Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Burr rok og rigning

Hér er bullandi rok og rigning með af og til, hitinn er að vísu 7,8 gráður en manni finnst bara ekkert heitt þegar það blæs svona mikið, þetta tíðarfar hér á landi nálgast það að vera lygasaga rett og slett, svei mér þá.

Í morgun kom upp sá dagur þar sem býsna erfitt var að senda kútinn í skólan, hér grét hann söltum tárum því hann var svo ofsalega veikur í maganum og hálsinum (að eigin sögn), en þar sem ég vissi að ekki væri mikil sannleikur í þeim orðum þá tók við bras að fá hann til að fara í skólan sáttur og gekk það fyrir rest.

Mikið ofsalega finnst mér alltaf erfitt þegar ég þarf að rengja hann, hjartað í mér tekur stökk þvi auðvitað vil ég leyfa honum að vera heima og trúa því sem hann seigjir, en ég veit sem ég að svol gengur það víst ekki, burt séð frá því hvað þetta mömmuhjarta seigjir.

Ég hef alltaf verið óttaleg hænumamma hvað hann varðar, helst vildi ég vefja hann inní bómul og passa hann eins og sjáaldur augna minna, en þökk sé skóla hans þá gefa þeir mér ekki tækifæri á því.

Það er bara einhvern vegin þannig þegar maður á barn sem er ekki eins og flest allir aðrir þá vill maður eiga það til að finnast maður vera höfuð og herðar í öllu því sem lagt er á barnið.

ADIOS ELSKURNAR MÍNARHeart


Þá er komið að síðasta degi jóla.

Og reglan seigjir niður með jólaskraut, en það verður ekki á mínu heimili, alla vega ekki í dag þar sem ég er ennþá að haltrast hér eða styðst við hækjur sem eru hérna heima, þannig að þangað til að ég er búin að jafna mig þá verða jól hjá mérWink.

Annars eins og ég sagði um dagin þá ætla ég nú bara að skipta út marglitum seríum fyrir hvítar.

Hér vaknaði títlan mín fyrir allar aldir í morgun því hún var svo spennt að komast aftur í gamla skólan sinn að mín var búin að rífa sig upp fyrir kl 6, svo hún ætti að verða vel þreytt eftir daginn. Kútur fór að sjálfsögðu líka í sinn skóla og kom sáttur heim, eftir gærdaginn kom hann að vísu mjög ósáttur heim en það var vegna þess að hann fékk nýja lestrarbók og hún er takk fyrir 117bls og það fannst mínum manni aðeins og mikið fyrir sinn smekk sér í lagi vegna þess að bókinn á undan fyllti bara 99 bls og það var sko allt annað mál. Einnig var hann mjög ósáttur við það að hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn og þar var minn vigtaður og hæðarmældur og þar sem hann hafði lést um 1kg og lengst eitthv smá þá var sko bara allt ömurlegt, því minn maður vill sko hvorki léttast né stækka því það kallar á breytingar og það er hann ekki sáttur við.

Við ræddum bæði bók og létting og þegar ég var búin að útskýra þetta allt saman fyrir honum þá fór nú aðeins að léttast á honum augabrýrnar. En það sem þetta barn mitt er hrætt við allar breytingar er bara skelfilegt, þá skiptir ekki máli hvort það séu góðar eða slæmar breytingar, málið er bara það að engu má breyta hvað svo sem það er.

Annars var ég alveg að rifna úr monti yfir honum í gærkv, þannig var að hann var að horfa með mér á þátt þar sem bæði kom fyrir íslenskur og enskur texti annað slagið og kútur las báða textana reiprennandi og var snöggur að, þetta sagði mér það hversu miklum framförum þessi elska er að taka að það er alveg hreint með ólíkindum.

Knús á ykkur elskurnar inní góða jólarestHeart


Já hann fór í skólan þessi elska.

Það var reynt í lengstu lög að nefna ekki skólan í hans eyru í gær og gekk það vel, það varð að vísu uppi fótur og fit þegar mömmuni varð ljóst að skólinn hjá gaurnum og títluni byrjar ekki fyrren á morgun, það er eitthvað sem kútur mátti alls ekki vita af og það hafðist að pukra með það.

Hann að vísu spurði mig í morgun af hverju þau væru ekki komin á fætur en ég bjargaði mér útúr því, annars hefði ekki verið séns að senda hann í sinn skóla.

Með nýju ári vaknaði viðskiptahugmynd í kolli þessarar konu og er ég þegar byrjuð að vinna með hana, hringja í Nýsköpunarmiðstöðina og bera þetta undir þá þar, næsta skerf er síðan að fara í viðtal við þá hérna fyrir norðan og þá verða öll spil lögð á borðið og séð út hvort grundvöllur sé fyrir þessu eður ei.

Ef af þessu verður, verður þetta einna sinnar tegundar hér á landi og gæti orðið þvílíkt spennandi. kostnaður verður að sjálfsögðu alltaf einhver en þó ekki það mikil miðað við start á nýju fyrirtæki.

Þetta gæti einnig verið atvinnuskapandi fyrir fl en mig þannig að hugsanlega þyrfti ég að ráða einhverja í vinnu sem er náttúrulega bara frábært. Já er ekki um að gera að hugsa stórt á þessum síðstu og bestu. Hehe.

Annars gaf helv fóturinn sig í gær hjá mér, sá hægri og haltra ég nú hér um allt hús, svo virðist sem ég missi allan mátt í honum og dreg hann einhvern vegin á eftir mér, svo sest ég niður og jafna mig, en þegar ég fer aftur af stað þá kemur þetta helv aftur og er alveg skelfilega vont.

Ég hef fengið svona í fótinn af og til síðustu 12 ár eða svo, en í þetta skipti leið óvenju langur tími á milli þannig að ég hélt að þetta vær nú kannski búið, en nei svo gott er það nú ekki.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart


Long time no see

Eitthvað er maður púnkteraður þessa dagana nú þegar jól og áramót eru liðin, ég hef óskop lítið verið við tölvu undanfarið, bara hvorki nennt því né viljað.

Í dag snýst lífið um að undirbúa kútinn undir skólabyrjun sem er á morgun og er minn sko alls ekki sáttur við það, gærdagur gekk útá það hversu veikur hann væri orðinn, upp kom handleggsbrot fyrst til að byrja með og tók hann uppá því að teipa á sér allan hægri handlegginn í þeirri von að sleppa við skólan, nú þegar það virkaði ekki, tók við hjartaáfall og ég væri nú meiri grýlan að ætla senda barnið í skólan með hjartaáfall, ekki gekk það nógu vel, þannig að við tók lungabólga svo svæsinn að hann vinsamlegast bað mig að hringja á sjúkrabíl, hann bara gæti varla andað, ekki gekk það heldur, en þá fékk minn svona æginlega dofa í báða fætur og ekki nokkur lífsins leið væri fyrir hann að labba hvorki eitt né neitt, þetta er svona það sem ég man að hans veikindahrinu í gær. Hvað það verður svo í dag er ekki komið í ljós ennþá.

Títlan mín hins vegar ruggar á mörkum þess að verða lasin, er komin með ljótan hósta og hálsbólgu og það er sko ekki að falla í góðan jarðveg hjá minni, því hún ætlar sér sko í skólan í fyrramálið því mín er að byrja aftur í gamla skólanum sínum og finnst henni það nú ekki amalegt.

Já það er víst óhætt að seigja það að þessi tvö börn mín gætu ekki verið ólíkari og þá skiptir ekki máli á hvað hátt það er.

Mikið á ég eftir að sakna allra jólaljósana þegar þau fara að hverfa eitt af öðru næstu daga, einhvern vegin finnst mér þetta gefa svo mikla hlýju og von. Ér reyndar ætla að skipta út ljósaseríum hjá mér og leggja hvítar seríur í flesta glugga hjá mér og hafa þær þar meðan svona dimmt er úti stæðstan part dagsins.

Annars erum við bara góð og hlakka ég til að koma á reglu aftur hér á þessu heimili hvað varðar svefn og annað, því einhvern vegin er það svo að í fríium fer allt í klessu, ég hef meira að seigja náð því nokkur kvöld að vaka framyfir miðnætti og telst það sko til tíðinda á þessum bæ og svo til að kóróna þetta allt saman þá hef ég líka náð að sofa alveg til kl 8.30 suma daga, ja hérna, hvað er að verða um þessa konu, já maður spyr sig hehe.

Knús á ykkur inní góða helgarrest mín kæruHeart


« Fyrri síða

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband