Leita í fréttum mbl.is

Long time no see

Eitthvað er maður púnkteraður þessa dagana nú þegar jól og áramót eru liðin, ég hef óskop lítið verið við tölvu undanfarið, bara hvorki nennt því né viljað.

Í dag snýst lífið um að undirbúa kútinn undir skólabyrjun sem er á morgun og er minn sko alls ekki sáttur við það, gærdagur gekk útá það hversu veikur hann væri orðinn, upp kom handleggsbrot fyrst til að byrja með og tók hann uppá því að teipa á sér allan hægri handlegginn í þeirri von að sleppa við skólan, nú þegar það virkaði ekki, tók við hjartaáfall og ég væri nú meiri grýlan að ætla senda barnið í skólan með hjartaáfall, ekki gekk það nógu vel, þannig að við tók lungabólga svo svæsinn að hann vinsamlegast bað mig að hringja á sjúkrabíl, hann bara gæti varla andað, ekki gekk það heldur, en þá fékk minn svona æginlega dofa í báða fætur og ekki nokkur lífsins leið væri fyrir hann að labba hvorki eitt né neitt, þetta er svona það sem ég man að hans veikindahrinu í gær. Hvað það verður svo í dag er ekki komið í ljós ennþá.

Títlan mín hins vegar ruggar á mörkum þess að verða lasin, er komin með ljótan hósta og hálsbólgu og það er sko ekki að falla í góðan jarðveg hjá minni, því hún ætlar sér sko í skólan í fyrramálið því mín er að byrja aftur í gamla skólanum sínum og finnst henni það nú ekki amalegt.

Já það er víst óhætt að seigja það að þessi tvö börn mín gætu ekki verið ólíkari og þá skiptir ekki máli á hvað hátt það er.

Mikið á ég eftir að sakna allra jólaljósana þegar þau fara að hverfa eitt af öðru næstu daga, einhvern vegin finnst mér þetta gefa svo mikla hlýju og von. Ér reyndar ætla að skipta út ljósaseríum hjá mér og leggja hvítar seríur í flesta glugga hjá mér og hafa þær þar meðan svona dimmt er úti stæðstan part dagsins.

Annars erum við bara góð og hlakka ég til að koma á reglu aftur hér á þessu heimili hvað varðar svefn og annað, því einhvern vegin er það svo að í fríium fer allt í klessu, ég hef meira að seigja náð því nokkur kvöld að vaka framyfir miðnætti og telst það sko til tíðinda á þessum bæ og svo til að kóróna þetta allt saman þá hef ég líka náð að sofa alveg til kl 8.30 suma daga, ja hérna, hvað er að verða um þessa konu, já maður spyr sig hehe.

Knús á ykkur inní góða helgarrest mín kæruHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl, yndisleg börn sem þú átt, vonandi gengur þeim vel í skólanum og endilega hafa falleg ljós í glugganum, það er svo fallegt.

Hafðu góðan dag knús

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 4.1.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Helga skjol

Það er ekki skrýtið þó þú hafir hlegið Auður mín því það gerði ég líka, hann finnur uppá ýmsu þegar skólinn er að byrja.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Helga skjol

Yfirleitt gengur þeim vel í skólanum, erfiðast er að fá hann til að byrja og svo gengur fínt eftir það. Já ljósinn eru svo hlýleg.

Góðan dag á þig sömuleiðis mín kæra

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

og ætlar þú virkilega að senda barnið í skólan með hjartaáfall og alla hina kvillana hann er alveg snillingur hahahahahaha

vona nú að títlan sé ekki að verða veik 

knús á ykkur

Anita Björk Gunnarsdóttir, 4.1.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Helga skjol

Seigðu Aníta mín, ætli hann kæri mig ekki til bvn strax á morgun hehe.

Knús á þig elskan mín litla systir

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 11:31

6 identicon

Hæ elsku Helga mín.

Mikið er leiðinlegt að herya með með strákinn þinn. Ég þekki þetta líka svo vel. Þ.e. hvernig það er að vera að byrja í skóla og svona eftir jólafrí. Það er ekki alltaf gaman. Það tekur oft mikið á. Þegar maður er auk þess að glíma við einhver vandamál hvort sem þau eru líkamleg eða andleg.

Þekki þetta svo vel Helga mín. En hafðu það sem best og ég vona að þið komist að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Það ætla ég að vona hans vegna.

Hafðu það sem best Helga mín í dag og skilaðu kærri kveðju til kútsins þíns. Hann er yndislegur og það er gaman að eiga svona skemmtileg og góð börn.

Með kærri kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:18

7 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir falleg orð kæri Valgeir.

Eigðu góðan Sunnudag

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 12:46

8 Smámynd: Helga skjol

Góðan dag á þig líka mín kæra Dóra

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 12:46

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 hér er bara þoka og leti.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:38

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þau eru alveg frábær þessi börn. þetta með seríur er yndislegt ég er búin að vera með svona seríur í nokkur ár, er með eina í stórri grein í loftinu aðra á buffettinu mínu og svo í glugganum ofan í stórum vasa og þetta gefur mikið í skammdeginu.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 15:53

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær sá stutti

Jónína Dúadóttir, 4.1.2009 kl. 16:13

12 Smámynd: Helga skjol

Hér er ekki þoka, hér er milt og gott. knús

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 16:30

13 Smámynd: Helga skjol

Seríur eru bara einhvern vegin svo hlýjar, er einmitt búin að hafa alltaf einhverjar uppi allt árið um kring.

Knús á þig Milla mín

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 16:31

14 Smámynd: Helga skjol

Já hann er frábær þessi elska mín.

Knús

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 16:32

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hann skortir ekki hugmyndaflugið hann son sinn. Passaðu bara að hann fari ekki inn á doktor.is og uppgötvi fleiri kvilla. Líst vel á þetta með serírurnar er að hugsa um að gera þetta líka.

Helga Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 17:36

16 Smámynd: Helga skjol

Nei það er sko alveg satt hjá þér Helga mín, honum syni mínum skortir ekki hugmyndaflugið.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 19:29

17 Smámynd: Anna Guðný

Sé hann fyrir mér á doktor.is að finna fleiri sjúkdómanöfn

Anna Guðný , 4.1.2009 kl. 22:53

18 Smámynd: Helga skjol

Hahahaha seigðu.

Knús mín kæra

Helga skjol, 4.1.2009 kl. 23:15

19 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kúturinn verdur kannski bara svo heppinn (óheppinn)ad verda veikur med hálsbólgu og kvef sem tröllrídur öllum núna.

Flott ad setja hvítar seríur út í glugga.Segji eins og tú  langar svo mikid ad hafa jóladótid bara lengur uppi.Reyndar er ég frekar lengji ad taka tad nidur gef mér allann heimsins tíma til tess tá fæ ég frid med ad hafa tad lengur uppi.

Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 09:35

20 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottur strákurinn

Birna Dúadóttir, 5.1.2009 kl. 10:10

21 Smámynd: Helga skjol

Guðrún mín, honum myndi sko ekki leiðast það að verða alvöru veikur skal ég seigja þér.

Knús

Helga skjol, 5.1.2009 kl. 10:59

22 Smámynd: Helga skjol

Hann er langflottastur þessi elska.

Knús

Helga skjol, 5.1.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband