Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

jæja tók aukadag

í ræktinni í morgun og ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta alveg þrælgaman,veðrið var nú ekki alveg uppá sitt besta þegar ég var að fara brjálaður bylur og læti og var þvílíkt um afpantanir á tímum hjá þjálfaranum mínum þannig að við vorum bara eitthv um 6 eða 8 að æfa mjög svo ljúft.

Annars er kútur bara í þokkalegu jafnvægi eftir að hann byrjaði aftur á lyfjum á það reyndar til að kvarta svolítið útaf gönguferðum sem hann fer í í skólanum,hann reynir eins og hann getur að bræða mömmuhjartað og vill að hún stjórni þessu á einhvern hátt,en ég er sem betur fer komin úr þeim gírnum að hlaupa alltaf til þegar hann kallar.

Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu mikið ég hef hlaupið undir þessi börn mín og gert alltof mikið fyrir þau í gegnum tíðina sem síðan veldur því að maður verður sjálfsagður hlutur í þeirra augum og ætlast rett og slett til þess að maður sé alltaf tilbúinn að gera allt sem þau biðja um og svo þegar maður getur ekki eitthvað þá ætlar allt vitlaust að verða.

Ég hafði samb við að ég held alveg frábæran kennara sem hefur haft töluverð afskipti af samkynhneigðum einstaklingum hérna fyrir norðan og bað hann um hjálp handa mér og gaurnum og fékk ég svar í gær og var það mjög jákvætt,nú bíð ég bara eftir því að hann hringi í mig svo við getum mælt okkur mót.

Gaurinn seigjist sko ekki ætla að koma með mér en það er líka bara allt í lagi ég fer þá bara ein því mér sýnist á öllu að ég þurfi engu minni hjálp en hann,spurninginn er nefnilega þessi....hvernig tæklar maður samkynhneigðan einstakling því ég er alveg búin að sjá það að það er meira en að seigja það að ala upp samkynhneigðan gaur.

Ég elska þennan gaur minn af öllu mínu hjarta og ég þjáist þegar hann þjáist og mér finnst svo vont að geta ekki hjálpað þessari elsku eins og ég vill gera,en nú er ég búin að taka fyrstu skrefinn í þá áttina og svo er líka í boði fundir fyrir foreldra samkynhneigðra hérna og þá ætla ég sko að nýta mér það er sko alveg á hreinu.

Vává svakalega þarf ég alltaf að blaðra hérna inni,en  mikið ofsalega er það samt gott.


Mikið er gott

að geta tjáð sig hérna oft á tíðum og meira seigja fengið ábendingar og hjálp fyrir vikið.Mig langaði að þakka henni Kristínu fyrir að hafa komið með þær ábendingar sem ég fékk frá henni í dag,svo ég seigji bara 1000 þakkir fyrir þetta.

Eitthvað voða

andlaus eitthvað þessa daganna,kemst bara rétt svo í gegnum daginn og ekkert meira en það,gaurinn minn þessi 14 ára hringdi í mig úr skólanum uppúr hádegi og bað mig að sækja sig,það hafði liðið yfir hann í íþróttum og hann var allur handónýtur greyjið en gat samt enga skýringu gefið eða hvar honum væri íllt,var bara íllt alls staðar svo náði hann að leggjast í sófan hérna heima og svaf í 2 tíma en hresstist eftir það,ég fer nú með hann til dr ef þetta kemur fyrir aftur.

Það er bara þannig með þessa elsku að hann heldur og finnst hann svo skelfilega feitur að hann er alltaf að passa sig á því hvað hann lætur ofaní í síg en vandamálið er það að hann er eiginlega alltof grannur að mínu mati, gaurinn er 172cm á hæð og rétt um 60 kg.En það sorglegasta er að fyrir nokkrum árum síðan óx hann á breiddina á tímabili og þá hafði ljótt fólk orð á því hversu feitur hann væri sem var alls ekki rétt og er þetta að meira seigja fólk sem stendur honum mjög nálægt og núði því honum um nasir að hann gæti ekki einu sinni æft íþróttir sökum offitu,en svo tók minn gaur sig til og óx á langveginn og að sjálfsögðu hvarf þessi smábumba sem hafði myndast en því miður í hans eigin augum er hann svo skelfilega feitur að það er alveg sama hvað hver seigjir það eru allir að ljúga þegar honum er hrósað fyrir útlitið.

Ég velti því oft fyrir mér hvort að þetta gæti eitthvað haft með samkynhneigðina hans að gera,hvort að öðrum samkynhneigðum sé svona umhugað um útlitið eins og honum,svo liggur þessari elsku svo á að verða fullorðinn,reyndar finnst mér hann full þroskaður andlega miðað við aldur og jafnaldra,ég er nátturulega að stíga mín fyrstu skref í því að ala upp samkynhneigðan ungling þannig að ég veit óskop lítið um tilveru þessara einstaklinga,ég bara hélt í einfeldni minni að það væri miklu auðveldara að ala upp gaur en gellu,en svo er víst ekki á mínu heimili,enda er hann kanski ekki gaur í bókstaflegum skilningi þessa orðs,en hvað veit ég svosem.

Ég er búin að bjóðast til þess að koma með honum á fundi ungliðahreyfingar samkynhneigðra hérna  á ak en hann vill sko ekki hafa þá gömlu með sér í það og hefur bara sjálfur farið á einn fund og leist ekkert of vel á og ég held að það sé vegna þess að hann var sá yngsti á svæðinu þvi eins og málinn standa í dag eru ekki svo ýkja margir komnir útúr skápnum á þessum aldri,eftir þvi sem ég kemst næst er hann með þeim yngstu hér á landi sem komið hafa út svona snemma.

Ég verð samt að viðurkenna það að ég tek út fyrir það hversu oft honum virðist líða ílla og vill ekki ræða það við mig né nokkurn annan hvað sé að,ekki einu sinni stóru systur sína sem yfirleitt hefur náð til hans en ekki lengur því miður.

jæja nóg komið af úrhelli í dag, 


Hann smakkaðist

ágætlega þorramaturinn þó ekki eins og ég var búin að vonast eftir,kanski var ég bara búin að sjá hann á rósrauðum skýjum því að mín 4 ár í norge fékk ég bara þorramat einu sinni og mikið var ég búin að sakna hans þá,ætli það hafi ekki verið stemminginn í kringum matinn sem mér finnst svona góð ég hugsa það.

Ég fékk nú ekki kútinn til þess að smakka þetta eina sem hann vildi var hangikjötið,títlan smakkaði punga og þóttu þeir vægast sagt geðslegir,gaurinn þessi 14 ára borðar reyndar pungana eða gerði hann fékk sér nú lítið af þeim í gær,og ekki fékk ég elstu dóttirina til þess að stoppa við og fá sér að borða hehe hún vildi miklu frekar fara heim með Birtuna og elda kjúlla haha henni leist nú ekkert of vel á þennan óbjóð eins og hún kallaði það.

Mikið ofsalega er það skrýtinn tilfinning að vera byrjuð aftur með hann á lyfjum og mikið skelfilega er maður ruglaður sjálfur,ég beið í þessar 2 vikur eftir því að hann myndi byrja og svo loksins þegar að því kom þá er ég með nagnadi samviskubit yfir þvi að hann skuli þurfa þessi lyf.

Það væri óskandi að fundið yrði upp eitthvað annað heldur en lyf handa þessum elskum sem þjást af röskun í einni eða annari mynd,ég er búin að prófa svosem eitt og annað,alls kyns vítamín,breytt mataræði,en ég held að með kútinn sé bara ekkert svo einfalt því að hans raskanir virðast vera svo margþættar að meira að seigja þegar ég er spurð hvað sé að honum þá eiginlega veit ég ekki hvað ég á að seigja eða hvar ég á að byrja.

Annars finnst mér það svo merkilegt með þau börn sem eitthvað er að að þau virðast sjaldnast fá þær umgangspestir sem ganga hverju sinni,nú á ég 4 börn og 2 af þeim semsagt sú elsta mín og kúturinn minn teljast bæði til langveikra barna og það heyrði og heyrir til undantekninga ef þau fengu og fá pestir.

Elsta dóttlan mín fæddist með gat á maga og garnir lágu úti og lá hún í 3 og hálfan mán á vökudeild LSP árið 1985 fram á árið 1986 og eftir það tók við mikið eftirlit hérna á ak en svo undarlegt sem það er þá fékk hún aldrei neinar pestir sama hversu mikið var að ganga alltaf slapp hún og hefur alla tíð verið mjög hraust,svolítið skrýtið.

Kútur er eins og hann er og fær líka mjög sjaldan pestir,hins vegar fær hann miklu frekar eitthvað sem er ekki að ganga heldur gripur eitthvað sem fáir eru með.

Hin 2 þessi 14 og 9 ára hafa hins vegar gripið nánast allar pestir sem upp koma sérstaklega þessi 14 ára það má engin pest vera að ganga þá er minn búin að næla sér í hana með hvelli,skrýtlan er nú ekki alveg svo slæm sem betur fer. 


Þorramatur

nammi namm,í kvöld ætlum við að hafa svona sameiginlegt fjölskylduþorrablót þar sem allir slá saman í matinn því ekki er þetta gefið og þar sem það er nammidagur hjá mér ætla ég að borða þorramatinn í kvöld,búin að vera að standa á haus við að gera rófustöppuna það er nú ekkert smá magn af rófum sem fer í þetta handa öllum mannsakpnum.

Ég klikkaði á dagsetningum hjá kút fannst endilega eins og það væri á morgun sem hann mætti byrja aftur á lyfjum en nei sem betur fer þegar betur var að gáð þá var það í dag,þannig að hann fékk fyrsta skammtinn sinn í morgun og þið bara fyrirgefið en þvílík sæla á bænum það ríkir algjör ró og friður hérna núna og búið að vera í dag,samt af einhverjum undarlegum ástæðum finnst mér þetta rosalega skrýtið að heyra ekkert gelt eða gól,kanski er það sektarkenndinn sem er að banka uppá yfir því að þurfa gefa þessari elsku lyf til þess að hann sé húsum hæfur.

En það er líka eins og við manninn mælt að matarlystinn er alveg horfinn hjá honum og hann ekki fengist til þess að borða síðan kl 8.30 í morgun þannig að þetta er mjög svo sérkennileg aðstaða sem ég er í og ég stend mig í því að hugsa af hverju gat þessi elska ekki verið eins og fólk er flest eða börn öllu heldur það er sárt.

Hins vegar vill ég trúa því að mér hafi treyst fyrir honum af góðum og gildum ástæðum og ég reyni á hverjum degi að gera mitt besta fyrir þessa elsku.

En það er bara svo sárt að hugsa til þess að geta ekki eða öllu heldur þora ekki að sleppa af honum hendini,að treysta því að hann fari sér ekki að voða ef ég hleypi honum einum út eða að hann meiði ekki aðra krakka sem kunna að verða á vegi hans.

Ég gerði smá tilraunir þegar við bjuggum í norge til þess að hleypa honum út án eftirlits og án undantekninga þá var komið og klagað undan honum,eitt sinn kom hann heim eftir stutta dvöl úti við og tilkynnti mér það að honum vantaði hníf,ég spurði til hvers og svarið var á hreinu....ég ætla að tálg spýtu og ég bara ...ok þá skaltu bíða þangað til pabbi kemur heim og hann hjálpar þér en minn hélt nú aldeilis ekki hnífinn skildi hann fá núna og eftir þvi sem gaurinn æstist meira upp  kom í ljós að hann ætlaði sér að drepa einhvern gutta sem var að stríða honum,endirnn varð sá að ég varð að setjast fyrir framan eldhússkúffurnar svo hann kæmist ekki í þær og viti menn gaurinn ýtti mér í burtu með stól og öllu  svo reiður var hann orðinn að ég hafði ekki roð í hann og telst ég nú ekki með þeim minnstu.

Var þetta siðasta skiptið sem hann fór út á eftirlits og eftir að heim var komið hef ég ekki tekið sénsinn ennþá,en það vonandi kemur það hjá mér með hækkandi sól. 


Góður dagur að kveldi kominn.

og næstsíðasti dagur hjá kút án lyfja sem er líka gott,annars fór ég í ræktina í morgun og ég valdi það að láta vigta mig á föstudögum og viti menn,mín bara búin að missa 2,4kg á 11 dögum JIBBÍ get bara ekki annað en verið ánægð með það,og það að sjá það að erfiðið er að borga sig hleypur í manni kappi til þess að vilja gera betur og samkv fitumælingu var þetta eingöngu fita sem fór,en það er ennþá langt í land enda ætla ég að gefa mér árið í það að ná mér niður í þyngd vegna þess að ég veit að þetta verður ekki alltaf svona auðvelt, þannig að það er fínt að gefa sér árið.

Að öðru leyti er bara ekkert að frétta ég er bara gjörsamlega búin á þvi eftir daginn sem var í alla staði góður.

on til next.


Þá er

fyrsta fjölskyldufundinum lokið.Ég fór með 2 af börnum mínum á fund í hlíðarskóla í morgun  og voru þessi grey ekki alveg tilbúinn til þess að  fara hallmæla kút í eyru  þeirra sem fundinn sátu, ég held að þau séu ekkert voðalega hrifinn af því að vera básúna um ástand heimilsins of mikið svona útá við,mér fannst eins og þau væru hálfhrædd við að tjá sig um það hvernig kútur lætur stundum hérna heima og vildu ekkert vera að seigja of mikið,ég var hins vegar búin að seigja þeim að þau skildu bara seigja þeim frá því hvernig heimilslífið kæmi þeim fyrir sjónir því öðru vísi væri svo erfitt að hjálpa okkur að hjálpa kút,en þegar upp var staðið þurfti ég að minna þau á býsna margt sem gengur hér á og koma þeim af stað í að ræða það sem þeim líkar ekki við þegar kútur tekur köstinn.

Mér hins vegar til mikillar skelfingar þá gerði ég mér grein fyrir því að ég hef eiginlega staðið ein í þessu ástandi, því ég er svo gjörn á að reyna hlífa systkinum hans við því að taka þátt í honum,ég er ekki að seigja að ég geti hlíft þeim við öllu sem gengur á, hins vegar hlífi ég þeim á þann háttinn að ég bið þau alltof sjaldan um að taka þátt í lífi kúts,eins og til dæmis með því að gera eitthvað með honum eða fara eitthvað með hann,ómeðvitað  hef ég verið að reyna hlífa þeim við því að umgangast hann of mikið að óþörfu sem er náttúrulega ALRANGT af minni hálfu og aldrei stefnan hjá mér.Það má hins vegar líta þetta  á 2 vegu,annars vegar að þau þurfa líka að eiga sitt líf og hins vegar að ég er svo vön að takast á við þetta að mestum hluta ein að maður er bara orðin svo samdauna því,þannig að aldrei dettur manni í hug að leita til barna sinna um hjálp með að sinna honum.

Nú er ég ekki að seigja að ég biðji þau aldrei um neitt hvað kút varðar,en það er þá í mesta falli að ég biðji stóra gaurinn um að passa ef ég þarf að útrétta eitthvað og litlu stýrið rett og slett þolir ekki kútinn að eiginn sögn þannig að ég reyni að ómaka hana sem minnst,það kemur einstöku sinnum fyrir að kútur biðji hana um að koma gera eitthvað með sér hérna heima en í 99% tilfella er svarið þvert NEI hjá minni og ef ég reyni að fá hana til þess þá fæ ég sko aldeilis lesninguna um það hversu leiðinlegur hann sé og alltaf að meiða hana þannig að alltaf endar það með þvi að hann gerir þetta einn eða ég með honum.

Nú er hins vegar stefnan tekinn á það að finna stuðningfjölskyldu handa honum kanski eina helig í mán til þess að ég geti þá átt meiri tíma með hinum 2 og gert eitthv með þeim,sérstaklega litla stýrinu,en það á nú eftir að koma í ljós hversu vel gengur að finna fjölskyldu handa kút.

Góðu fréttirnar eru þær að nú eru síðustu dagar lyfjaleysis að renna sitt skeið og já ég seigji góðar fréttir og þá meina ég fyrir alla í þessari fjölskyldu.

Það er ekki málið að ég vilji að kútur sé stútfullur af lyfjum,en það hefur bara sýnt sig að án þeirra er hann ekki að fungera almennilega í lífinu eins og svo gjarnan ég vildi að hann gerði,ég viðurkenni það alveg fúslega að miklu heldur hefði ég vilja fá klikk stimpillinn á mig heldur en að þurfa að hafa þessa elsku á einhverjum töflum og hver veit hversu lengi,ég held að það sé ekki óskastaða neins foreldris að þurfa gefa barni sýnu einhver lyf sama í hvað formi þau eru,því öll viljum við að börnin okkar sé ALHEILBRIGÐ ekki satt. 


Aldrei hefði

ég trúað því að spinning gæti hugsanlega gengið að manni dauðum eða alla vega hálfdauðum,fór í fyrsta alvöru spinning tíman minn í morgun hafði bara eitthvað verið að kroppa í þetta áður og guð minn góður ég hélt að fæturnir dyttu undan mér þegar ég steig af hjólinu,en þetta seigjir manni bara það að en er langt í land hvað þjálfun varðar en þetta kemur.

Gærdagurinn var með besta móti hjá kút eftir að heim var komið og líka í skóla samkv samskiptabók,en þegar líða tók á seinni part fór að renna á minn eitthvert æði sem gekkst út á það að góla eins og vitlaus væri og syngja og dansa þess á milli og stríða barnabarninu alveg heil óskop og hann róaðist ekki fyrren kl 21.00 í gærkvöld þannig að hér á bæ var býsna oft talið uppað 10 og stundum mkilu meira en það.

Það er þannig að krakkarnir í þessum skóla fara með skólabíl á milli og með þeim er alltaf einn kennari sem sér um að ferðin fari friðsamlega fram og ef krakkarnir fá 3 mínusa þá liggur við refsing og hún er sú að þau fá ekki að fara með skólabílnum í eina viku og hefur kútur einu sinni fengið þessa refsingu og það sem minn var glaður þegar það var og hans orð voru á þessa leið.....jessss mamma veistu hvað ég er búin að bíða lengi eftir þessu,því í hans huga voru þetta verðlaun að þurfa bara að labba útí bíl og vera sóttur að skóla,þetta fannst mínum manni ekki slæmt og lét ég skólan vita af því að verið væri að refsa mér en ekki honum,þannig að tekið var á það ráð að veita honum einhverja aðra refsingu ef þess þyrfti.sem svo síðan kom til í dag og eftir því sem hann seigjir mér þá var hann keyrður eitthvað lengst í burtu og látinn labba til baka,hversu mikið er satt af þessu ætla ég ekki að fullyrða.Hins vegar ef þetta reynist rétt hjá honum og vegalengdinn verið jafnlöng og hann seigjir þá finnst mér þetta nú fullangt gengið.

En það kemur hins vegar í ljós á morgun hvort svo sé þegar ég fer á fund í skólanum eins og í hverri viku,hins vegar gæti líka alveg verið að mömmuhjartað mitt höndli frekar ílla þegar verið er að refsa honum annar staðar en heima hjá sér.Því að í norge hljómuðu allar refsingar uppá það að taka hann útúr skólastofuni og fara með hann á kaffihús eða eitthvað álíka sem var náttúrulega ekki refsing heldur verðlaun í sinni bestu mynd.

Öll árinn okkar saman hef ég staðið 70% að honum ein og þegar svo er þá er voða erfitt að sleppa af honum hendini og fá einhverja aðra til þess að taka þátt í lífi hans með manni og samt er ég svo óendanlega þakklát fyrir það tækifæri sem að honum er veitt í skólanum og ég get endalaust dásamað það góða starf sem verið er að vinna með hann þó að ég sé kanski ekki 100% sammála því sem gert er þá veit ég að verið er að gera góða hluti með hann og ég og kennarinn hans erum að komast á sömu bylgjulengd sem er bara FRÁBÆRT.


JÆJA nú eru bara

5 dagar eftir í lyfjaleysi og já ég seigji BARA því mér finnst það algjört kraftaverk að við skulum vera búin að þrauka þetta það sem af er,það byrjaði ekki skemmtilega þegar ég sótti kútinn á stoppustöð í gær hann tapaði sér í geðvonsku vegna þess að hann þurfti að bíða svo lengi eftir mér og honum datt sko ekki til hugar að labba heim ó nei ekki að ræða það,ég reyndi að útskýra það fyrir honum að þetta væri nú ekki langt en ég fékk nú bara öskur á móti.

Ég hafði hugsað mér að taka hann með mér og kaupa nýja skó á hann því hann er algjörlega búin að eyðileggja skóna sem ég keypti í oktober en hann hélt nú aldeilis ekki að hann færi að skipta út skónum sínum og mér hótað öllu íllu ef ég keypti nýja,jæja það endaði á því að ég skildi hann eftir heima hjá stóra bróðir meðan ég fór og fann á hann skó og sem betur fer pössuðu þeir á hann,það er nefnilega þannig að það má engu breyta hjá honum og hvað þá heldur skipta út ég verð að seigjast geyma allt á góðum stað jafnvel þó að hann komi aldrei til með að nota neitt af þessu dóti.

Hann hefur alltaf tekið svona áráttur eða þráhyggjur og þá má engu henda alveg sama hvað það er,þessa stundina kemur hann heim með alla steina sem hann finnur og þá helst nógu stóra og ég á að gjöra svo vel að geyma þá alla í jakkavasanum mínum eins lengi og honum þóknast,á tímabili mátti ekki henda neinum kjötbeinum sama af hvaða dýri það var og hann átti það til að rukka mig um þessi bein mörgum dögum síðar,þannig að ég tók á það ráð eftir að vera búin að gera þau mistök einu sinni að hafa sagt honum að ég hefði hent þeim þá ákvað ég að þau eru öll geymd á góðum stað sem ég ein veit um og hann sættir sig við það ennþá alla vega,ég býð ekki í það ef ég ætti svo kanski að fara sækja þetta allt fyrir hann ég gæti alveg eins sent hann beint á haugana og þá yrði minn nú ekki glaður.

Það má ekki henda pappa kössum utan af neinu,ekki henda plasti,ekki gjafapappír þó hann sé í henglum,ekki gefa nein föt sem passa ekki lengur og skiptir þá ekki máli af hvaða fjölskyldumeðlim þau eru,allt á að vera á sínum stað innan veggja þessa heimilis í hans huga.

En samt sem áður er þessi elska svo yndislegur að oftast nær gæti ég ekki hugsað mér að vera án hans,mikið held ég að lífið væri innantómt,þessi elska hefur líka kennt mér svo ótalmargt sem ég kunni hvorki né gat eða hefði ímyndað mér að ég ætti eftir að gera, en á þessari ævi hans hef ég lært ábyggilega meira en öll árinn á undan,þannig að ég er alveg sannfærð um það að börnin okkar eru send hingað til okkar til þess að kenna okkur eitthvað nýtt,því með hverju barna minna hef ég alltaf lært eitthvað nýtt.

 

 


Skildi maður vera bráðlátur

HEHE, ég byrjaði í ræktini fyrir viku síðan og það eru fóru bara 400gr á þessari fyrstu viku þrátt fyrir algjörlega breytt mataræði og mikla hreyfingu kallinn hins vegar búin að missa rúm 2kg á rétt túmri viku þetta er alveg óþolandi, spurning um að skila honum hehe nei ætli það,samt sem áður gremjulegt að hægjast skuli svona á brennsluni hjá okkur konum eftir þrítugt og hún fer ábyggilega í mínus eftir fertugt eða þá að lóðinn sem ég lyfti detti óvart ofaní buxurnar mínar og ég nái þeim ekki í burtu.

 En það þýðir víst lítið að gráta þetta, nú er bara um að gera að leggja en harðar á sig og gera betur og á morgun ætla ég að bæta við mig einni æfingu til þannig að nú ætla ég að æfa 4 sinnum í viku og sjá hvert það leiðir mig.

Eins og fram hefur komið þá prófaði ég að setja kútinn í gravity í síðustu viku sem var ekki að gera sig fyrir hann en þegar maður spáir í því að þá hlýtur að vera býsna erfitt fyrir fyrir 10ára gamlan gutta sem er tæp 80 kg að berjast við það að lyfta sjálfum sér sértsaklega miðað við hæð sem er í engu samræmi við þyngdina,þannig að mér datt í hug að fá einkaþjálfara fyrir hann og já takk 12 tímar kosta bara LITLAR 45.000 KR takk fyrir og ég er ennþá að leita að vasanum með þeim aurum í hjá mér,en engu að síður SKAL ÉG finna eitthvað við hans hæfi,nú eru allir fjölskyldumeðlimir komnir í eina eða aðra líkamsrækt og það er SKELFILEGT til þess að hugsa að sá sem þarf mest á því að halda er ekkert í boði fyrir nema það kosti morð fjár.

Mér er svosem búið að detta eitt og annað í hug fyrir hann en þar sem þessi elska hefur hvorki fín né grófhreyfingarnar á hreinu þá er bara ekki úr svo mörgu að moða finnst mér nema þá eitthvað svona einkadæmi og þá þarf það endilega að kosta HÖND OG FÓT og af því að hann er svo ungur þá kemst hann ekki í það sem í boði er þvi það er ekki fyrir hans aldur Crying. Enn fyrir rest hlýtur eitthvað að finnast sem hentar honum ég alla vega gefst ekki upp. 


Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband