Leita í fréttum mbl.is

dúdda mía

hvað það er langt síðan að maður bloggaði síðast enda svosem nóg að gera á þessum bæ.

Litli anginn minn sem er reyndar ekkert lítill orðinn 10 ára er búin að vera í fullt að testum og viðtölum og ég líka undanfarnar vikur,endalaust nýjar greiningar og niðurstaðan alltaf sú sama nema ef vera skildi að það bættist alltaf eitthvað nýtt við,

Samt er alveg ótrúlegt hversu miklum framförum hann hefur tekið frá því að hann byrjaði í hlíðarskóla það er bara alveg hreint ótrúlegt,drengur sem búið var að stimpla sem vonlaust eintak í norge og mér var meðal annars tjáð það að hans ævi yrði nú ekki löng ég skildi búa mig undir það að missa hann uppúr tvítugu og jafnframt gera ráð fyrir því að fyrir þann tíma yrði að koma honum fyrir á einhverri stofnun því þetta yrði of erfitt fyrir mig að vera með hann heima svona á sig kominn,en viti menn hérna á ÍSLANDINU góða eru bara fullt af góðum hlutum að gerast með þessa elsku og hann á jafnmiklar lífslíkur og hver annar meðaljón,getið þið ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að fá úrskurðan dauðadóm yfir 8 ára gömlum syni sínum en svo gamall var hann þegar þessi úrskurður kom í norge.

Ég seigji það eins oft hver vill heyra að sú ákvörðun að flytja heim aftur er sú mikilvægasta sem ég hef tekið um ævina fyrir mig og alla mína fjölskyldu og ég er búinn að komast að því að ég ELSKA litla fallega ÍSLANDIÐ MITT.

KV Helga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband