Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Hún Sylvía mín
var að fara í 2ja daga skólaferðalag í morgun og ég má til með að sýna ykkur farnagurstöskuna sem hún tók með
Hérna er svo samanburðarmynd og gellan liggur ofan á töskuni hihi.
Reyndar verð ég nú að seigja ykkur það að í þessari tösku var allt það dót sem hún þurfti með þ.a.m. sæng,2 kodda öll útiföt að allt annað sem til þarf fyrir svona ferðalag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Æji þetta misstókst hjá mér


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Alveg brillijant prófið þetta.

If you cannot decipher anything, then try pulling
the corner of your eyes as if you were Chinese.
It works
Too FUNNY not to pass on!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Ég má eiginlega skammast mín
en ætla samt ekki að gera það Málið er það að gaurinn minn fremdist í fyrra, nánar tiltekið 15 júli og allt gott um það að seigja,eins og lög gera ráð þá var að sjálfsögðu pantað í fermingarmyndatökuna og gaurinn mætti þar uppstrílaður í fermingarfötunum og við fengum framkallaðar myndir fyrir fermingu og áttum við svo að koma aftur eftir fermingu og klára dæmið,en þar sem mamman hefur ekki minni á milli eyrna þá náttúrulega gleymdi hún því í fleiri mánuði og alveg þangað til í síðustu viku þá seigjir gaurinn.....Heyrðu mamma á ekkert að fara klára þessa fremingarmyndatöku hjá mér
Úpps ég dreif í því að panta myndatökuna og vorum við að klára það dæmi frá núna,díjsús hvað maður getur verið klikkaður,en alla vega þá er það frá og gaurinn á von á myndum fljótlega og ég að sjálfsögðu líka,hann mátti nú til með að taka tíkina með í myndatökuna og ég varð að standa hjá ljósmyndaranum og tala við hana svo hún myndi horfa í vélina.
Títlan mín litla er að fara í sitt fyrsta skólaferðalag á morgun og verður í burtu í 2 daga,ferlega skrýtið að hún skuli vera að fara eitthvað í burtu til annara en þá sem ég þekki,en þetta verður örugglega hrikalega gaman hjá henni.
Svo á föstudag er stefnan tekin á skagan og vera í brúðkaupi hjá Fríðu og Helga á sunnudag það verður örugglega meiriháttar gaman og mér finnst ég verða að mæta sérstaklega vegna þess að Fríða verður í mínum brúðarkjól og mig hlakkar svo til að sjá hana í honum og þar sem ég tel mig nú eiga smá í henni Fríðu þá er bara æðislegt að hún skildi vilja nota kjólinn mínn,enda er hann alveg æðislegur og ég vona bara að dætur mínar eigi líka eftir að gifta sig í honum þegar að þar að kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Æji kallanginn
![]() |
Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Var með kútinn hjá barnalæknir
sem jafnframt er sérfræðiningur í meltingafærum barna og ég seigji bara guð sé lof og dýrð þessari konu,hún gaf okkur allan þann tíma sem við þurftum og hún líka hlustaði á það sem ég hafði að seigja.Þessi yndislega kona sá ekkert eftir því að gefa okkur 45 mín af sínum tíma,tíma sem hún átti að vera farinn heim og allt vegna þess að ég leit svona hrikalega vitlaust á miðan og hélt við ættum að mæta kl 2 en nei þá var það kl 1 og hún ákvað samt að taka við okkur kl hálf 4 þrátt fyrir að hennar vinnutíma væri lokið.
Alla vega verður kútur lagður inn til rannsóknar og það verður allt rannsakað sem hægt er að rannsaka í þeim efnum og ég get sagt ykkur það að það vantaði ekki nema hársbreidd á því að ég færi bara að skæla,bara af þakklæti yfir því að þarna var einhver sem sá það strax að þarna væri tilfelli sem vert væri að skoða og það ekki mikið seinna en strax.
Eitt var svolítið skrýtið en það var hún var búin að vera að lesa sjúkrasöguna hans og seigjir mér það að blóðprufa hafi verið tekin að kút fyrir einum 7 árum síðan til þess að athuga prader willie syndrime og prufur hafi verið sendar til USA og ef ég skildi það rétt þá bara komu aldrei nein svör til baka,þannig að nú á að athuga það aftur.
Þetta var einn sá besti tími sem ég hef farið með kútinn minn til læknis á allri hans ævi og hef ég farið til þeirra margra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Manni skortir hreinlega
![]() |
Játaði á sig morðið á 10 ára stúlku í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Hahaha einn alveg hrikalega góður
Sigga kom heim til sín og sagði við Jónas, eiginmann sinn; "Veistu að
höfuðverkjaköst in sem ég hef verið að fá undanfarin ár eru alveg horfin".
"Hvað segirðu, hvað gerðist?" spurði Jónas.
"Hún Magga ráðlagði mér að fara til dáleiðara og hann sagði mér að standa
fyrir framan spegil, stara á sjálfa mig og endurtaka upphátt; "Ég hef ekki
hausverk,ég hef ekki hausverk, ég hef ekki hausverk." .....og ég hef ekki
fengið höfuðverk síðan. Þetta virkaði svona æðislega vel."
"Þetta er frábært, þetta er æðislegur árangur." sagði Jónas.
"Þú hefur ekki verið neinn orkubolti í rúminu síðustu árin." sagði Sigga,
"Af hverju drífur þú þig ekki til dáleiðarans og athugar hvort hann geti
ekki gert eitthvað fyrir þig svo þetta lagist?"
Jónas samþykkti að prófa og eftir heimsókn til dáleiðarans kom hann heim og
þreif Siggu í fangið, reif hana úr fötunum og bar hana inní svefnherbergi
með viðkomu á ýmsum stöðum í húsinu, lagði hana í rúmið og sagði "Bíddu smá,
ég verð enga stund". Svo fór hann inná baðherbergi og kom til baka stuttu
seinna og seinni ástarleikurinn með Siggu var enn betri en sá fyrri og annað
eins hafði hún ekki upplifað árum saman.
Að hamaganginum loknum settist Sigga upp í rúminu en þá sagði Jónas; " Ekki
hreyfa þig, ég kem eftir smá" og svo dreif hann sig aftur inná baðherbergið.
Sigga var forvitin og læddist á eftir honum og sá að hann stóð fyrir framan
spegilinn og endurtók í sífellu, "Hún er ekki konan mín, hún er ekki konan
mín, hún er ekki konan mín."
.....................................Útför Jónasar fer fram næsta![]()
föstudag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Ég hef lært....
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna.
Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis.
Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti,
eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður,
ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá,
og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist,
eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag.
Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna
hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar,
komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti,
er ekki það sama og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið
með hornabolta-hanska á báðum höndum.
Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu,
þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina.
Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast,
en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Alveg frábær blogghittingur afstaðinn
Sem átti sér stað í gær,en þar hittumst við nokkrar saman hérna norðan heiða og var það alveg meiriháttar gaman hjá okkur og eru þær allar hver annari yndislegri.
Fyrst mætti á staðinn hún Milla og gerði hún sér lítið fyrir og rúllaði frá Húsavík á hitting,svo kom Huld og þá ég,rétt á eftir birtist svo Sigga og fljótlaega eftir það kom svo Hrafnhildur og þar græddi ég nýja bloggbinkonu, lestina rak svo Anna Guðný,svo komu þarna aðrar tvær önnur þeirra bloggar en hin ekki en því miður man ég ekki hvað þær heita,en allt eru þetta alveg yndislegar konur.
Við komumst að því að við þyrftum helst viku í sumarbústað til þess að geta haldið áfram að tala frá okkur allt vit,en við 4 fyrstu vorum líka þær 4 síðustu að fara,en í alla staði var þetta meiriháttar og mig er strax farið að hlakka til næsta hittings.
Í morgun var svo farið eldsnemma á ferðina því að títlan var að keppa í fimleikum og þruftum við að fara á fætur kl 6 til þess að undirbúa han,greiða og svona fínt svo var mætt uppí KA heimili kl 7.45 og keppninn stóð til 10.30 og þá var verðlaunaafhending,títlan stóð sig eins og hetja sem og allar hinar skvísurnar líka og voru þær allar leystar út með verðlaunapeningum um hálsin.
Títlan byrjaði bara að æfa núna eftir áramót og hún er bara þannig þessi elska að hún lifir sig svo rosalega inní allt sem hún tekur sér fyrir hendur og keppnisskapið fylgir með en sem betur fer þá er hún ekki tapsár og var bara virkilega glöð með sitt.
Ég ætla að reyna að setja inn hérna nokkrar myndir sem ég tók af henni í morgun. Hér er verið að bíða eftir að röðin komi að sérViðbúin til búin
Nú
Raða sér upp fyrir verðlaunaafhendinguna.
Afhendinginn byrjuð.
Svolítið hreyfð en þarna er verið að marsera út að keppni lokinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu