Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Laugardagur, 12. apríl 2008
Oft getur maður
![]() |
Fastur í skotti bifreiðar við Miklubraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Fyrir ekki svo margt löngu skrifaði ég
hérna sögu um einstakling sem barðist vð fíkniefnadjöfullinn,nú er þessi sami einstaklingur komin fram í dagsljósið hérna á blogginu sú sem um ræðir heitir Fanney Unnur og er systurdóttir mín.
Mér þykir alveg afskaplega vænt um þessa stelpu,hún er sú sem ég var viðstödd þegar þessi elska kom í heimin og ég grét en það voru gleðitár,en síðastliðin tæpu 2 ár hefur hjarta mitt grátið fyrir hennar hönd þegar hún fyrst mætti þessum helvítis fíkniefnadjöfli og valdi þá leið að halda í hönd með honum.
En í dag er þessi elska að leita sér hjálpar og ég vona svo af öllu hjarta að henni takist það nú,hún spurði mig í gær hvort það væri eitthvað vitlaust af sér að byrja blogga um sína líðan og sína fíkn og ég sagði henni það að mér fyndist það flott hjá henni en að hún yrði að vera heiðarleg og einlæg því hér í bloggheimum væri fjöldinn allur af fólki sem myndi senda henni knús og hlýjar kveðjur þegar hún þyrfti á að halda,en fyrst og fremst yrði hún að taki það alvarlega það sem hún skirfaði og vera sjálfri sér trú þá væri henni allir vegir færir.
Mig langar svo að biðja ykkur um að taka vel á móti henni hér í bloggheimum því mín trú er sú að það að getað bloggað um sín hjartans mál og fá góð viðbrögð hjá fólki er ein sú besta lækning sem til er,hér er svo óheyranlega mikið að YNDISLEGU fólki að ég sjálf hefði aldrei trúað þvi fyrren á reyndi.
Ef þetta er leiðin sem virkar fyrir hana að skrifa sig frá þessum fíkniefnadjöfli þá er ég sko meira en 300% tilbúin til þess að hjálpa henni við það.
Kanski gæti þetta verið enn ein leiðin til þess að verða edrú hver veit.
Knús á ykkur öll inní helgina elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Hvor þeirra skildi
![]() |
Eiginkonuna fyrir geit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Frábært framtak
![]() |
Minningarsjóður stofnaður um Vilhjálm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.4.2008 kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 11. apríl 2008
jæja enn einum fundi lokið
í hlíðarskóla og var mikið rætt eins og venjulega.Það er þannig með kútin að í hvert skipti sem eitthvert frí er í skóla eða hann veikur í einhverja daga þá er eins og honum fari aftur,þetta er eitthvað sem ég er ekki að skilja,kanski vegna þess að maður er ekki svona sjálfur,ég meina þegar ég var búin að læra lesa,skrifa og reikna á sínum tíma í skóla þá bara kunni ég það,en svo virðist vera að hann missi alltaf eitthvað niður af því sem hann hefur lært ef hann er í fríi úr skóla,þanig að staðan er þanig í dag að nú þarf ég að hafa áhyggjur af öllu sumarfríinu.
Hvað barn vill standa frammi fyrir því að þurfa liggja kanski yfir námsefni allt sumarfríið sitt alla vega ekkert barn sem ég þekki,sumar á að vera tími til þess að leika sér og hafa gaman ekki satt,nú er ég ekki að seigja að sumarið verði þanig hjá okkur en það liggur samt við að þess þurfi til þess að elskan missi ekki niður dampinn enn og aftur.
Svo er líka svo merkilegt með það að annan daginn er ekkert mál fyrir hann að lesa en þann næsta er þvílíkt erfitt fyrir hann að klóra sig frammúr einni blaðsíðu eins og til dæmis í gær,ég var að láta þau systkini lesa fyrir mig og kútur stóð sig svo vel að það var bara undarlegt og hann fór framúr systir sinni en daginn áður hafðist varla uppúr honum rétt orð allan lesturinn,skrýtið.
Annað sem er líka undarlegt og það er að hann er greindur lesblindur en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er hann ekki í neinum vandræðum með að lesa enskuna þanig að nú spyr maður sig er hægt að vera lesblindur á einu tungumáli en ekki öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 11. apríl 2008
prufa prufa



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Þennan fékk ég sendan eldsnemma í morgunsárið
og má til með að deila honum með ykkur.
Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.
Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði =SS), En hin var kunn
undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).
Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á 1 áfangastað.
SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur
verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann
ætli sér.
SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.
SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna
hið minnsta! Hvað getum við gert?
SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.
Stuttu síðar:
SS: Það er ekki að ganga upp.
SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í
stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.
SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan
einnar mínútu.
SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina.
Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur
báðar.
Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu.
systir Stærðfræði komst á
áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt
hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á 1 áfangastað.
SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! hvað gerðist?
SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann
möguleika að elta mig.
SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?
SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að
hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.
SS: Og?
SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.
SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?
SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.
SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?
SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.
SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?
SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir?
Nunna með pilsið upp um sig
hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.
Og fyrir ykkur sem hélduð að þetta yrði eitthvað dónalegt og svæsið, bið ég
fyrir ykkur !
[cid:E5BF2C6D-FE28-4CB7-A18A-9A49309CEC9B]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Heimurinn séð frá fíklinum
Systurdótir mín og systir sendu mér þetta bréf áðan til að setja hérna inná bloggið,málið er það að systurdóttir mín hefur verið að berjast við fíkniefnadjöfullinn í tæplega 2 ár en er sem betur fer að taka sig á í þeim efnum,hún skirfaði þetta bréf til þess að sjá betur með eigin augum hvar hún yrð eftir 3 ár með eða án eiturlyfja og vona ég svo af öllu hjarta að hún velji neðri part bréfsins,ég tel henni það til tekna að hún er ung og sér vonandi hvað hún er að gera sjálfri sér sem og allri sinni fjölskyldu,ástæða þess að bréfið fer hérna inn er einfaldega sú að hvorki mamman né systurdóttir mín eru að blogga og kanski er gott að leyfa öðrum að sjá inní hugarheim fíkils því ég hugsa að hún sé ekki eini fíkillinn sem hugsar svona eins og hún.Ég tek það líka fram enn og aftur að bréfið er birt með þeirra beggja samþykki og hún vildi ekki lata taka nafnið sitt í burtu.
Hvar verð ég eftir 3 ár ?
Í neyslu :
Ef að ég held áfram að vera að dópa og geri það svona reglulega og þarf virkilega á því að halda þá efast ég um að ég verði á góðum stað eftir 3 ár. Ég mun örugglega vera þannig að ég geri hvað sem er fyrir skammtinn minn og á eftir að enda sem sprautufíkill. Ég á ekki eftir að geta verið í tengslum við fjölskylduna mína og það á engin eftir að treysta mér fyrir neinu . ég á líklega eftir að búa á götunni eða alltaf bara milli húsa. Ég á örugglega eftir að vera alltaf í sömu fötunum . ég á ekki eftir að geta horft á fólkið í ættinni minni vegna skammar eða kannski ekki beint skammar , heldur svona á eftir að líða alltaf svona öðruvísi í kringum fólkið sem að er mér nærst. Ég á aldrei eftir að geta mætt í nein matarboð eða svoleiðis vegna þess að ég á ekki eftir að geta lifað án fíkiniefna. Og þeir daga sem að ég á ekki pening og á ekki efnin eiga eftir að vera ömurlegir og fráhvörfin að drepa mig. Svo á þetta bara eftir að ganga endalaust í hringi sem sagt að lifa til að nota og nota til að lifa . ég veit ekki hvernig að þetta veður þetta verður alveg 110% ÖMURLEGT líf þannig að ég er eiginlega byrjuð að spá af hverju dóp ? tilhvers að breyta sér með einhverjum efnum hvort sem það sé eiturlyf eða áfengi ... ég veit ekki af hverju ég byrjaði en ég veit af hverju ég ætla að hætta. Ég ætla að hætta vegna þess að ég á ENGA framtíð í neyslu og ég á ekki eftir að geta gert neitt en ef að ég hætti þá kem ég til með að geta gert hvað sem að ég vil ég á eftir að gera farið í skóla , ég á eftir að geta eignast fjölskyldu , ég á eftir að geta eignast vini og þá er ég á meina alvöru vini ekki einhverja neyslufélaga og svoleiðis fólk .
Ekki í neyslu eftir 3 ár. :
Ég á eftir eiga mér líf , ég á eftir að geta gert það sem að ég vil og fólkið í kringum mig á eftir að treysta mér. Að hugsa sér að vera kannski komin með íbúð. Og eiga bíl og vakna á hverjum degi og vita það að maður þurfi ekki að fá sér , að lífið snúist ekki um að nota . ég vil að fólkið mitt geti treyst mér. Ég á vonandi eftir að lýta mun betur út . ég held að það sé málið að ég stefni af því að eignast heilbrigðara líf .. það er það sem að ég ætla að gera J .. svona verð ég eftir 3ár.
Hérna koma nokkrir punktar um hvernig maður þarf að lifa ef að maður er í neyslu: lífið er endalaus lygi þú þarft alltaf að standa í því að vera að ljúga ,og svo er líka vesen að muna alltaf lygina, svo dettur inn annars lagði hvernig maður mundi bregðast við ef að einhver annar í fjölskyldunni væri svona , maður yrði ekki sáttur .. en svo finnst manni allt í lagi að maður sé að gera þetta sjálfur .. en það er ekki rétt hugsun , ef að þér finnst ekki í lagi að aðrir séu að nota þá er ekki í lagi að þú sért að nota , þannig er það bara .. þetta ætti ekki að vera til . ég vona svo innilega að ég eigi eða ég vona ekki ég ætla að hætta þessu og fara að geta lifað heilbrigðu lífi . ég ætla að gera það núna meðan að ég hef tækifæri til þess og á meðan að það er fólk í kringum mig sem að er tilbúið til að hjálpa mér ég efast um að ef að ég héldi áfram að ég gæti hætt eftir 5 ár. En núna meðan að ég er svona ung þá ætla ég að hætta og það eru miklu meiri líkur á því að ég geti það á meðan ég er svona ung .. ég ætla ekki að lifa lengur í þessu lífi .. þessu dóplífi .. ég ætla mér að hætta að nota eiturlyf og brosa framan í heiminn og á mun hann brosa til mín til baka.
Ég er líka farin að pæla , af hverju að vera að breyta sínu hugarástandi með einhverjum örvandi efnum hvort sem að það sé áfengi eða eiturlyf ,ég hef aldrei pælt í þessu svona , ég hef alltaf bara haft það í huganum að þetta sé bara smá skemmtum til að verða eitthvað nettruglaður en svo er ekki , þú ert að flýja veruleikan þú ert í rauninni að flýja þitt eigið líf , það er bara vegna veikleika eða einhverja erfiðleika sem að þú hefur gengið í gegnum , sem að þú ert ekki tilbúin til að takast á við en það er ekki svoleiðis hjá öllum , í rauninni er þetta tvennskonar svo er þetta líka þannig að hjá sumum er þetta bara fíknsjúkdómur sem að þú þróar með þér .
- Fanney Unnur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Einn kaffiskítskaffi takk
![]() |
Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu