Leita í fréttum mbl.is

Gærdagurinn hefði ekki getað orðið betri.

Að minnsta kosti hvað snýr að hátíðahöldum varðandi daginn, ég trúði því stæðsta part dagsins að ég væri að fara í leikhús en nei ekki aldeilis haldið þið að mér hafi ekki verið boðið á minningatónleikana hjá okkar ástsæla söngvara Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Guð minn góður þeir voru MEIRIHÁTTAR. Þeir stóðu yfir í rúmlega 2 og hálfan tíma og allan þann tíma var maður með gæsahúð frá toppi til táar, hver flutningurinn á fætur öðrum og allir þessir FRÁBÆRU söngvarar skiluðu sínu listavel.

Viðhaldið mitt var svo heppið að fá 2 miða í gær sökum afpantana þannig að hann tók þá ákvörðun að nýta sér það vegna þess að hann veit að þessi kona hér er FAN NUMBER 1 af Vilhjálmi og það get ég sagt ykkur að ég sat með tárinn í augunum stæðsta part tónleika einfaldlega vegna þess að þeir sem að þessu stóðu gerðu þetta allt saman svo LISTAVEL að unun var að sitja þarna og hlusta.

Annars var gærdagurinn stappaður af hlaupum útúm allan bæ og uppá skaga, það var byrjað á því að rúlla inní Hafnarfjörð fyrir 10 til þess að kikja á umgjarðir fyrir mig og titluna þar sem mér hafði verið bent að að gleraugnabúðinn þar væri með þeim ódýrustu á landinu og jú mikið rétt umgjarðir hjá þeim eru hræbillegar, en það eru glerinn hins vegar ekki frekar en annars staðar, þar sem að títlan mín getur engan vegin verið á gleraugna þá var tekin sú ákvörðun að kaupa á hana tvenn svo hún hefði til skiptana ef önnur skildu bila eða eitthvað, og það get ég sagt ykkur að bara glerinn fyrir hana í þessi tvennu gleraugu kostuðu hvorki meira né minna en 70.000kr takk fyrir, og heildarkostnaður af þessari gleraugnaferð kostaði mig bara litlar 108.000 já takk fyrir, en mér reiknast til að ég hafi fengið gleraugun fyrir kútin alveg frí í afsl sem hún gaf mér, það var nefnilega ákveðið að fá önnur gleraugu handa honum líka þar sem hin eru orðin alltof lítil á hann og líta þau út eins og 2 krækiber á andlitinu á honum, en nú fékk minn maður flott unglinga gleraugu og er bara virkilega sætur með þau þessi elska, títlan fékk líka að velja sér umgjörð og varð þar að sjálfsögðu svona gellugleraugu fyrir valinu hjá minni sem klæða hana virkilega vel og sjálf fékk ég með hinu fínustu umgjörð líka, svona tímalausa sem mér nægir þá að láta bara skipta um gler í þegar ég þarf að fá þau sterkari næst.

Þannig að allir fóru sáttir útúr þessari búð nema veskið mitt en það hlýtur að jafna sig með tíð og tíma hehe. 

Í fyrsta skipti í gær síðan óskopinn fóru að gerast hér á landi náði ég ekki að hlusta á svo mikið sem einn fréttatíma og MIKIÐ rosalega var það gott, ég hef ekki svo mikið sem litið á fréttir hér á netinu heldur þannig að ég veit ekkert hvað var að gerast hjá okkur í gær, en ég verð bara að seigja að mikið er það gott að geta sleppt tökum á þessum neikvæðu fréttum þó ekki sé nema í 1 dag, kannski ég bara sleppi þeim líka í dag, því maður einhvern vegin nær að útiloka það neikvæða sem búið er að gerast undanfarið og þegar ég veit ekkert hvað er að gerast þá verð ég bara mikið jákvæðari fyrir vikið.

On til next my darlings og megi dagurinn verða ykkur sem allra bestur.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að þú áttir góðan dag í gær, hefur örugglega verið yndi á tónleikunum. Hvað með símanr þitt

Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Helga skjol

Stína mín, ég skal senda þér sms á eftir þegar ég er komin á stað þar sem hægt er að hringja í mig.

Knús á þig elsku systir

Helga skjol, 11.10.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Glæsilegt

Birna Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 10:00

4 identicon

Hæ Helga min.. sma forvitni her, tar sem vid frettum nu helst aldrei neitt. Buid tid villi ekki saman ennta???. Mer finnst tu nefnilega næstum aldrei nefna hann her a blogginu og er farin ad efast um sambud ykkar i milli tar sem nu ertu farin ad tala um vidhaldid titt!!!!!

knus og kram fra einni alveg rosalega "forvirret"

stina nordquist (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vá flott kvöld .....

Tveir og hálfur tími undir lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar er bara yndislegt.

heppin.

Knús í áframhaldandi góda helgi.

Gudrún Hauksdótttir, 11.10.2008 kl. 18:26

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bíddu vid....

Eru tid Stína systur??

Gudrún Hauksdótttir, 11.10.2008 kl. 18:26

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:47

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég svara nú bara fyrir systir mína, já við erum systur Guðrún mín

Kristín Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið aldeilis frábært Helga mín.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott að gera kjarakaup á þessum síðustu og verstu.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband