Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Púff alveg búin á því
get svo svarið fyrir það að hafa kútinn lyfjalausan er eitt af mínum erfiðustu verkefnum sem ég hef glímt við í mörg ár,ef það kemur svo mikið sem ein extra manneskja inná heimilið ríkir hér stríðsástand eftir örfáar mínotur hann höndlar nákvæmlega EKKERT áreiti,t.d kom hér systir mín frá Akranesi með sína fjölskyldu en hún samanstendur af hjónum með bara 5 börn og þar af eru þríburadúllur 10 mán og fengu þau gistingu hér í 2 nætur,en guð minn góður kútur var sko EKKI að höndla þetta rót sem kom á heimilið og þá ég ekki heldur,það má eiginlega seigja að hér hafi ríkt meira en lítið stríðsástand,hann reynir eins og hann getur að halda ró sinni en það er bara ekki að gera sig hjá elskunni,þetta braust þannig út í honum að eftir því sem hávaðinn varð meiri hérna því meiri HÁVAÐA þurfti hann að búa til.
Ég varð svo rosalega þreytt eftir þessa heimsókn og með hann svona að í gær datt ég nánast útaf hvar sem ég settist gjörsamlega búin á því.
Það er byrjað að telja niður dagana þangað til hann má byrja aftur á lyfjum og því miður eru það 7 dagar enn og það versta er að þetta grey biður mig um meðal á hverjum degi því hann er ekki að höndla sjálfan sig svona og finnur gríðarlegan mun á sér og núna þegar allt er farið úr kroppnum þá er svefnin aftur farinn að raskast og hann vaknar upp á nóttuno og vill koma uppí og ég finn svo til mep honum að ég hef ekki brjóst í mér að senda hann aftur í sitt rúm þannig að hann fær að koma uppí.
Við gerðum tilraun í gær að taka hann með í fimmtugsafmæli hjá mágkonu minni og sú heimsókn stóð yfir í 35 mín þá var minn alveg að missa sig,við pössuðum okkur á því að koma fyrst á svæðið og náðum því og okkur var fyrirgefið að þurfa rjúka svona strax í burtu,sem betur fer er komin ágætis skilningur hjá fólkinu mínu um hans vandamál en ég held að það stafi nú mest af því að það sést svo gerinilega á elskuni að hann er ekki eins og önnur börn og þá er manni kanski fyrirgefið frekar en ekki,það er nefnilega svo skrýtið með það að ef fólk ber þetta ekki utan á sér er því síður fyrirgefið eða þannig hef ég upplifað þetta allt saman og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn eða fullorðna.
see u.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Þá er dagur 4 að kveldi kominn
hann hefur gengið svona skítsæmilega hjá kút í dag alla vega eftir að heim var komið,samskiptabók gleymdist í skólanum þannig að ég veit ekkert hvernig gekk þar nema það sem hann seigjir og þá er lýsingin sú að einn kennari hafi reynt að kyrkja hann,ekki vill hann nú meina að hann hafi gert eitthv af sér en þar sem ég þekki minn son þá hefur nú eitthv gengið á.
Umsjónarkennarinn hans er veik þannig að ég held að allt sé ekki eins og það á að vera þarna þessa dagana hvað hann varðar en kom ekkert námsefni með honum heim sem hann á að skila á morgun svol að eitthv er þetta laust í reiponum í dag.
Annars var líkamsræktardagur nr 2 hjá mér í morgun og þetta er bara alveg ÞRÆLSKEMMTILEGT og ég er full af bjartsýni og jákvæðni með þetta allt saman.
látum þetta gott heita í kvöld
megið þið öll eiga gott kvöld og góðan dag á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Hrikalega erfiður dagur
byrjaði á því að fara með kútinn til eyrnalæknis og þar fékk ég staðfestingu á því að það er jú gat á hljóðhimnu og innraeyra ef ég skildi hann rétt sem talið er vera fæðingargalli svo nú er búið að leggja blátt bann við sundferðum hjá honum alla vega út þetta skólaár eða þangað til að tekin verður ákvörðun um aðgerð hjá honum því öðruvísi lokast þetta ekki,eins liggur grunur um það að hann sé orðin heyrnaskertur á vinstra eyra en það skýrist heldur ekki fyrren í byrjun sumars.
Stefnan var að reyna að koma honum í skólan eftir læknisheimsókn en ég fékk hringingu frá skóla og mér boðið að vera með hann bara heima í dag vegna þess að umsjónarkennari hans væri orðin lasinn,þetta seigjir mér eiginlega það að dagurin í gær hafi ekki verið neitt svo rosalega auðveldur fyrir þau í skólanum.
Eftir hádegi lá leið mín á 2 foreldrafundi hjá hinum börnunum mínum og ekki byrjaði það vel þegar fundur hófst hjá þeim eldri og endaði það á góðu rifrildi milli mín og hans útaf námi og mætingu því hann er ALLS EKKI að standa sig nógu vel í skólanum þrátt fyrir að geta alveg lært ef hann bara nennir.
Svo lá leiðin fyrir til kennara litlu skvísunar og þar sem betur fer er allt eins og best verður á kosið og er það bjarta hliðin á deginum sem betur fer eitthvað gott.
Leiðin lá svo á bjarg með kútinn og skvísuna í fyrsta gravity tíman og gekk hann ílla hjá kút og neitar hann að fara þarna aftur,skvísan hins vegar plummar sig flott þar sem annar staðar.
þannig að þessi dagur hefur ekki verið alveg uppá sitt besta því miður.
over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Dagur 2 að kveldi kominn
hjá kútnum mínum og samkvæmt samtali við skólastjóra í dag gekk þetta upp og niður hjá gaur sérstaklega í frímínótum þegar flestir eru úti saman,enda svosem engar nýjar fréttir fyrir mig því ég veit að um leið og áreittið verður of mikið þá fer hann uppúr öllu veldi,hann er reyndar rosalega þreyttur líka og talar mikið um það sem er náttúrulega ekkert skrýtið vegna þess að þessi elska er búin að vera á lyfjum í ein 6 ár og rúmlega það og það örvandi þannig að nú er niðurtúrinn hafinn hjá greyjinu ,en hann sem betur fer nær að sofa og það er fyrir mestu,ég byði ekki í það ef hann gæti ekki sofið líka ofaná allt annað,hann fékk að vísu að halda þeim lyfjum til þess að hjálpa honum að sofa.
Ég hins vegar byrjaði á lífstílsnámskeiði í morgun og er ég alveg hrikalega jákvæð með það breytt mataræði og hreyfing í 16 vikur og ég ætla að gefa mér árið í það að ná niður í mína kjörþyngd,nú er ég að takast á við eitthvað sem ég hef ekki gert í ein 12 ár og það er að hreyfa mig og horfi ég bjartsýnisaugum á framtíðina hjá mér og okkur öllum.
Kúturinn minn er líka að byrja í átaki á morgun sem og títlan litla líka ég skráði þau á gravity námskeið í 6 vikur og það verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Nú erum við búin að prófa alls kyns íþróttir fyrir kútinn í þeirri von að hann myndi léttast en ekkert hefur gerst í þeim efnum því miður frekar að hann haldi áfram að þyngjast og þyngjast og ef þetta námskeið bera engan árangur þá fer mín að berja í borðið og heimta rannsóknir,það sem búið er að reyna fyrir hann er... bardagaíþrótt 3svar í viku og með því var leikfimi og sund í skóla og gönguferðir,hoppað á trampolini,farið mikið á ströndina þegar veður leyfði og þar var hamast allan daginn,þetta var í norge,hérna heima eftir að skóli byrjaði eru farnar gönguferðir,hann fer í sund og leikfimi og svo æfði hann sund fyrir áramót en sökum eyrnavandamáls þá varð ég að setja það í salt þangað til eyrnalæknir gefur okkur grænt ljós á það,en því miður hefur ekkert af þessu virkað en sem komið er því miður.
Eitt af hans einkennum er það að ekkert má breytast til dæmis það að hann má ekki sjá á vikt ef ske kynni að hann skildi léttast þannig að sá póllinn var tekin að vikta hann bara örsjaldan.
Hann til dæmis hatar að eiga afmæli því það seigjir honum það að nú sé hann ári eldri í dag en hann var í gær,hann reiddist á áramótum vegna þess að þá yrði hann 11 ára á þessu ári,hann er að vísu búin að vera seigja fólki það að hann sé bara 9 ára og ef ég hef gert þau leiðu mistök að leiðrétta það þá verður minn alveg gaga.
Megið þið öll eiga gott kvöld og góðan dag á morgun
until next.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
NÚ BYRJAR GLEÐIN
Því þetta er fyrsti dagur af 2 vikum sem kúturinn minn 10 ára þarf að vera lyfalaus og ég seigji bara guð hjálpi mér ef að næstu 2 vikur verða eins og dagurin í dag,hann er búin að vera gjörsamlega stjórnlaus í áti í allan dag og ég hef ekki gert annað en að banna honum hitt og þetta og það er ekkert smá lýjandi að þurfa sífellt að vera að skamma þennan ræfill.
Með réttu átti hann að hætta í gær en ég frestaði því um 1 dag vegna þess að hér var verið að halda uppá 2ja ára afmæli ömmuprinsessunar og ég treysti mér bara ekki til þess að kljást við hann á þeim tímapunkti.
Málið er það að nú á að fara að reyna finna rétta lyfjasamsetningu fyrir hann og þar af leiðandi þarf hann að vera lyfjalaus til að sjá hversu stórar breytingar verða hjá honum því að þrátt fyrir að hafa verið á lyfjum þá mædist hann langt yfir eðlilegum mörkum á prófum sem er þess valdandi að nú þarf að finna eitthvað betra handa honum.
Ég verð nú samt að viðurkenna það að ég er ekki spennt fyrir því að hann fái stærri skammta því að mér finnst hann vera alveg nógu mikið inní sér á þeim skammti sem hann var á hvað þá heldur ef það á nú að bæta við hann og þá kanski lokast hann ennþá meira og það er ekki nógu gott.
Ég hef hugsað mér að halda hérna úti dagbók þessar 2 vikur svo að ég sjái það betur svart á hvítu hvernig lífið var þessar vikur þegar allt er yfirstaðið.
Dagurinn í dag byrjaði td á því að hann fékk morgunmat en það var ekki liðin hálftími þegar minn var aftur orðin svangur og bað um meira að borða,við reyndum að tala við hann að hann þyrfti ekki meir hann væri saddur en ekkert dugði,þá var honum gefin ávöxtur,eftir það liðu kanski 15 mín og þá var aftur suðað um eitthvað að borða í þetta skipti fékk hann vatn og eftir það liðu kanski aðrar 15 mín og þá er aftur suðað og svona er þetta búið að ganga meira og minna í allan dag sem ýtir undir kenningu geðlæknis hans í norge að hann sé með BRADER WYLLI SYNDROME því það einmitt lýsir sér á þann máta að heilinn er ALLTAF svangur þó maginn sé fullur,ég reyndi að útskýra þetta fyrir honum áðan með svona misgóðum árangri,en alla vega þegar þetta er skrifað hefur hann ekki beðið um mat í 2 tíma og er það lengsta pásan í dag.
Annað sem ég tek eftir er það að hann er sígólandi í tíma og ótíma og talar alveg skelfilega mikið,til hans komu 2 vinir í dag en hann mátti ekki vera að því að leika því hann er svo upptekinn við að gera systur sína brjálaða og hennar vinkonur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Þá er það liðið
árið 2007,það endaði svosem ekkert sérstaklega vel hjá mér,tókst að ná mér í einhverja andsk pesti á jóladag og var lasinn frammá nýjársdag og þetta er ein sú furðulegasta pest sem ég veit um,einn daginn er ég mjög slöpp og æli og með dúndrandi hausverk og líður alveg hörmulega en næsta dag var ég þokkaleg svona gekk þetta í heila viku og mér og minni fjölskyldu var nú alveg hætt að litast á blikuna,en nú sem betur fer hef ég átt 2 góða daga og ég vona bara að þeir verði fleiri.
Ég er búin að vera velta vöngum yfir síðasta ári og ég get ekki annað sagt en að árið 2007 sé eitt besta árið mitt í ég veit ekki hvað mörg ár,það gekk bókstaflega allt upp hjá mér sem ég ákvað,eða svona hérumbil ég flutti hingað heim í júni og er það sjálfsagt ein skynsamlegasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævin,ég sé það núna eftirá hvað ég og sérstaklega gaurinn minn 14 ára áttum orðið erfitt í norgeinu,í huga mínu er það bara einfaldlega svoleiðis að vð hefðum visnað upp og dáið bæði 2 ef við hefðum ekki komist heim,og ég gerði mér alls ekki grein fyrir þvi hversu ílla við vorum farinn andlega fyrren að birta fór til hjá okkur hérna heima.
Hann elskan mín kom útúr skápnum aðeins 14 ára gamall og gat loksins farið að vera hann sjálfur og sætt sig við að vera samkynhneigður og um leið og það gerðist þá hætti allt einelti sem var að byrja hér heima því að svo skrýtið sem það er þá virtust allir sjá það að hann væri samkynhneigður og margir hverjir ætluðu sér að reyna að brjóta hann niður en þegar gaurinn kom hnarreistur útúr skápnum þá var bara ekkert gaman hjá hinum og þeir höfðu enga ástæðu lengur til þess að núa honum þessu um nasir,sumir hverjir ætluðu að ganga svo langt að nota hundinn okkar gagnvart honum eingöngu vegna þess að þetta er millistærð af hundi en ekki einhver hrikalegur boli,hann fékk leyfi til þess að kaupa sér huns fyrir fermingarpeningana og með smá hjálp frá okkur hinum og fyrir valinu varð ameríkan cokker spaniel lítil sæt tík sem fékk nafnið Jenný og við sjáum sko alls ekki eftir því.
litli kúturinn þessi 10 ára var svo heppinn að vera tekinn inn í hlíðarskóla í frystu atrennu þegar ég sótti um og er hann þar enn,framfarir hjá honum eru bara rett og slett KRAFTAVERK því að í norge var hann látinn þjösnast í námsefni fyrir 2 bekk frá því hann var í þeim bekk sem sagt í 3 ár og náði nákvæmlega engum árangri þar,hins vegar eftir að heim var komið tók hann þvílíkum breytingum að það er með hreinum ólíkindum og er nú unnið ötullega að því að hann samræmist sínum aldri í námi eins og kostur gefst og getan leyfir.
litla títlan á bænum 9 ára er samkvæm sjálfri sér og ætlar sér stóra hluti alltof ung,hún hefur tekið þann pólinn að taka þennan 14 ára sér til fyrirmyndar og vill fá að gera allt eins og hann og nefnir hann óspart þegar henni er bannað eitt og annað það er nefnilega svo skelfilega erfitt að vilja flýta sér að verða fullorðinn en vera bara 9.
Ég hef orðið þess aðnjótandi að kynnast litlu elskuni minni barnabarninu síðustu 6 mán og það er alveg frábær upplifun,hún er svo skýr og það er svo gaman að fá að taka þátt í hennar lífi,hún er mjög fljót til að læra og það er svo gaman að kenna henni,foreldrar hennar gera eins og allir aðrir foreldrar að kenna henni hvað dýrinn seigja sem gekk mjög vel þannig að amma ákvað að kenna henni hvað amma seigjir og alltaf þegar ég spyr.. birta hvað seigjir amma þá byrjar mín á því að seigja voff voff og þá þarf ég að seigja nei hvað seigjir amma og þá kemur ádtin mín (ástín mín) og þetta vekur alveg ómælda lukku sér í lagi vegna þess að kanski finnst henni amman gelta aðeins of mikið hehehehe nei ég seigji bara svona en þetta sýnir alla vega að hún er með humorinn á réttum stað þegar stríða á ömmu sinni,rétt að verða 2ja ára eftir 8 daga.
Þannig að á heildina litið er árið 2007 búið að vera DÁSAMLEGT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu