Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Það er víst í dag

sem allt er fertugum fært,alla vega á þessum bæ Wizard og ekki finnst mér ég vera degi eldri en 25 en yngsta skottið mitt kom syngjandi niður stigan í morgun og lét mig þá alveg vita það að árin væru víst orðinn 40 en ekki 25,en svona að öllu gamni slepptu þá er ég nú bara alveg sátt við minn aldur,búin að koma mínu til skila á 4 yndisleg og vel gerð börn og græddi svo barnabarn fyrir rétt um 21 mánuði síðan sem var bara toppurinn á tilveruni,mér fannst alveg æðislegt að verða amma og elska að fá dúlluna mína í heimsókn eða til að gista.

Svo er stefnan tekinn á greifann í kvöld með allan hópinn,ætla bjóða þeim sem mig mestu máli skipta út að borða í tilefni dagsinsWink

En því miður kemst ekki elsku stóra stelpan mín með okkur því elskan var send suður til að vinna hjá vodefone í 2 mán og fór í fyrradag og kemst að sjálfsögðu ekki norður strax, en ég hef hugsað mér að  taka fyrrverandi tengdasoninn og barnabarnið  í staðinn Grin því  hann er með gullið hennar ömmu meðan mamma vinnur í rvk.

Og svo verður veisla haldinn 10 nóv því hér varð að fresta öllu sökum röskunar eftir vatnstjónið ætlaði að vera með veislu 6 okt en frestaði því um viku og lét mig dreyma um að allt yrði búið á þeim tíma en það er sko aldeilis ekki, og framundan er svo miklar annir næstu 4 helgar að það gengur ekki heldur upp þá,þannig að úr varð 10 nóv sem er næsta lausa helgi hjá öllum. 


Ja hérna

Ekki nema 8 dagar í tallinn og mikið er mig farið að hlakka til,hef ekki farið frá búi og börnum í 4,5 ár þannig að það verður fínt að komast aðeins í frí og slappa aðeins af og tallinn er einmitt einn sá staður sem mig hefur alltaf langað til að heimsækja.

Hér kom loksins smiður í gær og mat tjónið á eldhúsinnréttinguni hjá mér og lofaði því að klára dæmið fyrir helgi sem er eins gott að hann standi við orð sín því við höfum hugsað okkur að leggja parketið um helgina og klára þetta dæmi alveg frá því mér finnst hálfpartinn að maður búi á haugunum þegar allt er svona hálf klárað og það sést ekki hvort það hafi verið þrifið og ég sem er undir venjulegum kringumstæðum tuskuóð. 


Nýr dagur

Þar sem að ég er alveg græn í bloggheimum þá ætla ég nú að fara frekar rólega af stað,hugmyndir mínar eru einna helst að tjá mig um það sem er að gerast hverju sinni í huga mér.

Það sem hefur verið að hrjá mig mest undanfarna daga er vatnstjón sem ég varð fyrir hérna af völdum  yfirþrystings hjá norðurorku þann  19 sept síðastliðin og ég verð bara að seigja það að seinnagangur trygginga er alveg að gera útaf við mig.Sonur minn 14 ára var hér einn heima veikur þegar atvikið átti sér stað,hann hringir í mig í algjöru losti og seigjir,mamma það er bara flóð hérna hjá okkur þú verður að koma heim strax sem ég og geri,

þegar þangað er komið mætir mér þvílíkur gufustrókurinn í hurðini og sonur minn úti á stétt og ekki batnaði ástandið þegar inn var komið,það var að sjálfsögðu hlaupið inn á skrúfað fyrir aðalinntakið og farið að ath hvaðan allt þetta vatn kæmi,heyrðu þá hafði öryggisventill farið af við þrystinginn sem myndaðist hjá norðurorku og krafturinn var svo svakalegur úr vaskaskápnum að ruslatunnan skaust fram á gólf og skáphurðinn skemmdist töluvert við trukkið og við óðum vatn upp á rist aðkoman var veigast sagt svaðaleg.

Það var að sjálfsögðu byrjað á því að hringja í tryggingar og tilkynna tjónið og þar sem ég er leigutaki þá þurfti ég að reyna að ná í mína leigusala sem gekk ekki vel en þau búa erlendis og varð endirinn sá að ég hringdi í öll tryggingafélög til að reyna finna út hvar þau tryggðu  og enginn vildi gefa mér neinar uppl um það hvort þau væru að tryggja hjá þeim eða ekki,

þannig að það varð úr að mitt tryggingafélag tók það að sér að redda mönnum hingað til mín með vatnssugu svo að skemmdirnar yrðu nú ekki meiri en orðið var hvort sem heldur er á mublum eða húsi,

en þegar langt er liðið á hádegi þá loksins heyri ég í umboðsmanni leigusala sem ég jafnframt hafði reynt að ná í og hann kom og kikti á aðstæður og hringdi í þeirra tryggingar sem svo loksins komu á svæðið daginn eftir ekkert stress þar á ferð og síðan þá er þetta búið að vera eilífur barrningur því hvert tryggingafélagið bendir á hitt,

við tókum það að okkur að rífa parketið af og þið getið rétt ýmyndað ykkur lyktina sem upp gaus þegar parketið fór af því viti menn að á parti var teppi undir sem að sjálfsögðu myglaði á þeim dögum sem liðu frá tjóni og þangað til leyfi var gefið fyrir því að rífa parket af,

seinna kom í ljós að vaskaskápur væri ónýtur SKRÝTIÐ og var fenginn smiður í þá vinnu en það verð ég að seigja að ég hugsa að ég hefði getað gert þetta betur en þeir,

við létum okkur hverfa úr húsinu í 6 daga til þess að leyfa gólfi að  jafna sig og til þess að smiðir gætu unnið hér óárettir en viti menn þegar heim var komið að 6 dögum liðnum hafði jú verið gert við skápinn en síðan ekki söguna meir,allt var ófrágengið rör í eldhúsvaski,búið að rífa hluta framan af sökkli öðru meginn á innréttingu og síðan ekki söguna meir,

jæja ok ég ákvað að sýna þolinmæði þeir hlytu að koma daginn eftir að klára dæmið en nei ekki  aldeilis og nú 6 dögum síðar hefur enginn látið sjá sig og mín vaskað upp frammí þvottahúsi og öll gólf ber og lyktinn í húsinu er frekar ógeðsleg því að á síðustu dögum hefur komið í ljós gríðarleg mygla innst í innréttingu  sem náðist á myndavél í gegnum pínulitla rifu og með hrikalega góðu flassi en þrátt fyrir margar ítrekanir af minni hálfu og leigusalans líka þá virðist vera sem svo að þetta tryggingafélag bendir á hitt tryggingafélagið og ekkert er gert,en á meðan þurfum við sem leigutakar að búa í nánast óíbúðahæfu húsnæði og það er bara allt í lagi að hálfu allra virðist vera.

Ég hins vegar missti mig frekar mikið við minn leigusala í gær og sagði að nú væri þetta orðið gott mín þolinmæði væri þrotinn og ég vildi að þetta yrði lagað í síðasta lagi á mánudag því að það myndi engin láta bjóða sér þetta svona lengi eins og ég hefði gert og hún var sammála mér með það enda komst skriður á málið strax í gær og allt sett á fullt, hringt í þessi tryggingafélög og gengið í málið og það á laugardegi.

Ég tek það hins vegar fram að á milli mín og leigusala hefur allt gengið vel og þau komið afskaplega vel fram við mig og slegið af leiguni í samræmi við rask sem orðið hefur hjá okkur.

Hins vegar er spurning mín sú að ætli það sé málið að þegar leigjandi er í húsi en ekki eigandi að þá haldi tryggingar að í lagi sé að draga þetta eins og þeim þóknast ég bara spyr.

pústi lokið að sinni

kv Helga. 


Ja hérna komnir hátt á 10 mánuðir

síðan síðast,en nú er ég sem sagt kominn aftur og ætla að reyna fyrir mér í bloggheimum,en við erum semsagt flutt klakan eftir 4ra ára fjarveru og mikið ofsalega gott er að koma heim aftur enda hér ætla ég að vera.það hefur ýmislegt gengið á en sem betur fer að mestu leyti gott.

Eitt af mínum 4 börnum á við miklar raskanir að stríða og má þar nefna ofvirkni með athyglisbrest,misþroskaþrjóskuröskun,einhverfu,geðhvarfsýki og braderwilly heilkenni sem reyndar er ekki kominn fullnaðar greining á enn en það er verið að vinna í henni nú.Eins má nefna verulega sjónskerðingu, lesblindu,heyrnaskerðingu og hreyfi geta ekki á við 10 ára gamalt barn,þessi elsku litli drengur minn er samt sem áður ljósið í lífi mínu því ljúfara barn er erfitt að finna svo framarlega sem hann verði ekki fyrir áreiti en þá mega allir biðja guð að hjálpa sér.

Við vorum svo ofsalega heppinn þegar við fluttum heim frá norge að þá var nánast strax byrjað að vinna með hann og fékk hann m.a inngöngu í hlíðarskóla sem er sérskóli fyrir börn með hin ýmsu vandamál og er ég alveg ofsalega þakklát fyrir það,þó ekki sé langt liðið á skólaárið hafa framfarir hans verið með ólikindum á mörgum sviðum og má það þakka alveg frábæru starfsfólki skólans,við nefnilega vorum svo óheppinn úti að við einhvern veginn lentum á svokölluðu gray zone hjá þeim og þ.a.l var lítið sem ekkert gert fyrir hann þar,en nú er sem betur fer  annað  uppá teningnum.

Ætli ég komi ekki til með að fjalla sem um þessa elsku hérna því að oft á tíðum þarf maður að geta losað um hnútana sem myndast í maga manns þegar hlutirinr ganga ekki eins og maður óskar.

við kveðjum að sinni.

Helga. 


Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband