Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Mánudagur, 30. júní 2008
Þreytt þreytt þreytt
Ég get svarið það að ég er orðinn of gömul til þess að vera úti langt frammá nótt og skemmta mér, skelltum okkur á innbæingamótið á laugardag en þar var fámennt en góðmennt, stoppuðum nú ekki lengi þar sem manni varð skítkalt þrátt fyrir að hafa dregið fram lopapeysu, flísbuxur, húfu vettlinga og kuldaskó þá bara dugði það engan veginn til, þannig að um 10 leytið var bara drifið sig heim og í ballgallan og skellt sér á Vélsmiðjuna og ekki var mikið um fólk þar heldur, hitti reyndar fyrir gamla vinkonu mína sem ég hef ekki séð í áraraðir og það var mjög gaman að spjalla við hana en um 2 var svo haldið heim þreytt eftir kvöldið enda mín ekki vön að vaka til kl alveg að verða 3 svei mér þá.
Verst er það að það er sama hversu seint ég fer að sofa ég vakna alltaf jafnsnemma fyrir því, gærdagurinn fór svo bara í það að slappa af með Birtu ömmustelpu og kút en í fyrsta skipti á ævinni svaf hann hjá vini sínum og gekk það líka svona ljómandi vel og kom minn heim sæll og glaður eftir þá heimsókn, bara frábært, í mínum huga er þetta svona ákveðið þroskamerki hjá honum að hafa þorað að gista annars staðar.
Annars er svo skrýtið með það að í hvert sinn sem mér finnst eitthvað ganga vel hjá honum þá ævinlega þarf hann að taka uppá einhverju miður skemmtilegu (alla vega fyrir mömmuna). Þannig var að í morgun taldi hann sig þurfa setja eitthvað í hárið á sér þar sem hann var nú í klippingu á föstudag og útkoman af því varð blanda af tannkremi, sápu, froðu og kremi til þess að lina verki í fótum, útaf baðinu kom minn sem sagt alsæll fram og sýndi mér einhvern blágrænan lit í hárinu á sér og tilkynnti mér það að hann væri búin að finna upp nýtt hárefni svo nú yrði það alveg stíft, því miður gat mamman nú ekki stillt sig um að hlægja þegar hún sá hvað hefði farið í hárið á mínum og þegar hlátukviðunum lauk þá benti ég honum á það að betra væri nú að nota bara venjulega froðu í hárið ef hann vildi vera töffari, en minn hélt nú ekki og tilkynnti mér það að hún væri bara alls ekki nógu góð fyrir hans hár, hahaha.
Minn var sko alls ekki sáttur þegar tilraun var gerð til þess að þvo þetta jukk úr hárinu á honum en eftir mikla mæðu þá hafðist það loks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 28. júní 2008
Frábært hjá Möggu
Ég held að þetta eigi eftir að ganga fínt þessa helgi, ég vill alla vega trúa því að svo geti orðið, verð reyndar að viðurkenna það að þessa einu verslunarmannahelgi sem ég hef búið hérna á síðastliðnum 8 árum þá fann ég lítið sem ekkert fyrir því að sú helgi væri eitthvað öðruvísi en allar hinar, kannski vegna þess að ég bý það langt frá miðbænum og hélt mig mest megnis utan við hann þessa helgi.
En ég seigji bara eins og Magga að það er óskandi að fólkið hafi mannasiðabókina meðferðis.
Öðru vísi stemning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 27. júní 2008
Flöskudagsblogg...Úpps meina föstudagsblogg
það er eiginlega búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu 2 daga en samt finnst mér ég engu koma í verk,nýji þurrkarinn minn er bilaður og er ég ekki sátt við það að hafa kannski keypt einn af þessum mánudagsheimilstækjum, enn alla vega er hann kominn í viðgerð og þrátt fyrir að nota hann ekki mikið þá er samt fúlt að hann skuli bila strax.
eins og venja er á föstudögum þegar veðrið er skítsæmilegt þá fæ ég í mig útilegu fíllinginn og langar eitthvað í burtu en þar sem spáinn er vægast sagt ömurleg þá verður bara setið heima, enda verður Birtan hjá ömmu sinni á morgun og sunnudag þar sem mamman er að vinna alla helgina fyrir einhvern annan, nú svo er innbæingamót annað kvöld og ef veðrið helst svona skítsæmilegt þá kannski að maður skelli sér á innbæingamó, annars er líka oddeyrarmót á morgun og þar sem ég bjó þar nú í ein 20 ár að þá er kannski spurning um að skella sér þanngað líka.
Til stendur að títlan skelli sér á skagan í kvöld og verði frammí næstu viku og kútur ætlar að gista hjá vini sínum þannig að í fyrsta skipti í langan tíma verð ég barnlaus, vá hvað það verður skrýtið.
Það er búið að vera mikið hundafans hérna síðustu 2 daga, Jenny að sættast við Yrju, þær sváfu 2 saman í búri í nótt og það gekk ljómandi vel, þannig að framvegis verður það þannig.
Eftir því sem mér skilst þá gengur gaurnum mínum vel í sveitinni og er bara sáttur við sína vinnu sem er bara frabært og ég vona bara að þannig verði það í allt sumar.
knús á ykkur öll sem eitt og megi helginn verða ykkur sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
mikið er erfitt að seigja nei stundum
gaurinn minn hefur verið í mjög góðu sambandi við þann hundaræktanda sem hann keypti tíkinni okkar af, fengið að vera hjá þeim þegar hann hefur farið suður með hana á sýningar og er það bara hið besta mál, nú er hins vegar kominn upp sú staða að þau þurfa pössun fyrir eitthvað af sínum hundum þar sem aðstæður hafa breyst en bara í sumar þannig að gaurinn bauð fram hjálp sína sem er líka allt í lagi, það gerði hann eftir að vera búin að tala við mig, en svo breyttust hans aðstæður líka og hann fór að vinna hjá pabba sínum í sveitinni í sumar sem er alveg frábært, en ég gat ekki hugsað mér að láta hann svíkja sitt loforð þannig að með kvöldinu fáum við gest sem heitir yrja og verður hjá okkur í einhvern x óákveðinn tíma.
Hún er reyndar að koma til okkar í annað sinn núna þannig að ég veit alveg hvernig tík þetta er og hún er æðisleg,svo blíð og góð og lét strax eins og hún hefði búið hér alla sína tíð, þannig að það verður ábyggilega bara gaman að hafa hana, Jenny veitir heldur ekkert af því að fá félagsskapinn því að hún hegðar sér eins og drotting í ríki sínum og vill öllu ráða, þannig að nú verður hún kannski að læra að lúffa aðeins fyrir öðrum hundum, hehe.
Gaurinn minn tók semsagt þá ákvörðun í samráði við okkur foreldra sína að fara að vinna hjá pabba sínum í sveitinni í sumar þegar ljóst varð að hann fengi enga almennilega vinnu hérna í bænum og sem betur fer er hann einn af þeim sem nennir að vinna, þannig að úr varð að pabbi hans og hans kona ákváðu að gefa honum séns og ég vona bara að hann tolli hjá þeim í allt sumar því að félagsskapurinn sem hann var farinn að sækja í var ekki mikið til þess að hrópa húrra fyrir, svo þessi dvöl hans hjá þeim verður vonandi til þess að hann sjái hlutina í því ljósi sem þeir eru og líka það að þeir feðgar nái að mynda einhver tengsl sín á milli, því að því miður hefur ekki verið svo mikið um þau undanfarið ár eða svo og það þykir mér afskaplega leitt, nú er ég ekki að seigja að það sé gaur að kenna né pabbanum, ætli málið sé ekki bara það að lífsviðhorf þeirra feðga sé svo ólíkt og þar af leiðandi hefur þeim ekki samið eins og ég hefði óskað.
En nú vonandi stefnir þetta allt til betri vegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Manni er hætt að bregða þó að bensín og disel hækki.
Er ekki búið að spá því að líterinn fari uppí 200kr á árinu, það er eins og mig minni það, ætli manni fari ekki fyrst að bregða þegar og ef þetta lækkar einhvern tíman aftur, mín skoðun er sú að það sem er að gerast hérna er það að spákaupmenn eru þeir sem hafa valdið þessu og mikið djöf hljóta þeir að græða núna, því það er alveg á hreinu að ekki koma þeir þessu af stað fyrir ekki neitt.
Ég er sannfærð um það að svona þurfi þetta ekki að vera, en spurninginn er hins vegar sú hvað er hægt að gera.
Bensín hækkar um 3 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Títlan mín litla
uppistóð það að sig langaði svo mikið til þess að fara í sveit í síðustu viku og þar sem ég tel að öll börn hafi gott af því að kynnast sveitalífinu þá var lagst í síman og farið að reyna finna sveitapláss fyrir hana í eina viku eða tvær, það gekk nú ekki vel svona til að byrja með, ég hringdi í barnsföður minn og fyrrverandi mág minn til þess að athuga hvort þeir vissu um einhverja sem tækju svona títlur að sér en því miður vissu þeir nú ekki um neinn sem það gerði en báðir bentu þeir mér á bændasamtökinn og hringdi ég þangað líka og var mér gefið upp nafn á konu sem ég gat haft samb við sem ég og reyndi að gera, en það gekk ekkert þannig að ákveðið var að setja þessa hugmynd í salt þangað til í þessari viku.
Enn á föstudagskvöldið fæ ég símtal frá fyrrverandi mági mínum og eru þá hann og kona hans búin að spjalla saman og ákváðu þau að bjóða títluni að koma til sín í einhverja daga og sjá hvernig gengur, það varð úr að brunað var með hana á Sunnudag í sveitina og er hún þar enn þessi elska.
Ég er svo óendanlega þakklát þeim hjónum að hafa boðið henni að koma til sín þau eru bara hreint og beint yndisleg að vera tilbúinn að taka að sér barn sem þau þekkja ekki neitt, sem betur fer þá þekkjumst við að sjálfsögðu frá fyrri tíð ég og mágur minn fyrrverandi og ég veit að þarna er sóma maður á ferð, litla frænka mín býr þarna líka hjá sínum pabba þannig að títlan var nú kannski ekki að koma að tómum kofanum ef svo má seigja.
Góðmennska fólks á sér stundum enginn takmörk, ég veit sem er að nóg er að gera hjá þessum yndislegu hjónum, með 4 börn og bú en voru samt tilbúinn til þess að taka að sér 5 barnið í nokkra daga, ég segji bara geri aðrir betur.
Elsku hjón ég hugsa að seint geti ég þakkað ykkur nógsamlega fyrir þetta tækifæri títluni til handa en ég mun gera mitt besta til þess.
Títlan þrífst þarna eins og við var að búast, þarna getur hún gosslast allan daginn og lært að vinna létt verk með hinum börnunum og ég veit að minni leiðist það ekki því að útivera er nú eitthvað fyrir mína, ég hugsa að ég geti talið það á fingrum annari handar hversu oft ég hef heyrt.....ég nenni ekki út mamma, þannig að ég held að hún sé á hárréttum stað í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. júní 2008
Monday monday
og helginn liðinn, við ákvaðum að skella okkur í útilegu nokkur saman á föstudag og var byrjað að pakka öllu sem því fylgir að fara svona túr og þar sem ég er ekki svo rík að eiga hvorki tjaldvagn né fellihýsi á var mínu risa tjaldi skellt á kerruna ásamt öllu öðru sem til þarf og brunað var í Vaglaskóg, veðrið var svona lala ekki mikið meira en það en þar sem ég er nú með ofn til þess að hita tjaldið þá taldi ég þetta nú ekki geta orðið neitt vandamál, en viti menn þegar líða tók á kvöld og nótt þá fór mér nú að hætta að litast á blikuna, það kólnaði alltaf meir og meir og ofninn var ekki að standa sig í því að halda hita inni.
Það var minna enn ekkert sofið þessa nótt fyrir kulda og ég var svo upptekinn við það að reyna að halda hita á títluni því hún var að frjósa alveg eins og ég en sem betur fer svaf hún nú eitthvað, kútur var sá eini sem svaf eins og steinn alla nóttina og það til 10 á laugardagsmorgni, meðan að við hin fórum á fætur á milli 6 og 7 og ég held ég sé ekki að ljúga miklu þegar ég seigji að það lá við að ég pissaði grýlukertum svo kalt fannst mér og brjóta mátti horið úr nefinu á hehe nei ég seigji svona, enn engu að síður var hrikalega kalt og ég sá það á vatnsaðstöðuni að þar fraus vatnið á bekknum.
Eftir þessa nótt treysti ég mér alls ekki til þess að vera aðra og aftur var pakkað niður og brunað í bæinn og nú er ég ákveðinn í því að fara ekki aftur fyrren ég fæ tjaldvagn leigðan eða lánaðan það er alveg á hreinu, ég nefnilega komst að því að það að sofa svona á jörðu niðri er bara KALT.
Síðast þegar ég var búsett á klakanum þá átti ég húsbíll og fann nánast aldrei fyrir kulda svo ég var kannski ekki alveg að fatta það hversu kalt væri í tjaldi fyrren á reyndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. júní 2008
Hvernig er hægt að verða svona þreyttur
eftir 2ja vikna afslöppun á mallorca ég bara spyr, allur gærdagurinn fór í það að geispa frá sér allt vit á milli þess sem farið var hamförum um húsið og allt tekið í gegn að innan sem utan, þvottavélinn fékk að vinna sem aldrei fyrr og gekk hún sleitulaust í 14 tíma, krakkarnir eru að ná sér niður líka og lífið að færast í sitt eðlilega horf með öllum þeim kostum og göllum.
Þrátt fyrir að hafa verið að koma heim þá er strax komin útilegufíllingur í mína, mig langar svo hrikalega að fara eitthvað, bara stutt kannski í vaglaskóg en því miður þá finnst mér veðrið ekki bjóða uppá neitt slíkt þessa helgina, enn sem betur fer þá koma nú aðrar helgar líka þannig að ekkert vandamál verður að taka sig upp og skella sér í eins og eina og eina útilegu í sumar eða ég vona það alla vega.
Annars sendi ég ykkur bara knús inní helgina og óska þess að hún verði ykkur öllum góð.
on til next.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Kominn heim.
Mikið er nú alltaf gott að koma heim eftir ferðalög hversu góð sem þau eru. Við semsagt komum heim um kl 7.30 í gærkvöldi og beið okkar dýrindis máltíð sem elskan hún dóttir mín var búin að matreiða handa okkur og var það æði að fá svona góðar móttökur af henni, gaurnum og Birtuni.
Annars er það úr ferðinni að frétta að við fengum flutning yfir á aðra strönd og annað hótel sem var bara frábært í alla staði, ekkert fyllerí eða neitt þvílíkt á ferðinni heldur var skemmtidagskrá fyrir börnin frá 10 að morgni til 10 að kveldi og þurfti maður engar áhyggjur að hafa af þeim, meira að seigja kútur tók þátt í einu og öðru reyndar ekki hálft á við systir sína sem sást ekki allan daginn en samt nóg fyrir hann. Títlan mín litla er eins og kolamoli á litinn meðan við hin erum svona temmilega brún, hún tók þátt í tveimur keppnum og að sjálfsögðu ekki við annað komandi en að vinna þær báðar sem hún gerði, það er þvílíka keppnisskapið í þessari elsku að það hálfa væri nóg.
Eyjan var keyrð þver og endilöng og allr markvert skoðað og það er alveg hellingur sem hægt er að skoða á mallorca, við vorum þarna með yndislegu fólki og þetta gæti ekki hafa verið betra eða skemmtilegra.
Það eina sem hægt er að setja útá er hversu allt er orðið dýrt á mallorca en það náttúrulega breyttist með tilkomu evrunar eða það held ég, mér finnst ekkert vit að versla þarna enda svosem ekki mikið hægt að versla nema þá helst sumarvörur eða minjagripi en þar sem mér dugar fínt að eiga minningar á filmu eða í huga mér þá sleppti ég því að versla svol, þannig að það var lítið sem ekkert verslað, enda átti þetta að vera frí enn ekki verslunarferð og þannig varð það líka.
Ferðinn endaði svo á því að kútur týndist í flugstöðinni í gærmorgun og ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni, það gerðist þannig að ég var eitthvað að bisast við að ná í peysu ofaní tösku handa títluni sem tók mig kannski 2 mín ef það var svo lengi en á þeim tíma ráfaði minn í burtu og bara gjörsamlega hvarf, það var byrjað að skima um eftir honum því þetta var í röðinni á leiðinni að innritun og svo var byrjað að hlaupa útúm alla stöð enn ekki fannst hann, það kom til mín maður og sagði.... ég sé að þú ert að leita að einhverju og ég svara já honum syni mínum, hann er horfinn, þá spyr hann hvernig lítur hann út og ég seigji stór og mikill, þá spyr hann nú er hann fullorðinn hehe, ég seigji nei hann er nú bara 10 ára en er ekki eins og flest önnur börn ég gat ekki verið að útskýra hvað væri að honum, en alla vega þessi yndislegi maður tók til við að hjálpa mér að leita ásamt einum enn og á endanum fannst kúturinn liggjandi á bekk og þegar komið var með hann til mín þá mátti ekki nema hársbreidd muna að ég færi hreinlega að gráta af létti, en svörinn sem ég fékk hjá honum þegar ég var að spyrja hann af hverju hann hefði farið var....Já en mamma ég var bara að fá mér blund ekkert annað.
Knús á ykkur elskurnar og mikið er gott að vera kominn aftur.
PS ég hendi inn myndum þegar ég nenni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 9. júní 2008
Pinulitid spanarblogg
og tad med spaensku lyklabordi.
Annars er allt gott asd fretta hedan, vedrid er buid ad vera frabaert hlytt og gott,titlan min er ordin kolsvort en vid hin rett ad taka lit, eg sagdi vid hana ad hun maetti bara fara ut annan hvern dag svo vid hin gaetun kannski fengid sma lit til tess ad na henni, hehe kutur er hress og buinn ad vera mjog duglegur ad labba allt med okkur og er meira ad seigja buin ad taka lit lika, bara frabaert.
Eg reyndar byrjadi a tvi ad verda veik fekk halsbolgu daudans og bullandi hita en er samt ad verda god med hjalp lyfja, reyndar er buid ad vera herna hrikalega mikid fylleri allar naetur a hotelunum i kring og varla hefur verid svefnfridur, tetta eru ekki islendingar sem eru tarna a ferd heldur mest megnis tyskarar, italir og belgir sem eru med tessi tviliku laetinn, tannig ad eg gerdist svo kraef ad fara fram a flutning yfir a adra strond sem er mikid barnvaenni heldur en tetta herna og eg fae ad vita tad a eftir hvort af tvi geti ordid, eg satt ad seigja vona tad svo innilega tvi tetta er frekar treyttandi til lengdar ef satt skal seigja.
Ad odru leyti erum vid oll hress og buin ad skoda mikid herna as eyjunni fogru og tad er hun svo sannarlega, en eg hef tetta ekki mikid lengra ad sinni tessa FRABAERA talva sem eg er vid er ekki su fljotasta i heimi ad vinna tannig ad eg hef ekki tima til ad kikja a ykkur elskurnar minar en eg hugsa til ykkar allra og sendi ykkur RISA KNUS OG KLEMM FROM SPAIN.
TANGAD TIL NAEST
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu