapandi fyrir fl en mig þannig að hugsanlega þyrfti ég að ráða einhverja í vinnu sem er náttúrulega bara frábært. Já er ekki um að gera að hugsa stórt á þessum síðstu og bestu. Hehe.
Annars gaf helv fóturinn sig í gær hjá mér, sá hægri og haltra ég nú hér um allt hús, svo virðist sem ég missi allan mátt í honum og dreg hann einhvern vegin á eftir mér, svo sest ég niður og jafna mig, en þegar ég fer aftur af stað þá kemur þetta helv aftur og er alveg skelfilega vont.
Ég hef fengið svona í fótinn af og til síðustu 12 ár eða svo, en í þetta skipti leið óvenju langur tími á milli þannig að ég hélt að þetta vær nú kannski búið, en nei svo gott er það nú ekki.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Long time no see
Eitthvað er maður púnkteraður þessa dagana nú þegar jól og áramót eru liðin, ég hef óskop lítið verið við tölvu undanfarið, bara hvorki nennt því né viljað.
Í dag snýst lífið um að undirbúa kútinn undir skólabyrjun sem er á morgun og er minn sko alls ekki sáttur við það, gærdagur gekk útá það hversu veikur hann væri orðinn, upp kom handleggsbrot fyrst til að byrja með og tók hann uppá því að teipa á sér allan hægri handlegginn í þeirri von að sleppa við skólan, nú þegar það virkaði ekki, tók við hjartaáfall og ég væri nú meiri grýlan að ætla senda barnið í skólan með hjartaáfall, ekki gekk það nógu vel, þannig að við tók lungabólga svo svæsinn að hann vinsamlegast bað mig að hringja á sjúkrabíl, hann bara gæti varla andað, ekki gekk það heldur, en þá fékk minn svona æginlega dofa í báða fætur og ekki nokkur lífsins leið væri fyrir hann að labba hvorki eitt né neitt, þetta er svona það sem ég man að hans veikindahrinu í gær. Hvað það verður svo í dag er ekki komið í ljós ennþá.
Títlan mín hins vegar ruggar á mörkum þess að verða lasin, er komin með ljótan hósta og hálsbólgu og það er sko ekki að falla í góðan jarðveg hjá minni, því hún ætlar sér sko í skólan í fyrramálið því mín er að byrja aftur í gamla skólanum sínum og finnst henni það nú ekki amalegt.
Já það er víst óhætt að seigja það að þessi tvö börn mín gætu ekki verið ólíkari og þá skiptir ekki máli á hvað hátt það er.
Mikið á ég eftir að sakna allra jólaljósana þegar þau fara að hverfa eitt af öðru næstu daga, einhvern vegin finnst mér þetta gefa svo mikla hlýju og von. Ér reyndar ætla að skipta út ljósaseríum hjá mér og leggja hvítar seríur í flesta glugga hjá mér og hafa þær þar meðan svona dimmt er úti stæðstan part dagsins.
Annars erum við bara góð og hlakka ég til að koma á reglu aftur hér á þessu heimili hvað varðar svefn og annað, því einhvern vegin er það svo að í fríium fer allt í klessu, ég hef meira að seigja náð því nokkur kvöld að vaka framyfir miðnætti og telst það sko til tíðinda á þessum bæ og svo til að kóróna þetta allt saman þá hef ég líka náð að sofa alveg til kl 8.30 suma daga, ja hérna, hvað er að verða um þessa konu, já maður spyr sig hehe.
Knús á ykkur inní góða helgarrest mín kæru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Áramótakveðja og Árið 2008 kvatt og nýju ári heilsað.
Og ætla ég mér að kveðja það hérna og stikla á stóru með það hvernig árið hefur verið hjá mér.
Janúar byrjaði alveg ágætlega, allir undu glaðir við sitt og taldi ég okkur örugg í því húsnæði sem við hefðum átt að hafa á leigu í 3 ár og var fyrsta árinu ekki lokið, en nei svo gott var það ekki, í lok jan fæ ég uppsagnarbréf og forsendur uppsagnar eru þær að elsta dóttirinn þjáist af heimþrá og jary jary, ok ég fór og leitaði réttar míns með þetta og viti menn, uppsögninn var ólögleg, en þar sem ég kunni ekki við að sitja í húsi vitandi að eigendur þess væru á leigumarkaðnum ákvað ég að taka þessari uppsögn. Ok tímin líður og ég finn aðra íbúð fyrir okkur, en þegar einhverjir dagar eru eftir að leigutímanum draga þau uppsögnina til baka og lofa mér því að þetta rugl sé á enda komið og ekki verði meira vesen af þeirra hálfu, ok ég tek því og trúi, en nei svo gott var það ekki.
u.þ.b. tveimur mán seinna er mér aftur sagt upp og nú á forsendum skilnaðar þeirra hjóna, en nú með 6 mán fyrirvara, þarna var mér allri lokið og eftir vangaveltur í einhverja daga ákvað ég að koma mér útúr þessu rugli, ég gat bara ekki staðið í þessu lengur andlega og fann mér annað húsnæði sem ég er í nú, kosturinn við að vera hérna er sá að leigutíminn er bara þetta langur og ekki orð um það meir.
Kúturinn minn gekk í gegnum eitt og annað læknisfræðilega séð, þ.á.m. var hnekkt einum tveimur greiningum sem ég kom með frá Noregi og er það gott mál, hann var tekinn af sínum svefnlyfjum og dregur það enn dilk á eftir sér hvað varðar svefninn, en að sama skapi er hann allur að lifna við og verða opnari og félagslyndari, sem er frábært. Hann er ennþá í besta skóla í heimi og tel ég það vera forréttindi að hann hafi fengið þar inni á sínum tíma, er hann að byrja sína fjórðu önn þar, en þar er ástandið metið eftir hverja önn.
Gaurinn minn hefur svo tekið þvílíkum stökkbreytingum á árinu að það hálfa væri alveg nóg, ég held ég hafi aldrei séð nokkra manneskju þroskast eins hratt og hann hefur gert þetta árið, bæði andlega og líkamlega, oft hef ég sagt við hann og aðra að án hans hefði ég sennilega lent uppá deild í einhver skipti, því svo mikið hefur hann verið mér innan handar með svo margt. Það er leitinn að jafn þrifnum ungling og honum, þessi elska tekur sig til og setur í þvottavél fyrir mömmu sína oft í viku, herb hans er alltaf hreint og fínt og á hann voða erfitt með að sjá drasl útúm allt. Af honum er ég einstaklega stolt.
Títlan mín hefur svo gengið í gegnum eitt og annað, margt gott en annað verra, þessi elska er ein af þeim sem alltaf hefur þurft að eiga mikið af vinum og lengst framan af gekk það vel, hins vegar seig á ógæfuhliðina þegar við fluttum á milli hverfa hér í bæ, hún þreifst mjög ílla og náði engum tengslum við nýja skólafélaga, þannig að á það ráð var tekið að flytja hana aftur í sinn gamla skóla og byrjar hún aftur í honum eftir áramót.
Stórasta stelpan mín hefur svo staðið sig eins og hetja þetta árið sem og öll önnur, þær mæðgur fluttu til okkar á haustmánuðum og voru hjá mér til loka nóv en þá fengu þær loksins íbúð á viðráðanlegu verði og una þær sáttar með sitt á nýju heimili.
Annars verður dagurinn í dag tekin með trompi, stefnan er að elda hérna eins og eitt stykki kalkún og gúmmelaði með, síðan verður haldið af stað og farið á brennu og flugeldasýningu en eftir það verður haldið til tveggja vinahjóna og þar verður horft á skaupið og skálað á nýju ári.
Kæru vinir nær og fjær, ykkur óska ég GLEÐILEGS ÁRS OG MIKILAR FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI. Megi árið 2009 verða ykkur öllum sem best.
ÁRAMÓTAKNÚS Á YKKUR ÖLL ELSKURNAR MÍNAR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þriðjudagur, 30. desember 2008
.....................................
Ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að fá kútinn til þess að fara með okkur eitthvert annað kvöld ef eitthvað verður farið, nú harðneitar hann að taka þátt í því að fagna nýju ári, seigjist hata flugelda og vilji hvorki sjá þá né heyra. Þetta er alveg ný bóla hjá mínum, síðustu ár hefur þetta verið eitt það skemmtilegasta hjá mínum, það að sjá rakettur þjóta um himininn, en nei ekki þetta árið.
Ég fékk hann með mér rúnt á þá staði sem seldir eru flugeldar í gærkv til þess að skoða verð og úrval og það var alveg sama á hvað ég benti, ekkert sem heillaði, reyndar er þetta gott á margan hátt, td að nú verður lítið keypt af flugeldum ef þá nokkrir, það kemur í ljós í dag eða morgun.
Gaurinn minn ætlar að eyða áramótunum með sínu föðurfólki og er það bara gott mál, hann er búin að vera mikið með þeim yfir hátíðar og er það frábært, hann var nefnilega búin að vera alltof latur að heimsækja sitt fólk þeim megin, ég vona bara að áframhald verði á þessu eftir áramót og að hann kíki oftar í sveitina til þeirra.
Annars erum við bara góð hérna megin sko. Jenny mín er öll að koma til eftir sín eyrnaveikindi og farinn að gelta þegar dyrabjallan glimur, þannig að í fyrsta skipti er ég glöð með geltið hennar. Alveg er það ótrúlegt hvað maður getur orðið háður þessum dýrum sínum, aldrei á ævi minni hélt ég að líf mitt myndi snúast um hund eða kött, hvað þá heldur að þurfa hugsa fyrir því húsnæðislega séð, hvort dýr megi fylgja manni eða ekki, en svona er maður skrýtin skrúfa.
Títlan er bara sátt og hlakkar til að byrja í gamla skólanum sínum aftur, hún þrifst best ef hún hefur nóg að gera frá morgni til kvölds, alla daga.
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu