Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ég spyr nú bara
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Og hvað svo.
Þegar ég tók þessa íbúð á leigu þá jafnframt skráði ég mig í búseta og var mér tjáð þar að algengur biðtími hjá þeim gæti verið á milli 2 og 3 ár, þannig að ég hugsaði mér gott til glóðarinar vitandi það að kannski um það leyti sem leigutíma mínum lyki hér þá væri komið að mér hjá búseta og jafnframt gæti ég kannski lagt eitthvað fyrir á þessum tíma, þar sem leigan telst sanngjörn þar sem ég leigi.
Ég held að ástæða þess að ég sé svona ósátt við að þau standi ekki við gerða samninga sé einmitt það að en er ekki komið að mér hjá Búseta og að ég þurfi kannski að vera á flakki með börnin í 1 til 2 ár í viðbót áður en ég kemst inní í Búseta og það er það sem fer verst í mig.
Mér finnst bara svo skelfilega ósanngjarnt að ég skuli þurfa að líða fyrir annara manna vandamál, vandamál sem mér koma í rauninni ekkert við, en samt finnst mér eins og ég sé orðin miðjupunktur í þessu öllu saman, en staðreyndin er einfaldlega sú að mér á ekki að koma neitt við nema það hvort ég sé að standa í skilum með mína leigu eða ekki og jú að sjálfsögðu ganga vel um annara manna eigur, sem ég tel mig hafa gert
Áður en allt þetta vesen byrjaði var ég tilbúinn til þess að mála hérna á minn kostnað og grisja garðinn fyrir þau ásamt því að gera eitt og annað sem ég taldi að allir húseigendur yrðu sáttir við, en eftir að þetta byrjaði allt saman er ég svo gjörsamlega púnkteruð að ég varla kemst yfir það að þrífa eins og ég er vön, öll mín orka fer í það að hugsa hvað sé rétt að gera í stöðunni, ég hallast samt helst að því að koma mér héðan út sem allra fyrst og bíta í það súra epli að þurfa að vera á þvæling með börnin þannig til kemur að mér hjá Búseta.
En þar sem ég er Vog þá skipti ég um skoðun á 5 mín fresti. Ég er samt ákveðinn í því að láta þetta ekki eyðileggja fyrir mér dagin í dag, því í dag ætla ég að reyna komast í ZIK ZAK til hennar Huld og spreða kannski í eitthvað smá af fötum á mína og svo kannski verður maður menningalegur í kvöld og tekur þátt í Akureyrarvökuni sem nú stendur yfir. Ég ætla alla vega að gera allt sem ég get til þess að gera þetta að jákvæðum og góðum degi.
Eigið góðan dag elskurnar öll sem eitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hvað finnst ykkur.
Allt byrjar þetta í feb á þessu ári þegar mínir leigusalar hafa samb og seigja mér það að þau ætli að seigja mér upp leigunni vegna þess að þau ætli að flytja í íbúðina aftur.
Hins vegar er málið það að við gerðum tímabundin samning til 3ja ára án nokkurra sérákvæða um uppsögn, hvort sem heldur væri af minni hálfu eða þeirra.
Ég hef aldrei klikkað á leiguni, alltaf borgað á réttum tíma utan við eitt skipti sem það dróst í einhverja daga. Ég ákvað að taka þessari uppsögn á sínum tíma því ég vildi ekki hafa það á samviskunni að þau þyrftu að leita sér að íbúð þegar þau ættu eina fyrir.
En svo viku áður en að uppsagnartímanum lýkur hafa þau samb aftur og draga þá uppsögnina til baka á þeim forsendum að þau séu hætt við að flytja heim á ný, ok ég spyr þau þá hvort upphaflegi leigusamningur muni gilda áfram og ekkert meira vesen verði að þeirra hálfu og lofa þau því.
Ég tek það líka fram að á þessum tíma var ég búin að fá aðra íbúð sem ég að sjálfsögðu varð að láta frá mér því ég vildi frekar vera hérna heldur en að fara á flakk með börnin.
það líður rétt um mán þá er aftur haft samb og nú á að selja, en seigja að ég megi samt sem áður vera í íbúðinni þangað til hún selst og muni ég þá fá uppsagnarbréf með 3ja mán fyrirvara, ok hugsa ég og vissi sem var að fasteigna markaðurinn er nánast dauður þannig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur strax.
Alla vega er staðan orðinn þannig í dag að en og aftur er búið að seigja mér upp og nú með 5 mán fyrirvara og nú vegna skilnaðar hjá þeim hjónum.
Svo nú spyr ég, á ég að láta labba yfir mig á skitugum skónum og fara eða á ég að fara í hart og neita að samþykkja uppsögnina.
Ég er búin að tala við lögfræðing og hann seigir réttinn vera 100% minn þar sem um tímabundinn samning sé að ræða og ég alltaf staðið í skilum, það sem ég er aðallega að velta fyrir mér er það hvort ég eigi að nenna að standa í veseni við þetta fólk eina ferðina enn.
Það má líka alveg koma fram að þetta fólk hefur alls ekki virt minn rétt til einkalífs þar sem þau hafa birst hér án þess að gera boð á undan sér, eða gert boð á undan sér en ekki látið sjá sig fyrren eftir dúk og disk.
Ég er orðinn óseigjanlega þreytt á því að láta fara með mig eins og mottu, svo nú spyr ég hvað finnst ykkur að ég eigi að gera.
Fara eða vera.................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hey you ég var klukkuð
Takk elsku Anna mín fyrir að koma mér í tölu alvöru blogara
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
KEA ( þegar það var og hét )
- Leikskóla.
- Skóla.
- Fiski.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Darty dansing
- Mamma Mia
- 14 nights and 14 days
- Armageddon
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Akranes
- Akureyri
- Noregur
- Reykjavík
- Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Aðþrengdar eiginkonur
- C.S.I
- American idol
- Logi í beinni
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Eistland
- Mallorca
- Bandaríkin ( Orlando )
- Maraco
- Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- www.mbl.is
- er.is
- www.leit.is
- visir.is
- Fernt sem ég held uppá matarkynns
- Saltkjöt og baunir ( SLURP )
- Hvítlauks og sitrónukryddaður Kjúlli
- Fiskibollur
- Lambahryggur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- Dagbók Önnu Frank
- Ísfólkið
- Ástarsögur í vasabroti fyrir svefninn
- Get lesið svo margt aftur og aftur.
Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Stína systir
- Unnur Hauks
- Huld Ringsted
- Milla
Góða skemmtun stelpur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Pirr pirr og meiri pirringur
Ég er svo HRIKALEGA pirruð útí vissa aðila að það hálfa væri alveg meira en nóg, hins vegar vill ég ekki blasta því hérna inn hvers vegna ef vera skildi að viðkomandi aðilar skildu nú lesa bloggið mitt.
Ég get þó alla vega sagt það að sumt fólk er að kafna úr frekju og yfirgangi, það stenst ekki stafur við staf af þvi sem það segjir og ég er bara orðinn drulluþreytt á svona RUGLI endalaust og alltaf og verst þykir mér að geta ekki tjáð mig almennilega um þetta mál hérna inni.
Ég er bara einhvern vegin þannig að ég vill ekki koma af stað íllindum við þessa einstaklinga, þrátt fyrir að vita það að ég sé í 100% rétti, ætli það endi ekki bara með því að ég fari með þetta í lögfræðinginn minn og láti hann sjá um þetta,ég reyndar er búin að tala um þetta við hann en ég finn það að þetta gengur svo nærri mér andlega og ég er svo föst í þessu ástandi sem verið er að leggja á mig, ástand sem ég bjóst ekki við að þurfa kljást við í 3 ár en nú er ég búin að vera að kljást við þetta meira og minna síðan um áramót og það virðist ekkert lát vera þar á.
Sumir eru kannski búnir að átta sig á því um hvað málið snýst og það er líka bara allt í lagi, kannski kem ég með alla söguna hérna inn einhvern daginn, það verður þá ábyggilega daginn sem ég fæ nóg af því að seigja já og amen við því sem sagt er við mig.
Sú var tíðin þar sem ég lét engan vaða yfir mig, en því miður er það liðin tíð, með aldrinum hef ég einhvern vegin orðið meirari og finn mig ekki í því að lyfta hönd yfir höfuð mér og seigja STOPP hingað og ekki lengra, reyndar ef ég reiðist þá getur alveg heyrst all verulega í mér og ætli það endi ekki með því að svo verði á endanum ef þessu fer ekki að linna. got demmit.
En knús á ykkur elskurnar Alltaf jafn gott að getað pústað hérna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
LÁTUM ÞETTA BERAST
Vildi bara benda á þennan undirskriftalista http://www.petitiononline.com/elladis/petition.html
Ef þú veist ekki þá er hér bloggið þessarar stelpu: http://blogg.visir.is/elladis/ - sagan hennar er þarna við hliðina á. Hún þarf á aðgerð að halda sem foreldrarnir hafa ekki efni á. Endilega skrifaðu undir og láttu ganga.
Eins og flest allir landsmenn vita þá er um að ræða yndislega litla stúlku sem berst fyrir lífi sínu, þetta er undirskriftarlisti sem beina á síðan til TRYGGINGASTOFNUNAR og sjá hvort þeir vakni ekki til lífsins og hjálpi þessari elsku og hennar fjölskyldu.
Endilega kvittið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Mamma ég hata þegar krakkarnir seigja að ég sé
feitur. Aldrei seigji ég að þú sért feitur svaraði títlan. Nei enda ert þú besti óvinur minn svaraði þá kútur á móti hehehehehehe.Ekki það að mér þyki fyndið að aðrir krakkar séu að kalla hann feitan, heldur hvernig hann svaraði systur sinni, þetta voru fyrstu samræður þeirra systkina í morgun þegar fyrsti almenni skóladagur rann upp hjá þeim báðum.
Við ræddum þetta vandamál hans og stefnan er tekinn á einhverjar íþróttir í vetur plús betra mataræði, nú svo veit ég sem er að stefnan er líka að taka hann af einum af þeim lyfjum sem eru þyngdaraukandi þannig að það verður spennandi að sjá hvernig vetur fer hjá okkur báðum.
Hann var langt því frá að vera sáttur við það að fara í skólan en ég hafði vit á því að vekja hann nógu snemma til að lyfinn væru farinn að virka áður en haldið var af stað þennan fyrsta dag skóla og gekk það fínt að lokum.
Títlan hins vegar réð sér ekki fyrir kæti og þurfti ekki nema einu sinni að seigja henni að vakna og þá reisti mín sig upp, nú þegar maður er kominn í 5 bekk er leyfilegt að hjóla í skólan sem hún að sjálfsögðu gerði, það vildi ég óska að allir morgnar væru sem þessi.
Gaurinn er hins vegar í þessum skrifuðu orðum í flugi til Tenerife með sinni föðurfjölskyldu, hann semsagt byrjaði á því að fá frí í skólanum og skreppa til úgglanda, ekki slæmt það.
Svo nú sit ég hér ein og veit ekkert hvað ég á af mér að gera, dagurinn hjá mér er þegar orðinn langur af því að ég fór á fætur kl 5.45 og drakk mitt kaffi og dólaði mér í 1 klst áður en ég vakti systkininn, las fréttir og kíkti bloggvinahring sem ég geri yfirleitt á hverjum morgni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Flott hjá Finnskum dómstólum
10 ára fangelsi fyrir að smita konur af HIV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Skólastart 2
Nú er komið að kút að hefja sitt sjötta ár í grunnskóla og er það eitthvað sem hann væri alveg til í að sleppa, alla vega svona að mestu, við erum búin að eiga í miklum samræðum undanfarnar vikur og mikilvægi þess að vera í skóla og jú hann er svona aðeins að koma til, reyndar held ég að það sé nú minnst mér að þakka, ég held frekar að það sé einum skólabróðir hans að þakka sem kom hér við um daginn og tilkynnti kút það að í vetur yrði lítið lært því nú ætti að fara að byggja hesthús hjá skólanum og þeir ættu að vera í því verkefni, hversu mikið er til í því veit ég ekki, en ég kemst þá að því á eftir því við eigum að mæta á fund kl 11 í skólanum.
Það er ekkert ólíklegt að verið sé að fara byggja hesthús þarna þar sem þetta er ekki þessi venjulegi skóli í þeim skilningnum, en að strákarnir eigi að vinna mikið við það efast ég nú stórlega um, en kannski þeir fái eitthvað að hjálpa til er svo önnur saga.
Þetta varð alla vega til þess að kvíðinn hjá kút minnkaði til stórra muna og lítið mál að fá hann með sér í dag í foreldraviðtal. Hann fær reyndar nýjan kennara þar sem hin er að fara mennta sig meira en hann hefur engar yfirlýsingar gefið um það hvað honum finnist um þessi kennaraskipti, ég vona bara að hann verði sáttur og að allt gangi vel.
Það koma 2 nýjir félagar í bekkinn núna og þar sem þeir eru nú bara 4 í bekk þá verður kútur aldursforseti eftir því sem mér skilst, hann er semsagt búin að vera lengst í þessum bekk þannig að hann og hinn gaurinn fá það hlutverk að hjálpa hinum 2 að aðlagast, það verður gaman að fylgjast með því hvernig hann tekur á því verkefninu.
Annars er mig farið að hlakka til vetrarins að því leytinu til að regla kemst á lífið aftur, það er einhvern veginn þannig að allt fer úr skorðum yfir sumartíman, ég veit að fyrir kút er það ekki gott, en hitt er svo annað að ég er með 2 önnur börn sem þurfa að fá að lifa lífinu og ekki get ég sett þau á hold fyrir hann, alveg er álagið nóg á þeim fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Ég er sátt og seigji
TIL HAMINGJU STRÁKAR Þið stóðuð ykkur frábærlega vel, við megum vera stolt af þeim og þessari litlu þjóð sem komst í annað sæti og hrepptu silfrið, þetta er einfaldlega frábær árangur hjá strákunum.
HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu