Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Jæja þá er minn fyrsti fundur
á vegum FAS(Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) búin og var þetta mjög góður fundur,fámennt og góðmennt.
Það var eitt og annað rætt sem er mjög áhugavert og margar góðar hugmyndir í gangi til þess að virkja þetta félag enn frekar og fá fleiri foreldra og aðstandendur með okkur í lið.
Mín skoðun er sú að allir foreldrar samkynhneigðra einstaklinga ættu að ganga í þetta félag því reyndin er einfaldega sú að öll þurfum við að hitta fólk sem stendur í sömu sporum og t.d. ég.
Ég tel það vera nauðsynlegt sem foreldri að geta sýnt barninu mínu allan þann stuðning sem hann kann þurfa á að halda því að því miður þá eru ennþá fordómar til staðar útí þjóðfélaginu sem þarf að takast á við og ef það er ekki skilda okkar sem foreldra að standa með börnum okkar þegar þau koma útúr skápnum þá er ég nú meiri vitleysingurinn.
Aldrei nokkurn tíman hvarflaði það að mér að snúa baki við syni mínum þegar þessi umræða var að koma uppá yfirborðið inná mínu heimili,hann er sonur minn sem ég elska af öllu mínu hjarta alveg eins og hin börnin mín,þessi elska átti það til að spyrja mig......Mamma munt þú hætta að elska mig ef ég er hommi og mín svör voru alltaf á sömu leið.....Ástin mín þú ert sonur minn og þá skiptir ekki máli hvort þú sért hommi eður ei það er bara svo einfalt,hann hafði líkar miklar áhyggjur af sínum föður en ég held í dag að þar sé allt í góðu þeirra á milli,gaurinn hefur aldrei búið hjá sínum föður en samb þeirra á milli hefur ávallt verið gott,ég hef í seinni tíð látið gaurinn að mestu leyti um allt samb við sitt föðurfólk og er það bara að ganga vel og er hann mjög heppinn að því leytinu til.
Enda á þessi elska allt það besta skilið í lífinu því ljúfari einstakling er erfitt að finna,hann hefur oftast nær getað tjáð sig um öll sín hjartans mál við mömmu gömlu,það er kanski aðallega núna þegar hugurinn er farinn að leita á önnur mið þar sem mömmu gömlu koma ekki allir hlutir við,en hann veit það að ef hann þarf á mér að halda þá kemur hann hiklaust til mín og leitar ráða hjá þeirri gömlu og er ég þakklát fyrir það.
Ég tilkynnti honum það síðasta sumar að þetta árið færum við saman á gay pride gönguna á Ágúst en hann hélt nú aldeilis ekki að hann myndi labba með þeirri gömlu niður laugavegin hehe mér fannst það bara fyndið,hitt er svo annað mál að ég mun ganga gay pride niður laugaveginn í sumar þó að hann labbi kanski ekki alveg mér við hlið,en mín stefna er einfaldlega sú að standa með mínu barni þegar hann berst fyrir sínum tilverurétti með öllum öðrum samkynhneigðum þessa lands sem og annara landa.
Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri foreldra sem eru í sömu sporum og ég því ég veit að við erum mikið fleiri þarna úti og það er bara svo gott að geta rætt málin við þá sem skilja.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Jebb jebb búin að taka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Eins og flest allir vita
sem lesa bloggið mitt að þá á ég samkynhneigðan son 15 ára gamlan og finnst mér ekkert athugavert við það,ég elska hann alveg jafnmikið og hin börnin mín.
Ég má hins vegar til með að seigja frá samtali sem ég átti í gær við fullorðið fólk sem reyndar endaði á því að verða fyndið.
þannig var að ég er í kaffi hjá yndislegu fólki og talið berst að fíkniefnaneytendum og verið er að velta vöngum yfir því hvernig margir þessir einstaklingar fjármagna sína neyslu og í einhverjum samanburðar orðum seigji ég.......Vill ég þá heldur eiga samkynhneigðan gaur heldur en eiturlyfjaneytanda....Þá seigjir frúin á heimilinu er þetta ekki bara ímyndun í honum er hann nokkuð þarna það sem þú sagðir ( hehe gat ekki sagt orðið hommi )og þá gellur í manninum.....Ja þá má hann hafa verið ímyndunarveikur frá unga aldri og við hin öll líka,það hefur nefnilega aldrei farið framhjá neinum að elskan yrði samkynhneigður,hins vegar var og er kanski erfiðara fyrir sumt fólk að viðurkenna það.
Þetta seigjir svona pínulítið um þá leyndu fordóma sem fólk er að kljást við hvað varðar samkynhneigð en samt vill þetta sama fólk alls ekki vera fordómafullt,ég verð reyndar að viðurkenna það að ég hafði lúmskt gaman af þessu og gaurinn mínn líka þegar ég sagði honum frá þessu samtali mínu.
Ég er svo að fara á minn fyrsta fund í kvöld með foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra hérna á Ak og hlakkar mig bæði og kvíður fyrir,hlakka til að því leytinu að þarna vonandi hitti ég fólk sem glímir við það sama og ég,það er að seigja þessar skapsveiflur sem mér finnst oft hrjá gaurinn minn og ég veit ekki hvort það sé útaf kynhneigð eða einhverju öðru,ein besta vinkona mín á líka samkynhneigðan son og hún seigjir að hún sé að berjast við þetta líka svo gaman verður að sjá hvort fleiri séu í þessum hóp en við 2,en af hverju mig kvíður fyrir veit ég ekki,kanski vegna þess að þetta er nú svona frekar nýtt fyrir mér að mæta öðru fólki sem einnig eiga samkynhneigða einstaklinga.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Hahahaha
Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna......
Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp." Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?" Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: Svo þú telur þig heimskan?" Drengurinn svaraði: Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Pínu krúttlegur í bland við annað
Eldri hjón komu nýlega inn á McDonalds og pöntuðu BigMac með gosi á tilboði. Þau skiptu öllu í tvennt, fengu aukaglas og skiptu gosinu á milli sín. Maðurinn byrjaði að borða en konan sat og horfði á. Stúlka sem var að þrífa stóðst þetta ekki og spurði hvort hún mætti ekki gefa þeim annan skammt svo þau þyrftu ekki að skipta þessu á milli sín.....
Gamli maðurinn svaraði: Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf deilt öllu á milli okkar. Við breytumst ekki úr þessu." Stúlkan spurði konuna næst hvers vegna hún borði ekki og gamla konan svaraði: Hann er að nota tennurnar, það kemur að mér þegar hann er búinn."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Á bílaþvottastöðinni.
FYRIRGEFIÐ MÉR AÐ HAFA EKKI LÁTIÐ Í MÉR HEYRA LENGI, ÞURFTI AÐ LÁTA ÞVO BÍLINN MINN AFTUR..................
FÓR Á ÞVOTTASTÖÐINA EN ÞURFTI AÐ LÁTA ÞÁ ÞVO BÍLINN 3 SINNUM... ÞEIM YFIRSÁST STÖÐUGT EINHVERN HLUTA...SVO EF ÞÚ HEYRIR EKKI FRÁ MÉR NÆSTU VIKUR ÞÁ VEISTU HVAR ÉG ER............
of to the carwash again
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Langbestir á skaganum
![]() |
Villtist í miðbæ Akraness |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Já góðan daginn
![]() |
Þotuleigan var 4,2 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Aftur til fortíðar
Í gegnum þau rúmu 10 ár sem ég hef fengið að njóta sonar míns hefur ýmislegt gengið á sem mig langar að rifja upp.
Strax í upphafi fæðingar gekk allt ílla og þegar þessi elska var nokkra daga gamall þá strax sá ég að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera,elskan litla grét stanslaust og náði lítið sem ekkert að sofa.Þá strax byrjuðu vaktaskipti með honum og við sváfum sitt á hvað.
Á hverjum degi kom til okkar ljósmóðir og ræddi ég þetta við hana að það væri eitthvað að,lengi vel héldu læknar sig við innantökur og allt var prófað í þeim efnum,allar mögulegar og ómögulegar leiðir voru reyndar en allt kom fyrir ekki elskan litla bara grét.
Ólíkt öðrum börnum þá missti hann aldrei sína fæðingarþyngd heldur byrjaði hann að þyngjast strax frá fæðingu og það eitt og sér hefði átt að seigja læknum eitthvað en svo var því miður ekki,svona gekk þetta í rúm 2 ár,ég mætti með hann til læknis og talaði um hans vandamál en einu svörin sem ég fékk voru......Hva hann er bara orkumikill.
Loksins kom að því að hann fékk inni á leikskóla og ég sagði leiksskólastjóra það að eitthvað væri að en engin greining væri komin,þessi elskulega kona tók samt þá ákvörðun að taka hann inn og eftir að aðlögun lauk tók það þær á leikskólanum 2daga að sjá að eitthvað mikið var að,leikskólastjóri hringir í mig og spyr hvort mér sé sama þó þau fái manneskjur frá búsetadeild Ak bæjar eins og það heitir í dag og taka mat á honum,ég að sjálfsögðu samþykkti það um leið og úr varð að kona kemur á leikskólan og metur kútinn í að mig minnir í 2 daga og það er ekki sökum að spyrja að ýmislegt kom í ljós í því matinu,hlutir sem ég var margbúin að ræða við læknir og það fleiri en 1.
Í dag hugsa ég að ég eigi allt þessum tiltekna leikskóla að þakka hvað varðar kútinn því þær börðust með mér með kjafti og klóm fyrir þvi að hann fengi alla þá mögulegu hjálp sem hann þurfti og stóðu eins og klettar við bakið á mér alla leið.
Ég held satt að seigja að ef þessar yndislegu konur sem unnu á þessum leikskóla og konan frá búsetudeild hefðu ekki séð það um leið að eitthvað væri að hjá kút þá værum við ekki í þeim sporum sem við erum í í dag.
Hins vegar hélt elskan litla áfram að þyngjast og milli 3ja og 4ra ára aldurs var hann rétt að skírða í 40kg þrátt fyrir að allar mögulegar aðferðir voru notaðar til þess að reyna að láta hann léttast en ekkert gekk fyrren hann var settur á ritalín en þá fuku af honum tæp 20kg á skömmum tíma.Það hins vegar varði ekki nema í tæp 2 ár og þá fór minn að þyngjast aftur því ritalín virknin var hætt að virka á þyngdarlosunina og þá fór hann aftur að bæta á sig og frá hausti 2003 til dagsins í dag hefur þessi elska bætt á sig tæplega 50kg þrátt fyrir að vera lystarlaus alla daga sökum lyfja og er mikið talað um það hversu lítið hann borðar.
hann borðar fyrst og fremst á morgnana þegar engra lyfja gætir í kroppnum á honum en yfir daginn er lítið sem ekkert borðað,hann er í mat í skólanum 2svar á dag og í fyrra skiptið fær hann sér ávexti og í seinna skiptið er í flestum tilfellum lítið borðað líka.
Það er búið að reyna allar leiðir en ekkert virkar en sem komið er alls kyns æfingar og íþróttir en því miður bætir hann bara alltaf á sig meir og meir.
Úti norge voru upp um það getgátur að hann væri með heilkennið brader willý syndrom en því miðr var aldrei gerð nein greining á því enda hefði hún kanski ekki skipt svo miklu máli hér heima þar sem við þurftum að byrja nánast frá núlli aftur og þar af leiðandi kanski ekki verið tekið fullt mark á þeirri greininguni,þrátt fyrir að ég hafi komið með þvílíkt mikið af pappírum frá norge að þá eru þeir bara notaðir til hliðsjónar en ekki greining sem slík.
Að mörgu leyti er ég mjög feginn því að svo skuli vera því að greiningarnar sem hann fékk úti voru sko langt því frá til að hrópa húrra yfir og er búið að hnekkja alla vega einni af þeim greiningum ef ekki tveimur sem er bara vonandi gott mál og sé rétt,því auðvitað er það draumur minn sem og allra annara foreldra að eiga heilbrigt barn.
Megið þið eiga góðan dag öll sem eitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Er í alvöruni
![]() |
Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu