Leita í fréttum mbl.is

Þá er komið að síðasta degi jóla.

Og reglan seigjir niður með jólaskraut, en það verður ekki á mínu heimili, alla vega ekki í dag þar sem ég er ennþá að haltrast hér eða styðst við hækjur sem eru hérna heima, þannig að þangað til að ég er búin að jafna mig þá verða jól hjá mérWink.

Annars eins og ég sagði um dagin þá ætla ég nú bara að skipta út marglitum seríum fyrir hvítar.

Hér vaknaði títlan mín fyrir allar aldir í morgun því hún var svo spennt að komast aftur í gamla skólan sinn að mín var búin að rífa sig upp fyrir kl 6, svo hún ætti að verða vel þreytt eftir daginn. Kútur fór að sjálfsögðu líka í sinn skóla og kom sáttur heim, eftir gærdaginn kom hann að vísu mjög ósáttur heim en það var vegna þess að hann fékk nýja lestrarbók og hún er takk fyrir 117bls og það fannst mínum manni aðeins og mikið fyrir sinn smekk sér í lagi vegna þess að bókinn á undan fyllti bara 99 bls og það var sko allt annað mál. Einnig var hann mjög ósáttur við það að hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn og þar var minn vigtaður og hæðarmældur og þar sem hann hafði lést um 1kg og lengst eitthv smá þá var sko bara allt ömurlegt, því minn maður vill sko hvorki léttast né stækka því það kallar á breytingar og það er hann ekki sáttur við.

Við ræddum bæði bók og létting og þegar ég var búin að útskýra þetta allt saman fyrir honum þá fór nú aðeins að léttast á honum augabrýrnar. En það sem þetta barn mitt er hrætt við allar breytingar er bara skelfilegt, þá skiptir ekki máli hvort það séu góðar eða slæmar breytingar, málið er bara það að engu má breyta hvað svo sem það er.

Annars var ég alveg að rifna úr monti yfir honum í gærkv, þannig var að hann var að horfa með mér á þátt þar sem bæði kom fyrir íslenskur og enskur texti annað slagið og kútur las báða textana reiprennandi og var snöggur að, þetta sagði mér það hversu miklum framförum þessi elska er að taka að það er alveg hreint með ólíkindum.

Knús á ykkur elskurnar inní góða jólarestHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er bara ágætt að framlengja jólin aðeins. Við erum líka að hugsa um að hafa hvítar seríur eitthvað áfram. Gaman að heyra að guttanum þínum fer svona fram og vonandi sættist hann við lestrarbókina fyrr en varir.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Dóra

Dóra, 6.1.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Helga skjol

Já Helga mín, það finnst mér líka

Helga skjol, 7.1.2009 kl. 07:38

5 Smámynd: Helga skjol

Jónína

Helga skjol, 7.1.2009 kl. 07:38

6 Smámynd: Helga skjol

Dóra

Helga skjol, 7.1.2009 kl. 07:38

7 Smámynd: Helga skjol

Einmitt, mér finnst svo fallegt að hafa hvítar seríur í skammdeginu.

Knús á þig Auður mín

Helga skjol, 7.1.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband