Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Laugardagur, 31. janúar 2009
Er flutt JIBBÍ.
Og það er engin smá munur á því að fara úr 315 fm í 125 fm, en mér finnst það æðislegt, spáið bara í það hversu fljót ég verð að þrífa vá ekkert smá flott, svo ég tali nú ekki um það að vera laus við litadýrðina, hér er allt plain ljóst og eikarinnréttingar, bara æðislegt.
Búið er að tæma alla kassa utan við tvö sem tæmdir verða í dag og svo á bara eftir að ryksuga og skúra og hengja upp myndir og þá er allt búið Jey.
Hins vegar á ég eftir að þrífa hina 315fm og hlakkar mig ekkert sérstaklega til þess þó ég viti að það muni nú ekki taka neinn óratíma því ekki bjó ég nú svo lengi þar, en kannski fæ ég hjálp góðra vinkvenna minna og þessu verður bara hespað af á no time uhmm draumur, en ég veit að þessar elskur munu hjálpa mér ef að tími gefst til þess hjá þeim, þær eru nú búnar að vera svo yndislegar þessar elskur og allar gefið mér sinn tíma og komið hér og hjálpað mér að koma mér fyrir, takk elskurnar þið eruð æði.
Ég finn það hversu lýjandi það er orðið fyrir mig að vera á þessu brambolti með flutninga, bæði fyrir mig og börnin og ég seigji það satt að ég er orðin of gömul í þetta rugl og vil fara að festa okkur á sama stað og sem betur fer bendir allt til þess að svo geti orðið nú, það er ekki börnum bjóðandi að vera með þau á svona þvæling og mun ég nú gera allt sem á mínu valdi stendur til að þessu geti linnt.
Annars erum við bara nokkuð góð hér á nýja staðnum krakkarnir sáttir við sín herb, kúti reyndar gekk heldur erfiðlega að sofna í gærkv en vonandi er það nú bara svona own time only, því að hann verður að fara að sofa í sínu herb enda komin á 12 ár.
Knús á ykkur elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Löt að blogga en sakna ykkar allra.
Nú fer að róast hjá mér aftur því vel hefur gengið hjá mér að flytja, yndisleg mágkona mín hefur verið mér innan handar og hjálpað mér mikið, takk elsku mágkona.
Málið með þetta eilífa flutningsbrölt á mér er einfaldlega það að í þetta sinn réðum við ekki orðið við leiguna þar sem allur pakkinn var komin uppí 180.000 og það er ekki manni bjóðandi þannig að ég sé mér ekki annað færten að flytja héðan og í töluvert ódýrara húsnæði, sem betur fer er það þó húsnæði sem mér stendur til boða að vera í til frambúðar ef ég kæri mig um og ég er alvarlega að hugsa um að taka því þegar þar að kemur, ég hef 1 ár til þess að hugsa mig og ef allri fjölskylduni líkar vel þarna þá er aldrei að vita nema maður kaupi sér búeturétt þarna, en það byggist nú líka svolítið á því hvort verðið lækki hjá þeim eins og er að gerast hjá öllum öðrum, ég vona það.
Í dag er svo tekinn stefnan á að flytja eitthvað af stóru hlutunum og svo verður klárað á morgun, Tvær yndislegar vinkonur mínar eru búnar að bjóða fram aðstoð sína og þáði ég það með þökkum, eins mun einn bróðir minn hjálpa líka og gaurinn minn þannig að þetta ætti að ganga fljótt og vel fyrir sig.
Ég get alveg viðurkennt það að ég er orðinn hrikalega þreytt að þessu veseni með að vera alltaf að flytja og vildi ég óska þess að mínir fyrri leigusalar hefðu getað haldið sig við sinn saming okkar á milli þá væri ég ekki í þessari stöðu í dag, en svona er þetta þegar maður er að leigja á frjálsum markaði, það er ekki á allt kosið og af tvennu íllu er ég þó þakklát fyrir það að hafa ekki keypt mér fasteign þegar ég flutti heim frá Norge á sínum tíma, því þá hefði ég ekki boðið í ástandið í dag.
Sem betur fer þurfa krakkarnir ekki að skipta um skóla þar sem nýji skólinn er ekki tilbúinn því verið er að byggja hann þannig að rótið er sem betur fer minna fyrir vikiið.
Knús á ykkur elskurnar mínar og megi dagurinn verði ykkur yndislegur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Já við skelltum okkar saman í bio
ég og kútur og fannst honum nú ekki leiðinlegt að fá einn tíma með mömmu sinni, hann er reyndar búin að vera ansi trekktur í gær og í dag, er að gefa frá sér alls kyns hljóð (eða óhljóð) fannst það algjört möst að henda poppi í stelpurnar á bekknum fyrir framan okkur en sem betur fer náði ég nú að stoppa það áður en það tókst. Hann þrufti líka að hlægja mann hæst í bioinu og endurtaka setningar sem sagðar voru í myndini og það ekki á lágu nótunum.
Annars erum við bara nokkuð góð hérna megin utan við eitt og annað sem ekki er skrifað hér. Á morgun byrja svo flutningar eina ferðina enn, (já ég veit ) enda er ég að verða svo sjóuð í þessu að ég get pakkað og flutt sofandi, en vonandi er þetta næst síðasta skiptið sem ég flyt og já ég seigji næstsíðasta vegna þess að draumaíbúðinn er í byggingu og þangað vill ég fara þegar þar að kemur og þá verður það til frambúðar, annars gæti það allt eins farið svo að mér myndi líka svo vel í nýju íbúðini að ég verði bara þar áfram, því mér stendur það til boða en það mun allt skýrast á þessu ári.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 24. janúar 2009
Life is to short for drama & petty things, so laugh insanely, Love truly and forgive quickly'
Þar sem ég hef afskaplega lítið að seigja þessa dagana og neita að taka þátt í því brjálæði sem er allt í kringum okkur, þá ákvað ég frekar að deila því sem fallegt er. Ég er svo heppinn að eiga alveg dásamlega vinkonu og er það hún sem sér mér fyrir öllu þeim myndum og öðru sem ég set hér inn.
Takk takk elsku Sigga mín, þú ert langbest.
I Wrote Your Name...
I wrote your name on a piece of paper, but by accident I threw it away.
I wrote your name on my hand, but it washed away.
I wrote your name in the sand, but the waves whispered it away.
I wrote your name in my heart, and forever it will stay.
I believe in angels, the kind that heaven sends.
I'm surrounded by angels, but I call them my best friends.
Thanks for being my friend!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Come Smile With Me........So cute :)
These are seriously cute!!!! You will smile...you just won't be able to help yourself!!!
Don't take life too seriously, no one gets out alive!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Bara hahahahahaha.
Tveir bankamenn stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng
þegar konu eina bara að. Spurði hverju þeir væru að velta vöngum yfir.
Aaaaa, við eigum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn
stiga. Aaaaa, heyrðist frá konunni, opnaði tösku sína, tók út
skiptilykil, losaði stöngina upp, lagði hana niður, tók nú upp málband
og mældi stöngina: 5 metrar og 65 sentimetrar, og hélt hún síðan á
braut.
Eftir stóðu þeir félagar skellihlægjandi: Er þetta ekki dæmigert fyrir
konur, okkur vantaði hæðina en hún sagði okkur lengdina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Er hægt að verða seinheppnari, nei ég held ekki.
Í morgun þurfti ég að fara út og vesenast með pappíra sem er allt í góðu en þegar ég er hér í einu fyrirtæki hérna í bænum og tók lyftuna uppá 4 hæð ( já ég veit nennti ekki að labba) haldið þið ekki að lyftuskömminn hafi ekki fest á milli 3ju og 4 hæðar og hoppið sem lyftan tók þegar hún stöðvaðist var ekkert smá, sem betur fer var ég nú ekki ein í lyftuni þannig að það var hringt eftir hjálp sem kom að vörpu spori og komumst við út eftir ca 15 mín og máttum gjöra svo vel að klöngrast út á milli 3ju og 4 hæðar hehe.
Ég skal alveg viðurkenna það að mér stóð nú ekki alveg á sama sérstaklega þegar ég var að príla út, það ruur alskyns hugsanir um hausinn á mér á þessum stutta tíma, td það ef að hurðin myndi nú lokast og á ég milli birrr ekki þæginlega tilhugsun.
Rétt eftir að ég var búin að sinna mínu erindi þarna þá hringir gaurinn og biður mig um að ná í sig þar sem hann er orðinn veikur, þannig að það var rúllað útí skóla og hann sóttur og þá var elskan orðin náfölur í framan og komin með bullandi hita greyjið.
Ég hef velt fyrir mér í dágóðan tíma þessu með að vera jákvæður og hef komist að þeirri niðurstöðu að það að sjá hjörtun hérna vítt og breytt um bæinn yljar manni alveg ótrúlega mikið um hjartarætur. Mér finnst svo æðislegt að horfa hérna yfir í heiði á morgnana og kvöldin og sjá þar þetta dásamlega fallega hjarta sem þar er, ég er farin að taka meira eftir eða leita hreinlega eftir þeim hjörtum sem ég veit að eru um bæinn, sumstaðar eru þau í görljósunum svo fallega rauð að það er gaman að bíða eftir því græna.
Þessa vikurnar er ég stolt af því að vera Akureyingur og fá að njóta þess að sjá þetta á hverjum degi og stundum oft á dag, ég held að hvergi annars staðar á landinu er þetta svona, en það er bara það sem ég held.
knús elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 18. janúar 2009
Púff alltaf nóg að gera.
Ég fékk þá snilldarhugmynd að halda bílskúrsölu í dag en þar sem mikið af dótinu er farið þá aflýsti ég söluni á sama stað og ég auglýsti hana, en eitthvað hefur fólk ekki verið að lesa alla auglýsinguna því að hér er búið að vera rennerí á fólki og ég meira að seigja selt smá.
Það er blogghittingur nú kl 16.00 hér á Ak en ég veit ekki satt að seigja hvort ég hafi tíma til þess að fara því að nóg er að gera, en ég hef nú alveg 30 mín til þess að ákveða mig. Þar fór það, var að fá símtal þar sem fólk sem ég hef ekki séð í óratíð var að boða komu sína.
Annars er ég að verða nett gráhærð(og er ég nú nógu gráhærð fyrir) af kút þessa dagana, ég get svo svarið fyrir það að ef hann ætti tonnatak þá myndi hann skella góðri slettu á bakið á mér og festa sig þar og í þau örfáu skipti sem ég fer eitthvað án hans og bróðir hans er að passa hann þá límist hann á bróðir sinn og er svo síman í hinni hendini sí hringjandi í mig þangað til ég kem heim.
Þessi áráttuhegðun hans getur stundum alveg gert útaf við mig, þegar hann tekur uppá einhverju svona, þetta er reyndar með því versta sem ég hef lent í með hann, jújú hann hefur alltaf verið háður mér, en GUÐ MINN GÓÐUR, þetta er aðeins of mikið af því góða.
Svo er hann farinn að taka uppá því að gefa frá sér alls kyns hljóð. td í gærkv sátum við og horfðum öll saman á mynd og allan tíman gólaði hann...... SKÍTT MEÐ KERFIÐ örugglega svona 150 sinnum og þar sem bæði hann og títlan voru með gistifélaga þá var þetta alveg að gera útaf við alla. Og í allan morgun þegar þau voru að horfa á barnaefnið heyrðist allan tíman...... DUSHBECK DUSHBECK, (kannski vitlaust skrifað)endalaust og auðvitað endaði það með slagsmálum á milli þeirra systkina.
Ég er nokkuð sannfærð um það að allars hans áráttuhegðanir hafa aukist til mikila muna eftir að svefnlyf voru tekin af honum, en þetta er bara eitthvað sem ég verð að takast á við og reyna að fá hann til þess að láta af þessu þó ég viti nú innst inni að það verður hægara sagt en gert.
Jæja elskurnar best að halda áfram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. janúar 2009
Loksins, loksins, loksins.
var óhætt að senda kút í skólan og það gekk meira að seigja ágætlega fyrir sig, hann ætlaði reyndar að bera fyrir sig smithættu og sýndi mér það með miklum hósta hvernig það færi fram en þá benti ég honum á það að hann skildi halda fyrir munninn þá yrði sýkiningahættan minni og minn féllst á það.
Ég tók mig til og fór í gegnum herb hjá honum í gær og guð minn góður ég ákvað það í einhverju bjálæðiskasti að sturta úr kubbakassanum hans á gólfið og sortera alla kubbana í aðra kassa hann á nefnilega tvær tegundir af kubbum, plús allt annað sem komið var í kassan og vá ég hlýt að hafa misst vitið einhverja stund því að þessi kassi hans er ekkert í minni kantinum ónei ekki aldeilis, en þessi verkun tók mig litla 4 tíma, reyndar með alsherjarþrifum í leiðini, ég hafði reyndar ekki haft það í mér að gera þetta í ein tvö ár því þetta óx mér svo skelfilega í augum, en jibbí þetta er búið.
Fyrr í vikuni var ég reyndar búin að fara eins og stormsveipur um herb títlunar líka en það var nú sem betur fer ekki jafnmikil verkun, það tók mig nú bara um 1 tíma sem betur fer. Svo nú er farið að grynnka ansi mikið af hinu ýmsu dóti úr því að ég er líka búin að fara í gegnum allt geymsludótið þannig að dótið á heimilinu minnkar óðum.
Annars fer ég bara nokkuð góð inní daginn, ætla halda áfram yfirferð um húsið og sjá hvort það sé ekki eitthvað meira sem ég get látið aðra notið góðs af.
Knús á ykkur elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Lazarus býr ennþá hér:(
Eitthvað gengur ílla að ná pestini úr kút, hann er reyndar aðeins skárri í dag en í gær og vona ég að pestarskítur sé á undanhaldi hjá honum.
Báðir kettlingarnir eru farnir að heiman en þær fluttu báðar til elstu dóttir minnar og eru bara mjög sáttar þar og þær mæðgur líka með að hafa þær, Ísabella er hins vegar ekki jafnsátt og saknar þeirra auðsjáanlega mjög mikið, en það var nú samt alveg komin tími á að þær færu eru orðnar 8 vikna, svo nú er bara næsta mál á dagskrá er að láta taka Ísabellu úr samb þvi ekki viljum við taka sénsin á því að fá fleiri kettlinga þó þeir séu nú óskop sætir svona litlir.
Annars er ég MJÖG ósátt við sjálfa mig í dag því ég er fallinn það tók nú ekki lengri tíma en þetta, ég er hundfúl við sjálfa mig en það þýðir ekkert annað en að halda áfram að reyna þetta og þá kannski með betri undirbúningsvinnu en ég gerði síðast, ég er alla vega búin að skrá mig á reyklaus.is og ætla að fara eftir því sem mér er sagt þar, því það veit guð að mig langar svo að losna undan þessu ÓGEÐI og ég verð bara að trúa því að þetta tekst á endanum, ég veit svosem ekkert hvað gerðist og ætla ekkert að afsaka það hér svona er þetta bara og nú þarf að taka á því og hana nú.
Knús elskurnar inní kvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu