Leita í fréttum mbl.is

Burr rok og rigning

Hér er bullandi rok og rigning með af og til, hitinn er að vísu 7,8 gráður en manni finnst bara ekkert heitt þegar það blæs svona mikið, þetta tíðarfar hér á landi nálgast það að vera lygasaga rett og slett, svei mér þá.

Í morgun kom upp sá dagur þar sem býsna erfitt var að senda kútinn í skólan, hér grét hann söltum tárum því hann var svo ofsalega veikur í maganum og hálsinum (að eigin sögn), en þar sem ég vissi að ekki væri mikil sannleikur í þeim orðum þá tók við bras að fá hann til að fara í skólan sáttur og gekk það fyrir rest.

Mikið ofsalega finnst mér alltaf erfitt þegar ég þarf að rengja hann, hjartað í mér tekur stökk þvi auðvitað vil ég leyfa honum að vera heima og trúa því sem hann seigjir, en ég veit sem ég að svol gengur það víst ekki, burt séð frá því hvað þetta mömmuhjarta seigjir.

Ég hef alltaf verið óttaleg hænumamma hvað hann varðar, helst vildi ég vefja hann inní bómul og passa hann eins og sjáaldur augna minna, en þökk sé skóla hans þá gefa þeir mér ekki tækifæri á því.

Það er bara einhvern vegin þannig þegar maður á barn sem er ekki eins og flest allir aðrir þá vill maður eiga það til að finnast maður vera höfuð og herðar í öllu því sem lagt er á barnið.

ADIOS ELSKURNAR MÍNARHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað ég skil þig vel Helga mín.  Minn stubbur var svona í gær, sagðist vera veikur og illt í hálsi og maga.  Við fengum hann til að fara, og það var allt í lagi.  Hann er bara þreyttur eftir að hafa snúið sólarhringnum við, svo er örugglega um fleiri hetjur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband