Leita í fréttum mbl.is

Komið að ferðalokum

því að á morgun leggjum við af stað heim,þetta er búið að vera alveg hreint yndislegur tími á heildina litið og ég mun seint eða aldrei getað þakkað VILDARBÖRNUM ICELANDAIR að hafa gert okkur kleift að fara þessa ferð,við erum búin að fara 6 sinnum í garða hérna sem eru hver öðrum fallegri í gær var endahnútur sleginn með ferð í  disney animal kingdom og svo í  disney MGM studios og guð minn góður hvílík fegurð þegar kveikt var á hvorki meira né minna en 9.000.000 milljón JÓLALJÓSUM (er ekki annars 6 núll í milljónBlush ) á amerikan street þetta var bara klikkun svo fallegt var það og múskín stjórnaði ljósonum,það urðu allar 3 myndavélarnar batteríslausar við tökur á dýrðini en þá vorum símar teknir upp og haldið áfram að mynda.

Kútur er búin að vera svolítið trekktur síðustu 2 daga en ég held að það komi til af yfirvofandi heimferð  ekki það að hann langi ekki heim heldur tilhugsunin um breytt umhverfi eina ferðina enn og þó að umhverfið sé heim þá er samt alltaf svo erfitt að fara með hann í annað umhverfi.

Hér er hitinn búin að vera um og yfir 30gr síðustu daga og ég seigji nú bara guðs sé lof fyrir að við biðum ekki frammá næsta sumar til þess að fara því þá hefðum við dáið,litla skottið mitt er bara venju samkvæmt orðin dökkbrún meðan við hin höfum rét skipt lit,en það er bara þannig með hana að það er nóg fyrir hana að vita að sólin skín þá fær hún lit,enda sagði ég við hana í gær að það mætti halda að hún ein hefði verið á florída en við hin orðið eftir á grænlandi hehe.

 Við sem sagt leggjum af stað með flugi kl 18.00 annað kvöld en lendum ekki fyrren kl 06.00 á sunnudagsmorgni að staðartíma og mestu áhyggjur okkar núna eru þær að hvernig í óskoponum eigum við að koma öllum ferðatöskonum fyrir í bílonum því þetta er ekkert smáræði sem við komum með til baka,við megum koma með 14 töskur til samans og við náðum að fylla þær allar haldið þið að þetta sé klikkun og HÓST meira að seigja 2 töskum betur.

kv frá olrlando. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Alveg frábært að lesa hvað það hefur verið gaman hjá ykkur :) Þið eigið eftir að lifa lengi á þessu vona ég. Hafið það sem best á heimleiðinni og auðvitað eftir að heim er komið. Kveðja úr Danmörku

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 14.12.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband