Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Frábært.

Þetta er sú mynd sem mig langar virkilega mikið til að sjá, og vona ég það svo sannarlega að þessi mynd komi hingað norður á Akureyri, því þessi mynd á fullt erindi hingað sem og annars staðar. Ég trúi því að svo verði og hún verði sýnd hér líka.
mbl.is Sólskinsdrengurinn vinsæll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan lognmolla á þessum bæ

og alltaf nóg að gera. Sjaldan hef ég séð kútinn minn jafn lasinn og síðstu 3 sólarhringa, þessi elska rokkar upp og niður í hita og hóstinn er alveg að gera útaf við hann greyjið. Nú svo vakti gaurinn mig kl 4 í nótt þá var hann með svo hræðilegan hausverk að hann gat ekki sofið fyrir honum og engar verkjatöflur til á bænum, svol að báðir strákarnir mínir eru veikir í dag.

Í gær var svo farið í 3ja ára afmælið hjá Birtuni minni og hélt mamma hennar þessa líka fínu veislu, með góðum kræsíngum og gúmmelaði. Títlan mín varð svo eftir hjá henni og fékk að gista, ekkert smá gaman þar plús að geta verið samferða skólasystrum í skólan í morgun, eftir að hún byrjaði aftur þarna þá sé ég hana ekki fyrren seint og um síðir þessa dagana, verst er að þegar við flytjum þá væntanlega flytjum við lengra frá hverfinu sem skólinn hennar er í, því allt virðist benda til þess að röðin sé kominn að mér hjá búseta en því miður er það íbúð í nýja hverfinu hérna og virðist sem ekkert annað sé í boði en sem komið er, en það verður þá bara að hafa sig, kannski fær hún meiri undanþágu og fær að vera þarna áfram, hver veit.

ADIOS.


Just when you think you have seen it all ~

Sigga vinkona mín er svo helv dugleg að senda mér hinar og þessar myndir og yfirleitt stel ég þeim og set hérna inn, ég veit að mér er fyrirgefið. :)

file00016222.jpg

file0016333.jpg

file0027444.jpg

file0044666.jpg

file00612888.jpg

Þessi húsbíll finnst mér snilld.

file0105121212.jpg

wannarid11111.jpg

file00717999.jpg


Jákvæðasta fréttin sem ég fann.

Alveg finnst mér það frábært þegar vinningar svona stórir fara á fleiri en einn og alltaf tel ég sjálfri mér trú um að þeir fari á þá staði þar sem þeirra er þörf, en því miður er þörfinn ábyggilega á mjög mörgum stöðum, ég óska öllum vinningshöfum innilega til hamingju.Wizard
mbl.is Þrír með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil kona sem ég á smá part í

er 3ja ára í dag, en það er hún Birta Mjöll ömmustelpa og mitt eina barnabarn. Að umgangast þetta barn getur breytt slæmum degi í góðan, hún er bráðskýr og er alveg hrikalega gaman að spjalla við hana.

Ég var svo heppinn að hún fékk að sofa hjá ömmu í nótt og þegar elskan kom á fætur núna áðan var að sjálfsögðu byrjað á því að óska henni til hamingju með afmælið en á móti fékk amma það svar með tilheyrandi knúsi........ En amma ég á ekki afmæli strax heldur kl 4 hehe, sem er reyndar sannleikskorn í, því þegar hún fæddist á þessum degi fyrir þremur árum síðan þá einmitt fæddist hún rétt um kl 17, þannig að það er alls ekki fjarri sanni hjá henni.

n602380713_5088186_8699_768877.jpg

Þetta er semsagt afmælisbarn dagsins, þessi mynd er tekinn núna í des.

n602380713_5088183_8059_768878.jpg

Og þessi hérna líka, henni leiðist alls ekkert að láta taka af sér myndir, enda er hún alin upp við það að sjá myndavélina gróna við hendi mömmu sinnar.

Til hamingju með daginn elsku litla krúsidúllan hennar ömmu sinnarWizardHeart


Hreinsa til.

Alveg er það með eindæmum hversu mikið af dóti maður getur safnað í kringum sig, þetta hús sem ég bý í núna er reyndar afskaplega vel til þess fallið að bæta meiru og meiru við, þannig að nú tók ég þá ákvörðun að losa mig við alveg slatta af dóti bæði mublum, fatnaði, skóm og alls kyns leikföngum, sem búið er að vera í geymslu í óratíma sumt af því en annað ekki.

Í dag er búið að fara með 1 fullan ruslapoka af yfirhöfnum, 1 fullan ruslapoka af skóm og 3 fulla pappakassa af leikföngum á rauða krossinn hér í bæ, allt er þetta mjög heillegt og vel með farið, nú er bara vonandi að einhver njóti góðs af þessu öllu saman.

Jafnframt fór ég í gegnum þetta allt saman og fór fullur bíl að allskyns dóti í gámana sem ég tel að ekki sé neinum til góðs eða nýtilegt.

Eins ætla ég að selja slatta af dóti og er það þá aðallega mublur og lítil heimilstæki sem ég aldrei nota, eins og steikarsteina, kaffivél, blandara, rúm, sófa sófaborð, skenk og skrifborð og eitt stykki borðstofuborð.

Og svo er von til þess að litlu kisurnar fari líka í dag og þá fer þetta nú að verða fínt. Mér finnst ágætt að drífa mig í því að losna við þetta dót því þá verður bara minna fyrir mig að flytja þegar að því kemur og þar sem ég veit að ég mun ekki flytja í svona stórt húsnæði aftur þá er um að gera að drífa sig bara í þessu ekki satt.

Kúti varð að ósk sinni og er komin með þessa heljarinar flensu, var komin með 39 stiga hita í gærkv og þegar honum var sagt það voru hans fyrstu viðbrögð að seigja við mig og rétta um lófan, je give me five mamma hahahahahahaha. Hann er bara tærasta snilld þessi drengur, en það er hins vegar ekki víst að hann verði jafnkátur ef hann verður orðin frískur fyrir mánudag þegar ný skólavika byrjar.

Það er sko alveg á hreinu að ekki yrði títlan svona glöð ef hún veiktist, annars hefur hennar fyrsta vika í gamla skólanum gengið alveg meiriháttar vel og ekki hefur hana skort félagsskapinn þessa daga, enda hefur breyting til batnaðar átt sér stað hjá henni og nú líður henni vel.

ADIOS DARLINGSHeart


Engin príkantur hér.

Gaurinn minn fann þetta myndband og sýndi mér og það er bara tærasta snilld.


Fundurinn....................

Þá er hann afstaðinn, fyrsti fundur ársins hjá kút. Verið var að setja niður tillögur að áframhaldandi vinnu með hann sér í lagi hvað varðar hreyfingu og tölvunotkun. fundurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel, þar sem stuðningsaðili og ráðgjafi færðu mér þær fréttir að stðningsaðilinn hefur undanfarið verið að spjalla við kútinn um hans matarvenjur, sem er bara gott, en málið sem er ekki jafn gott er það að kútur er bara búin að vera búa til alls kyns sögur um matarvenjur þessa heimilis og þær eru sko ekki af verri endanum skal ég seigja ykkur ;)

Samkvæmt matseðli sonar míns lítur hann svona út.

Það eru samlokur og franskar í mörg mál og sporðrennir minn maður alveg þremur samlokum í einu plús frönskum og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða morgunmat. miðdegiskaffi eða kvöldmat, nú þessi á milli eru hamborgarar með öllu tilheyrandi og svo oft er ís í eftirrétt með heitri íssósu.

Þetta er svona mest megnis það sem er á boðstólnum hér á bæ alla daga hahahahaha. Það sem mér fannst langfyndnast við þetta er það að allir trúðu honum og ég gat bara ekki að því að skellihlægja þegar ég heyrði þennan matseðil.

Málið er það að hann veitir því afskaplega litla eftirtekt hvað hann er að borða hverju sinni, samanber að ef ég spyr hann hvað hann hafi fengið í matinní skólanum þá sjaldnast man hann það, annað hvort er yppt öxlum eða sagt, hva ég man það ekkert mamma.

Mín trú er sú að þar sem hamborgari og samloka eru hans uppáhald þá ákvað minn bara að svol væri hér í matinn uppá hvern dag, líka um jólin hehe.

Auðvitað kemur það fyrir að hérna sé hamborgari eða samloka í matin, en það er þá þegar hann fær að velja og yfirleitt velur hann einu siinni í mán og systkini hans líka.

Ég benti þaim góðfúslega á það að þau ættu nú að vera farinn að þekkja minn mann betur þetta og sem betur var mér nú trúað þegar ég sagði þeim að hversdags matur væri hér á borðum aðra daga.

Svo var rætt um félagslegu hliðina hjá honum og hvað mætti fara betur á þann veg, ýmsir hugm voru bornar á borð og þ.á.m hugm um að koma honum í sund með vini sínum og svo að skella sér í kjarnaskóg og leika sér ca einu sinni í viku, þetta leggst mjög vel í kútinn og mig líka þannig að nú er stefnan tekin á sundferð og kjarnskógar ferð í næstu viku.

Knús elskurnarHeart 


Þetta er að koma.

Jólaskrautið loksins komið niður í kassa og mikið afskaplega er tómlegt hjá mér núna, ég á nefnilega mikið meira af jólaskrauti en hversdagsskrautinu, ég skipti líka út á nokkrum stöðum seríum og setti hvítar í staðin, bara hlýtt og fallegt.

Mikið ofsalega er ég stolt af títluni minni, þessi elska er sko ekki að veigra það fyrir sér að skella sér bara í strætó heim eftir skóla og henni finnst það bara ferlega gaman, meira að seigja hringir þessa elska í mig og tilkynnir mér það að hún ætli sko ekki að koma með mér heim þegar ég sæki bróðir hennar, hún er bara snilld þessi elska.

Á morgun er ég svo að fara á fyrsta fund ársins hjá kút og verður það örugglega spennandi fundur eins og alltaf, mér finnst alltaf mjög gott að komast á þessi fundi sér í lagi vegna þess að þá fæ ég að heyra af framförum hjá honum og finnst ekki öllum gaman að heyra eitthv fallegt og gott um börnin sín, það finnst mér alla vega.

Um reykleysið ætla ég ekki að tala núna, nema bara að það að þetta er að ganga.

Knús elskurnar mínarHeart


Nú ætla ég að seigja stríð á hendur níkotín naglanum

Og er þetta minn síðasti reykinga dagur og það vonandi um alla framtíð, ég er vægast sagt komin með ÓGEÐ á þessum VIÐBJÓÐ. Undanfarna daga og vikur hef ég verið að reyna að heilaþvo sjálfa mig með því að seigja sjálfri mér hversu mikill VIÐBJÓÐUR  þetta er og loksins í dag tók ég ákvörðun.

ÉG MUN DREPA Í MÍNUM SÍÐASTA EITURNAGLA Í KVÖLD ÁÐUR EN ÉG FER AÐ SOFA.

Og hjálpartækið sem ég ætla að nota í þetta skipti er munnstykki og sjá hvernig það gengur. Þetta er reyndar í fjórða skiptið sem ég reyni þetta, en einhvern vegin í þetta skipti hlakkar mig til, en kvíð ekki fyrir eins og í hin 3 skiptin.

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

Knúsi knúsHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband